Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ronaldo eltir boltann með grasið í skónum! Grasið á Old Trafford.

Þann 5 mars,þegar lið hans Real Madrid etur kappi við Manchester United. Lou Macari bíst við að ahangendur muni sýna honum virðingu og púa síður á hann, þótt einhverjir geri það efalaust,því andstæðingur er jú mótherji liðs þeirra.Ronaldo varð heimsfrægur á þessum velli,þekkir hverja þúfu eins og sagt er þótt völlurinn sé jafnan sléttur. Líklega verður uppselt á völlinn,fólk drýfur að úr Evrópu,svo heimamenn verða að hafa sig alla við að ná í miða.Alltaf gaman að viðburðum og spennuna fáum við,svo mikið er víst,þótt úrslitin í Real Madrid séu enn óráðin. Margir munu drífa sig á leikinn frá Íslandi. Vinni Manutd. verða þeir giska ég og vona Evrópumeistarar.
mbl.is Steinhissa ef einhver baular á Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandinn að kjósa!!

Það er vandalaust að taka þátt í prófkjöri,svo lengi sem maður er ekki með því skuldbundinn stjórnmálaflokki þess sem maður vill apsalútt styðja í öruggt sæti til þingsetu. Stjórnmálaflokki sem rásar á línunni með loforðin sem hann gaf, líkt og Vg. gerði. Vonandi taka flokkar ekki upp þetta háttaleg Steingríms,ég veit hvað þeim svíður,sem kusu hann. Það er af skrifunum hér,getgátum um að flokkurinn sem ég styð,gangi til samstarfs við Búróið,sem ég hef áhyggjur,því Þar eru Evópuáhangendurnir mestu. Hver hefur séð nokkurn í Framsókn með evrópuveikina,eftir að Siv hvarf af vettvngi.Mér er nær að halda að Framsókn rúlli þessu upp,því fólk vill að atkvæði sitt geri gagn í því mikilvægastamáli íslensku þjóðarinnar,segi og skrifa. Hætt við að atkv. greitt nýju flokkunum gagni lítt. En við njótum jóla og áramóta fyrst,og svo reima menn á sig skóna í spretthlaupið.

Forseti vor svíkur ekki.

Horfir frekar á lýðræðislegan rétt þjóðarinnar,en að láta undan þrýstingi Evrópskra stjórnmálamanna og hagspekinga. Þannig viljum við hafa okkar embættismenn,þess vegna er Ólafur jafnan kosinn með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða,hann hefur sýnt og sannað að honum getur íslenska þjóðin treyst. Góð bjartsýnis jólagjöf til þjóðarinnar. Ætla VG.liðar sem eru í raun ekki hlynntir inngöngu í Esb. að halda áfram að þrjóskast,það verður þeim dýrt,ef horft er til óska þeirra um áhrif.
mbl.is Ísland í betri stöðu utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsleikur ??

Landslið Evrópusinna heyr nú keppni við lýðræðissinna,sem eru víðsfjarri keppnisvellinum leikurinn er sýndur beint á RUV. Eins og við getum sagt okkur sjálf er hann lítt spennandi þannig að ég slökkti nú bara á honum,þótt væri löngu búin að borga mig inn. Það þýðir lítt að kalla dómari,hann ræður er sagt,við svo sem þekkjum það. En það kemur leikur eftir þennan,þá teflum við öllum okkar bestu mönnum og vonum að þið fjölmennið á hann. Lílklegast fer hann fram á þjóðarleikvangi ÍSLENDINGA, á Austurvelli, mætum öll.

Huang Nubo!

Hefur áður hlaupið í kínversk blöði með frjálslegar túlkanir á samskiptum við Íslendinga. Umræða hagfræðinga Íslands ofl. hefur löngum verið um þörf á erlendum fjárfestum,að leggja fé í íslensk fyrirtæki.En ég þori að fullyrða að engum nema Krötum dytti í hug,að selja/leigja stóra spildu af landinu, (annars tek ég það aftur) útlendingi,sem lítið er vitað hvað gengur til,fyrir þessa lika smáaura,því fósturjörðin er dýrgripur. Kannski er hann gengin í lið með ófræingarliði þeirra sem vilja skaða forsetann sem mest. Við vitum að forsetinn ber virðingu fyrir gestum Íslands. En hann sigar ekki Nubo á öræfi Íslands að ásælast. Ef það er rétt þá heiti ég Sveinsína.
mbl.is Huang hvattur áfram af forsetanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr afneitun!? Kostuðu hann ef til vill eilífðina!?

Vísindi efla alla dáð! Vísdindi án trúar eru hölt,segir vísindamaðurinn Einstein. Hugsuðurinn mikli trúir ekki á barnalegar sagnir Biblíunnar,goðsagnir eins og hann skrifar. En Kristur segir sá sem ekki trúir á himnaríki eins og barn,mun alls ekki inn í það koma.Hinn mikilhæfi heili greinir ekki einfaldleikann. Fylgjendur Kristninnar eru að nálgast tvo milljarða. Kirkjusókn á Íslandi er jafnt og þétt að aukast.
mbl.is Dýr afneitun Einsteins á Guði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullverðlaunahafinn í heimsókn í Klettaskóla.

Þar sem nemendur fögnuðu hetjunni sinni. Eftir að hafa séð myndband af Jóni Margeiri vinna sundkeppnina,sem færði honum gullið,voru þau spurð hvað þeim finndist um það. Eins og vænta mátti var það, kúl og klikkað svo auðvitað geðveikt. Mörg voru tilbúin að leggja mikið á sig,að minnsta kosti á þessari stundu,til að uppskera gull-medalíu,þótt ekki væru viss að þau bitu í þau,eins og venjan er.

Minni lífsförunautar

Er barmafullan bikarinn ber að vörum mér
bærast fagrar minningar sem tileinka vil þér
í góðum hópi,góðra vina ,minnist þín og vona
að getir þú á himnum líka haft það svona.

gert síðla ágústs 2007.


Sumri hallar hausta fer, tuð

Hvað á þetta að þýða? Sofa á aðal afþreyingar kvöldi Rúv. Missa af Dodda drepa Dolla og Guddu gera hitt með Grána og búin að borga fyrir allt saman; allt í mínus og rímar svo sem vel við þessa Norrænu. Hva plúsinn manneskja.já hvernig læt ég,, ég borga líka fyrir hann. þær aðþrengdu eiga enn líf svo sætar og spengilegar; Er þetta ekki Jane Fonda? Ekki spyrja mig! Víst er þetta Jane Fonda,ekki þessa vonda, heldur mamma hennar Lindshe Lohan ,je hvað hún er ungleg. Ætli þetta sé ekki gamall þáttur? Er ekki J.Fonda dáin? Átti að þiggja boðið á Ljósanótt með syni mínum og tengdadóttur,það fer akki á plúsinn.

Andlegir kvillar vegna hrunsins geta komið fram löngu seinna.

   Allt að því 10 árum,að sögn Kristbjargar Þórisdóttur sálfræðings,sem er í stjórn Samstöðu. Hún vinnur mikið með börn sem eru illa haldin af kvíða og kvillum,sem eru beinlínis afleiðing hrunsins. Það fer aldrei framhjá þessum börnum þegar foreldrum þeirra líður illa,þau skynja áhyggjur þeirra og finna á eigin skinni fátækt sem hamlar þeim að stunda t.d. fimleika eða dans.Kristbjörg segir að vanti heilmikið upp á að hægt sé að sinna þeim fjölda sem þarfnast hjálpar.Svona er ástandið í þjóðfélaginu í dag ,á sama tíma eru stjórnvöld að auka við vandann með því að veita fleirum flóttamönnum hæli hér.Eigum við ekki fyrst að draga ,,umsókn,, í ESB.til baka,rífa þjóðina upp og skoða þá og skipuleggja hvernig við leggjum öðrum lið. Til marks um þann lærdóm sem ég held flestir hafi dregið af ráðslagi þessarar stjórnar,eru ummæli eins af fjölmörgum sem kaus V.G. með trú á Steingrími;"Heldur kysi  ég Davíð Oddsson,sem einræðisherra í stjórn landsins,heldur en fullmannaða ríkisstjórn úr röðum þessarar". Steingrímur snerist ekki aðeins sjálfur,  heldur sneri urmul af fólki sem aldrei vill sjá hann meir í stjórnmálum.  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband