Á rölti í Austurstræti

Austurstræti er ;mín gata;gamli vinnustaðurinn minn 1.kjörbúð á Íslandi er orðin brennivínsbúð ég er sosem ekkert að komast að því núna og það hryggir mig ekki en baráttan um borgina gerir það.Þessvegna er mér hugsað til gömlu daganna, hver var borgarstjóri þegar ég vann þarna hjá SÍ.S 1957,æ það skiptir ekki máli ég er ekki í spurningaþætti Þóru og Sigmars.Við höldum ennþá hópinn ;gömlu stelpurnar;sem unnum þar hittumst reglulega.Ég staldra við þar sem ég taldi ;kiosk; vera þangað vann ég mig upp úr kjallaranum,lagernum sem séra Kolbeinn Þorleifsson stjórnaði.Gæðablóðið sem sussaði á mig þegar ég blótaði.Þessari upphefð fylgdi stjórnun á segulbandi sem spilaði lög allan daginn ég var einskonar plötusnúður þess tíma því ósjaldan bað vinkona mín Hekla um uppáhaldslag okkar sem ég kann ekki einusinni að skrifa Chripers Chriper  ;er það nú;Jónas Jónasson kom oft og keypti 2  vindla (ætli hann sé hættur að reykja kallinn) að ógleymdum Tómasi Guðmundssyni ef mig misminnir ekki kallaði hann okkur austurstrætisdætur ég á hér ljóðabók hans ;við sundin blá:áritað af honum þar sem hann segir flest ljóðin hafa orðið til á menntaskólaárum sínum.Í þeirri bók er það undurfagra ljóð ;ég leitaði blárra blóma;Ég skrifa hér eitt úr öðru ljóði sem hann kallar ;Eitt hjarta ég þekki;          (ég kann ekki almennilega á þessa tölvu)           Sumir leita þess alla ævi ,sem aðra bindur hlekki,Á harmanna náðir þau hjörtu flýja,sem hamingjan nægir ekki. ER farin að greikka sporið´geng framhjá Landsbankanum sömu gömlu tröppurnar þar sem menn norpuðu í nepjunni snemma morguns til að skrifa sig í viðtal við bankastjóra.gamlar minningar um það ;Ég vona það sé Árni; Ekki nefna bílakaup biðja um hærra en þið þurfið sögðu vinirnir þeir lækka það alltaf. Lúpuleg ég ;við erum að byggja vantar fyrir svefnherbergisskápum;það hrífur Árni skilurþað, ég lærði að slá. Æ hvar lagði ég bílnum?Komdu þér í núið gamla mín,drífa sig ,koma við í sparisjóðnum heimild?ekkert mál hvað þarftu mikið? Og ég finn fyrir þessu yndislega Zorba syndromi                                                                                                                                                                        

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Helga mín,

vá... hvað þetta er flott hjá þér, bara alvöru BLOGGARI! Vííííí ... Gott hjá þér.

Sá að þú settir athugasemd á síðuna mína og ég er óskaplega forvitin um hvaða traustsyfirlýsingu þú varst að tala um vegna Dags B. Eggertssonar, hvar get ég undirritað slíka yfirlýsingu?

Ég sæki hér með um að verða bloggvinur þinn, það er ótrúlega sniðugt!

ps. flott bloggnafn hjá þér líka "Díva73"

Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.2.2008 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 118
  • Frá upphafi: 147010

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband