Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sunnudagur, 3.4.2011
Enn situr 1/2 hrunstjórnin rúmum 2 árum eftir hrun.
Greinilega á gaddaskónum í kapphlaupinu til draumalandsins.Það gengur líka mikið á,því liðið þarf að leysa þrautir til að fá inngöngu.Landar þeirra eru tregir í taumi og steinhættir að bera virðingu fyrir þeim. En peningar freysta aumra sálna,við þetta erum við NEI-sinnar að glíma.Við erum ekki til sölu,við munum ekki svíkja börnin okkar í þrældóm. Vitandi af þeim frómu kenndum,snúa þeir sér að samvisku okkar vegna afglapa auðróna. Blessaðir gamlingjarnir halda að þeir beri ábyrgð á þeim. Vinnan mín og annara NEI-sinna er að sanna fyrir þeim að það sé ekki rétt. Það reynir á stjórnarliðið,þetta er einskonar 4x sinnum 7300 daga hlaup. Steingrímur er á fyrstu braut,ætlað að vinna forskot. Síðan spyrjum við að leiks lokum. NEI er svarið.
Þriðjudagur, 22.3.2011
Þá kætast Kauphéðnar
Þá fer nú allt að falla í eðlilegt horf,svona 1998. Fyrsti farsíminn minn var klossaður,AT&T. Allir hraðbankar voru þá frá AT&T, fjárfestar og Kauphöll framandi fyrirbæri,hvað þá útrásarvíkingar. En síðan urðu þeir góðkunningjar okkar, löggan leit ekki við þeim. Þeirra ætti samt að bíða makleg málagjöld. Einhvern veginn er manni ekki að hugnast, að þessir gróðapungar séu í ,,móðum gálum,, sorry, góðum málum.
![]() |
Hækkanir í kauphöllinni í New York |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 20.3.2011
Einvígið milli Jóns Helga Egilssonar og Vilhjálms Þorsteinssonar.Jón eins og Kandidat með "láði"
Hvert orð sem þessi ungi hagfræðingur sagði,er rökstuddur,réttsýnn málflutningur,einnig fjölmargra hér á blogginu. Ekki rekur mig minni til þess, að þær raddir hafi fengið að hljóma í Ríkissjónvarpinu fyrr,var því tími til kominn. Þar sem allir sem vilja,geta hlustað á þennan þátt endurtekinn,kl 23.45,í kvöld,vil ég aðeins minna á að enginn getur séð fyrir,gengisþróun,né heldur hverju þrotabúið skilar. Því eru lokaorðin í einvígi þessara andstæðinga,Jóns Helga Egilssonar og Vilhjálms Þorsteinssonar, dæmigerðir fyrir hvað þeir standa.
Jón; leyfum þjóðinni að njóta vafans.
Vilhjálmur; það er auðveldara að selja NEI-ið.
Nei-ið er ekki söluvara persónulegra hagsmuna.það er hugsjóna-átak til farsældar og framtíðar sjálfstæðis Íslands.
Jón; leyfum þjóðinni að njóta vafans.
Vilhjálmur; það er auðveldara að selja NEI-ið.
Nei-ið er ekki söluvara persónulegra hagsmuna.það er hugsjóna-átak til farsældar og framtíðar sjálfstæðis Íslands.
Föstudagur, 18.3.2011
Ólíkt hafst menn að
Guðdómleg gæska lýsir sér í fórnfýsi þessara manna. Það hvarflar greinilega ekki að þeim,að flýja af hólmi. Þeir vita örugglega hvað bíður þeirra,og heyja hatramma baráttu við náttúruöflin,eða afleiðingar þeirra. Það er undir þeirra frammistöðu komið,hvort bjarga megi ástvinunum og þjóðinni. Það er ekki hægt annað en vikna við frásögn af skilaboðunum frá þessum hetjum,til ástvina sinna,með óskum, að þau haldi áfram að lifa. Tortímingahlaðnir í björgunar aðgerðum, vekja von,sú aðgerð er líka til. Guð blessi Japan.
![]() |
Telja sig dauðadæmda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17.3.2011
NEI,þýðir NEI,munið það elskulega þjóð látum ekki undan fjárkúgurum.
Ef við gerum það,er þessi þjóð ofurseld erlendum landvinningaöflum,innfæddum græðgisöflum. Dreymir ykkur ekki um ríkisstjórn sem gætir fyrst og fremst hagsmuna Íslendinga,hreyfir andmælum þegar á hana er ráðist.Því meir sem þessi hamast í að rífa niður varnir okkar,því vænna þykir mér um gömlu stjórnmálamennina,hverjum lista sem þeir tilheyrðu. Rökin um að við gerum rétt með því að hafna Icesave fjárkúguninni,geta allir menn séð,í blöðum og hér.Það er ekkert að óttast nema óttann í okkur sjálfum.(einhver gamall orðaði það þessu líkt).Frelsið er handan við hornið. Að lokum; Land mitt! Þú ert sem órættur draumur,óráðin gáta, fyrirheit.H.H.
![]() |
Mjótt á mununum um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 15.3.2011
Bogga böggar Bjöggabanka. Smásaga.
Bogga er öryrki,hún á ekki lengur bíl ,en hún á erindi í bankann ,,sinn,, hana vantar 35,þús. upp á, til að geta greitt húsaleigu mánaðarins. Hún öslar krapið gætilega svo komist heil á leiðarenda. Hugur hennar hvarflar til framtíðar er hún hefur sest með númerið sitt. Verður þetta svona,, í ekki svo fjarlægri framtíð !? Númer og reglur allstaðar,nr. í Kaupélagið,reglur um gerð stígvéla,Bogga þolir illa reglur,nema þær almennu,sem lúta að virðingu fyrir öðrum og eignum annara.Gling Nr 9, Það er komið að henni,auðmjúk og allt að því skömmustuleg,ber hún upp erindið. Kurteislega bendir fulltrúi henni á að hún skuldi nú þegar ótilgreinda upphæð. Þá brestur eitthvað í marinni sál Boggu,hún stendur upp,baðar út höndunum og hrópar:"Þetta musteri auðrónanna,lánar ekki öryrkjum,hvað erum við að gera hér,þið vitið hvernig þeir skammta sér laun. þeirra störf eru ekki hótinu merkilegri en okkar. Allra augu beinast að Boggu,það ríkir dauða þögn,síðan heldur hún áfram; Jahá,þið skiljið ekki íslensku!!Hún réttir upp báðar hendur með fingurna spennta í sundur gengur til þeirra og segir hátt og snjallt; ,,Give me five,, Hver einasti í afgreiðslunni gekk til hennar,eins og landslið í sigur vímu,með tíu fingur og smelltu á hennar.Þetta var upphaf byltingarinnar. P.S. Í fyrra varð til á bloggi Jens Guð,einhverskonar tilmæli frá honum að ég skrifaði smásögu. Þegar verður loks af því er það ekkert skáldverk,bara rubba af því sem ég vildi gert hafa sjálf og kanski margir Íslendingar.
Laugardagur, 12.3.2011
Van Der Saar hetja Manutd.
Bikarleikur Manchester United og Arsenal lyktaði með 2-0 sigri Manutd. Arsenal áberandi betri í fyrri hálfleik,mér leist ekkert á mína menn,nær allar sendingar út í bláinn. Ferguson veit að yngri strákarnir hafa það sem þarf í svona leik,blússandi kraft og hraða. Þeir fengu líka að keyra sig út og annar tvíburinn skoraði!! Hallo mamma! kanski að horfa í Brasilíu. Nenni ekki að finna til með Arsenal,en markvörður okkar Van Der Saar,var ofjarl þeirra. Til lukku Manutd-fan.
![]() |
United í undanúrslitin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 12.3.2011
Bikarkeppni Arsenal og Manchester United
Það verður fjör á morgun,vonandi skemmir ekki þulurinn,með fáránlegum athugasemdum. ,,Nú fer Ferguson að kvarta við 4.dómara,,. Loksins talaði Ferguson í dag um leikinn,ósköp raunsætt,en Hörður Magnússon gat ekki á sér setið,eftir að viðtalinu lauk,,já loksins talaði Ferguson.,, Það er frétt ef hann finnur að ehv.,það er frétt ef hann þegir,það er frétt ef hann tyggur tyggígúmmý. Svona er þetta búið að ganga í mörg ár.Wenger er víst ekki að finna að eða hvað? Ég dái þetta lið,en ætlast til að leik þess og frammistöðu sé líst,án tilfinninga hlöðnum vandlætingum,um hvernig Ferguson hreyfir sig og tyggur. Ég hef ekki verið með st2 í allan vetur,hef oftast horft á þar sem enskir lýsa. Vonandi lýsir Guðmundur,afslappaður eins og hans er von og vísa.
![]() |
Arsenal og Man.Utd næsta föstudag? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 6.3.2011
Allt á móti
Manchester United tapar,ríkisstjórnin óréttláta hefur gnægð gulls til að kaupa málaliða,þreytir fólk eins og lax á öngli. Spáð er að fólk samþykki að borga glæpamönnum,af því ríkisstjórnin hefur ráð þess í höndum sér. Leggi þeir til landhelgisskip okkar í Líbíustríðið, er lag að taka sér það leyfi,sem Jóhanna lofaði,en hefur ekki ennþá skrifað upp á,,frjalsar handfæra veiðar,, -- Vita þau ekki að fólk er svangt.-- ekkert eftir nema; þið eða við.
Laugardagur, 5.3.2011
Ískur? Hvaðan'
Ég geng fram á ótrúlega hressa 88 ára konu. Skiptumst á heilsufars upplýsingum. Hún bætir við;ég ætlaði að biðja hann son minn að skutla mér heim; það er bara svo hvasst og vindurinn á móti. Ég sem var nýbúin að dæla á bílinn,eftir blesuð ellilaunin,bíðst til að keyra hana heim. Ég samþykkti að koma í leiðinni í kaffi.Sem við erum rétt lagðar af stað, heyri ég einkennilegt ískur í bílnum,svona eins og í gömlum hjólbörum sem ekki hafa verið smurðar lengi. Ég fer að viðra þetta við konuna,en hún heyrir ekki neitt,heldur áfram að skrafa. Mér er ekki farið að standa á sama,segi að ég verði að fara og láta kíkja á þetta,geti því ekki komið inn í kaffi. Ég skynja að hún nær þessu ekki,segir mér að leggja bílnum upp við gaflinn á húsinu.Þá heyri ég ískrið enn þá,ég sem hafði tekið eftir hve það var í takt við snúning hjólanna,svona ,,kalt mat.,, Við göngum inn,hún létt eins og hind og afsakandi eitthvert prjónadót,það misbauð mér ekki,skárri væri það nú.Nú var ég orðin verulega áhygjufull yfir ískrinu,það hljómaði enn þá í eyrum mér. Heyrir þú ísku spurði ég? Nei og tók til að sýna mér myndir af afkomendum sínum,já það hafði gengið vel klakið hjá okkur stöllum,undaneldið frá Hellissandi. Ó. það var eitthvað að eyranu á mér,ég stakk puttanum upp í annað,en það hvarf ekki. Þá loksins laukst upp fyrir mér lausnin á þessu vandamáli,ég spurði;Ertu með heyrnatæki? Já svaraði hún,en dvaldi ekki meir við það. Mér létti óumræðanlega,því ýmyndunaraflið hafði munað urmul andlegra kvilla sem hrjáði gamlingja.Ískrið var úr heyrnartækjunum hennar. Eftirbreytanleg lausn á Icekri,það er í höfðinu á öðrum,við heyrum það,en að öðru leiti kemur það okkur ekki við.
Bloggvinir
-
andres08
-
annabjorghjartardottir
-
benediktae
-
eggman
-
eeelle
-
coke
-
zumann
-
godmarino
-
hreinn23
-
halldorjonsson
-
heimssyn
-
hildurhelgas
-
hhraundal
-
haddih
-
ingagm
-
ingibjhin
-
kreppan
-
jensgud
-
islandsfengur
-
jonvalurjensson
-
huxa
-
eyjapeyji
-
photo
-
kolbrunerin
-
krist
-
kristjan9
-
krissi46
-
lindagisla
-
altice
-
larahanna
-
maggib
-
pallvil
-
ragnar73
-
fullvalda
-
ziggi
-
snj
-
sighar
-
stormsker
-
saemi7
- kerfi
-
asthildurcesil
-
astromix
-
kermit
-
thjodarheidur
-
agla
-
axelaxelsson
-
bjarnijonsson
-
dansig
-
einarbb
-
bjartsynisflokkurinn
-
fornleifur
-
frjalstland
-
geiragustsson
-
gudjonelias
-
bofs
-
noldrarinn
-
tilveran-i-esb
-
gustafskulason
-
hlf
-
kliddi
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
naflaskodun
-
johanneliasson
-
jonmagnusson
-
prakkarinn
-
juliusvalsson
-
ksh
-
kristinthormar
-
kk455
-
lifsrettur
-
loncexter
-
maggi-phil
-
maggiraggi
-
omargeirsson
-
svarthamar
-
predikarinn
-
raksig
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
ollasak
-
solbjorg
-
stendors
-
theodorn
-
skolli
-
valur-arnarson
-
vinstrivaktin
-
tsiglaugsson
-
thordisb
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 148992
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar