Fimbulfamb

Veit nokkur hvað "Bjöggæði"merkir?Eða "Bússirúlla"? Fimbulfamb er spil sem börn mín fengu í jólagjöf fyrir mörgum árum og hefur verið,nr. 1 í skemmtidagskrá fjölskildunnar,síðan.Nú fer í hönd árlegt ættarmót okkar og spilið dregið fram.Í því eru um 1900 til 2000 orð,sum þeirra eru orðin vel kunn þeim sem mest spila það.því læt ég nokkur flakka:Kotaklessa =lumma,gimragull=kleinur,þress=björnfaðmbyggir=eiginmaður,ráðherrapylsa=súrsaðir hrútspungar,freyðhildarlegur=fyrirferðarmikill,Hildur var algengur viðliður í lastheitum kvenna.Nöfn á jurtum og dýrum sem lifa í fjarlægum löndum,,hverskonar áhöldum í klaustrum og hjá skilmilgarmönnum fornaldar er meðal þess sem kemur upp og þáttakendur (sem vita sjaldnast hvað er)skrifa sína skíringu á þar til gerðan miða.Þá reynir á "skáldin"aðgera hana sem sennilegasta og lokka þannig aðra til að geta upp á sinni,þannig fær hann stig. 1 frá hverjum sem það gerir.Dæmi;Sækemba  Fambaskíringin er(sú rétta)Eðla af ætt kemba,hún lifir á Galapagoseyjum og nær allt að 1,5 metra lengd.Mín skíring hefði verið t.d. skata,og ísmeigileg biði ég eftir að einhver "biti"á hana.Sá sem getur upp á þeirri réttu fær tvö stig.þetta spil hefur ekki verið til í tugir ára.mætti gera það endurbætt.   Ég endudtek hvað er Bússirúlla og Bjöggæði? kveðja


Alltaf má fá annað skip og annað föruneyti

Ronaldo var fenginn á sínum tíma til Manutd.til að fylla skarð Beckham´s.Hann gerði það og gott betur reyndar allt önnur týpa.Hann var þeirrar gerðar sem alla langar að sýna í tvo heimana eftir að vera fíflaðir upp úr skónum.Hann átti á tímabili ekki sjö dagana sæla,vændur um nauðgun(HANN?) Auk púsins,afleiðing viðskipta hans við Rooney í heimsmeistarakeppninni síðustu.Þetta eiga ekki að vera eftirmælli,en grunurinn er áleitinn að hann verði afmunstraður í haust.Ég óska honum velfarnaðar.


mbl.is Botn í mál Ronaldo?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ófeigur! neei

                  kanski er hann birna

BROSið

Smile   Mikið eru margir höfundar bloggsins líkir mér,konur í bláum kjól,örlar ekki aðeins fyrir brosi,Monu Lísu brosi: "Is this your way to hide a broken heart",gamli gaurinn King Cole er ráðinn til að syngja fyrir mig,gaf hinum frí.Margir hafa samið tónlist um konur en er þetta ekki það eina um málverk af konu.Líklega vegna höfundarins Leonardo da Vinscy,(fæ bara skömm ef þetta er vitlaust skrifað)En á laugardag mætti ég allstaðar brosandi fólki konum og körlum,sem hjálpuðu mér að rífa plast utan af gosflöskum,ávaxtasöfum,abmjólk,sykri ofl.í lágvöruverslun,þetta er orðið mér um megn.Þau fengu hrukkótta brosið mitt að launum.Lifi brosið.

MANCHESTER

                       Mínir menn!   Til lukku.

Vor og sumarfrí

Það er komið vor,Divan er að fara í bloggfrí,en bloggið er svo sannarlega búið að hald mér selskap á kvöldin í vetur.Prófin eru að byrja og þar með vertíðin mín yfirseta í H.Í. Meistaradeildin í í fótbolta að ná hámarki söngvakeppni Evropu í maí og Íslandsmótið í fótbolta fer fljótlega af stað og þar með útivist við áhorf.Já árstíðirnar hver með sína sjarma þar sem vorið gefur vinnandi stéttum fyrirheit um sumarfrí,námsfólki tækifæri til tekjuöflunar gamlíngjum og heyfihömluðum auða jörð til yfirferðar,vonandi verða Drossíurnar og þeir sem þeim aka "spakir" í umferðinni.Gleðilegt sumar kæru vinir.


Nína

Nína vinkona mín er mikll aðdáandi Eurovision söngvakeppninnar,svo mikill að jafnvel Palli tekur henni ekki fram,en þetta veit ég þvi ég hef upplifað eftirvæntingu hennar,undirbúning,tilhlökkun.Hún var líka jafnan viss um að við yrðum á meðal efstu þjóða en þegar það gekk ekki eftir var hún sárreið þeim þjóðum sem gáfu okkur ekki stig,sérstaklega norðurlandaþjóðum.Svo kom að því að lag Eyjólfs NÍNA varð framlag okkar. Ég fullyrti að það væri ekki tilviljun hann hefði fengið "vitrun"og nú skyldi hún njóta Eurovisonkvöldsins sérstaklega.Allir vita hve strákarnir "okkar" fóru vel með þetta ég hafði engar sérstakar væntingar og er alltaf með hjartslátt þegar okkar fólk stígur á svið.en þeir voru hreint frábærir.                                          Nína veit hvað hún syngur en veit minna en lítið um íþróttir.       Einhverntíma á þessum árum tókum við að okkur frágang og þrif á vinnustofum og höfðum samband nær daglega til að mæla okkur mót.einu sinni sem oftar hringir hún út af því en er mikið niðrifyrir:Helga ertu búin að lesa um íþrottamanninn sem missti framan af tittlingnum, Ha!¨framan af ti..... í haða íþrótt? Ég veit ekki en hann sagði að mestu vonbrigði lífsins væru er hann missti framan af tittlingnum,    ég hugsa upphátt,Rugby,nei,skylmingum,hvizz,hvazz,nei "hann er alltaf varinn liggur ekki eins og gúrka til niðursneiðingar,er þetta Íslendingur?Bíddu ég skal gá þetta er í DV, hann heitir Ómar Torfason,,,,,,,hvað segurðu þetta er eitthvað grín,heyrðu bíddu ég næ í DV og les þetta sjálf.Viðtalið var við Ómar sem var atvinnumaður í fótbolta og segir í viðtalinu að mestu vonbrigði lífsins hafi verið er Fram missti af titlinum,   ég hló ég hló eg skelli skelli hlóg það leið langur tími þar til ég gat sagt Nínu að hún hefði lesið vitlaust "guð ég las þetta tvisvar"ekki segja þetta neinum ,ég stóð við það þar til hún varð 50tug þá fékk ég leifi til að segja það.Nína vinkona mín er yndisleg.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband