Færsluflokkur: Íþróttir

Golf og glens stórfjölskyldunnar í Þorlákshöfn.

     Veðrið leikur við okkur þessa daga,því skal njóta og nýta það í botn. Það gerðu nokkur frændsystkin,forfallnir golfspilarar,sem tóku sig saman um að reyna sig í golfi. Sonur minn sem býr í Þorlákshöfn, pantaði golfvöllinn og heimili þeirra hjóna varð aðsetur hópsins. Ég gætti þess að skella mér ekki austur fyrr en ætla mætti, að þau hefðu lokið 18 holunum. Þau komu glöð og reif,discouterandi um leik sinn og árangur.--- Boðið var upp á humarsúpu,brauð og eftirrétt.--- Þeim var líka umhugað um seinni leik Breiðabliks gegn Motherwell,enda öll átt einhverntima heima í Kópavogi,sum alin þar upp,önnur leikið með liðinu.   Gat ekki stillt mig um að leiða umræðuna að "ástandinu" í þjóðfélaginu. Niðurstaðan var að hér væri verið að hneppa allt í dróma,frumkvæði,metnað,hagsæld..        Áhugaleysi afgreiðslufólks.bar á góma,þess sem ekki á búðirnar sjálft og dæmi tekin;  Kúnni í skartgripa verslun spyr:,,hvað kosta þessir krossar,? afgreiðslustúlka: Kr.4000.- og 5000.-með kallinum á. Kona í stórmarkaði spyr kassa -dömu um mismuninn á innihaldi tveggja pakkninga,daman veit það ekki,svo konan segir;ég ætla bara að fá hvortveggja.Kassa-daman snýr sér að þeirri á næsta kassa og spyr hvað það þýði   (hvortveggja)  ,hún ætlar að fá bæði,ég hef lent í þessu,svarar hún. Svo einn enn,tengdadóttir mín fór í bakarí og bað um vínabrauðslengju.  Ætlarðu að taka hana með þér eða borð,ana hér? Auðvitað settum við á svið,þar sem hún úðaði heilli lengju í sig.  Já það var kátt þarna á Laugardagskvöldið. Eða eftirmiðdag.

Manchester United leikur gegn Bayern München

        Nú fer ballið að byrja. Ekkert (nema H.M.)er eins skemmtilegt og viðureign meistara hinna ýmsu landa,í meistaradeildinni,þegar fer að líða að loka slagnum. Nú fara menn að spá í úrslit,leidda af líkum vegna síðustu viðureigna,eða mati á gæðum liðanna,en lang oftast eigin óska. Mín ósk er auðvitað að Manutd vinni,og hefur alltaf verið. Það er orðið svo algengt að menn fari á leikina sjálfa,að stemmning fyrri ára á beinni útsendingu, er hreint ekki sú sama. Kann því vel að horfa stundum á nágranna-pöbbnum. (Get því laumast út í fýlu ef illa fer)
mbl.is Arsenal mætir Barcelona - Man Utd leikur við Bayern München
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótbolti

Hvenær ætlarðu að blogga um enska fótboltann spurði einn af 5 sonum mínum.Núna í kvöld eða nótt,Var að horfa á bláu liðin Chelsi Everton alltaf meiri ;fightingur;í bikarkeppnum,Chelsi hafði það.þau eru ekki mörg bláu liðin á 'Islandi.Eitt af þeim var topplið fyrir löngu heitir Fram,einhverju sinni horfðum við  á leik þeirra við Val og var antisportisti aldurhniginn í heimsókn og varð að láta sér lynda að horfa með okkur enda langt liðið á leikinn, svo brustu á fagnaðarlæti er Valur vann.Það er naumast sagði sá gamli hverja unnuð þið ,Framliðið svaraði ég  ;Ekki að undra;tautaði hann

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 146664

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband