Fór ég of snemma suður?

                    Spyr sú sem ekki veit. Las grein Jakobs Kristinssonar og satt að segja hélt ég í fyrstu að þetta væri spaug, fór inn á bloggin sem gefin eru upp og sjá þeim er fúlasta alvara.BBV. samtökin komust að því í könnunum sínum að Vestfirðir eru að verða eitt af örfáum landsvæðum sem enn búa við nær ósnortna náttúru,það á að vera aðlaðandi  í augum erlendra aðila og laða þangað margskonar fyrirtæki,því tollar og vörugjöld væru engin,skattar á fyrirtæki væru 0,00 og tekjuskattur einstaklinga um 15%.Ég hrífst af stórhuga manneskjumen en í augnablikinu virkar þetta svo fjarstæðukennt,rétt eins og hugmynd mín að rækta skel í Dýrafirði (fæðingarstað mínum)já skel sem myndar ekta perlur.

Risa stökk

ÉG hef ríka ástæðu til gleðjast og fagna í dag.Heildarskáldverk Steinars Sigurjónssonar mágs míns hafa verið gefin út,þökk sé Steinarsfélaginu velunnurum hans,sem heillast hafa af stíl hans og heiðrað með þessum hætti.Þótt við fjölskilda hans gæfum okkur lítinn tíma til að lesa bækur hans þegar hann var tíður gestur og gaukaði að okkur eintökum,duldist ´mér ekki snilli hans þegar Karl Guðmundsson,Einar Kárason,Kristbjörg Kjeld lásu úr verkum hans fyrie nokkrum árum á Gauk á stöng.Steinar hafði afburða tómlistagáfur og á yngri árum heillaðist hann af jazzi,sem hann "smitaði"manninn minn af.Seinna hlustaði hann eingöngu á klassik og reyndi mikið að "troða" henni í hausinn á okkur en tókst ekki þá.Én í dag hugsa ég til jazzverksins sem við hlustuðum oft á með saxofónleikaranum Jhon Coltrane "GIANTS STEP" það á vel við í dag.

SAGA UM SJÓ

Ekki alls fyrir löngu hlustaði ég á viðtal við mann á útvarpi Sögu sem sagði og skýrði frá svo áhugaverðum staðreyndum í sambandi við nýtingu sjávarfalla til orkuframleiðslu.Þar sem ég var á keyrslu þegar ég hlustaði á þetta,náði ég ekki hver hann er,en Sigurður G.Tómasson ræddi við hann.Fróðlegt væri að sjá þetta með skýringamyndum í ljósvakamiðlum.Ef ég heyrði rétt skýrði hann frá því að Bretar væru komnir áleiðis með rannsóknir á þessu og önnur staðreynd að Breyðafjörður væri álitlegastur hér á landi vegna sérstakra aðstæðna.Sigurður G.Tómasson alltaf góður og finnur fróða og skemmtilega viðmælendur,þetta veit útvarpsstjóri Arnþrúður Karlsdóttir og hefur áréttað.

Hugleiðingar eftir Eurovisionkvöld

Gott Eurovisionkvöld á enda og úrslitin ágæt.  Mikið vildi ég þó að reglunum yrði breytt þannig að löndin mættu senda inn í keppnina lög sem hafa verið vinsæl í viðkomandi landi án þess þó að hafa náð útbreyðslu utan síns lands.  Þá yrðu gjaldgeng lög frá Íslandi eins og Bláu augun þín, Bjartar vonir vakna, Dagný, Tondeleyo, Don't try to fool me og Sóley, Sóley sem þó keppti í undankeppninni hérna heima og náði af óskiljanlegum ástæðum ekki í gegn..... og ekki má gleyma hinu stórfenglega lagi "To be grateful" eftir Magnús Kjartanson.

 Gæti talið fjölda laga í viðbót, en læt þetta duga að sinni.

 Til hamingju sigurvegarar kvöldsins og gangi ykkur vel í Serbíu - Áfram Ísland !!!

 

 

  

 

 


Hláturinn lengir lífið!

ER búin að eyða u.þ.bil 2klst. í að lesa sprenghlægileg blogg.Ætlaði að reyna að láta ljós mitt skína,með fyndinni mannlífssögu en læt hana bíða.Verð að vera betur "innvígð." Máltæki segir að hláturinn lengi lífið,svo er Sverrir Stormsker að drepa mig úr hlátri.Það minnir mig á góðlátlega verkstjórann í fiskvinnslu á árum áður,sem mátti þola hlátraskröll ungra stúlkna daglangt.Hann var ekkert að skammast,heldur sagði umburðarlindur:Hlægið þið bara stelpur mínar,hlægið þið bara,það lengir á ykkur lífið.    Misskildi máltækið karlanginn.

Alvöru hanaslagur

 Já,sannarlega ég tippa á mína menn og sendi þeim mitt hugarafl.Í fréttinni um þennan leik eru stjórarnir sagðir óttast framherja hvors annars Ronaldo er ekki framherji í orðsins fyllstu merkingu mín spá er að miðjumenn liðanna skipti sköpum þar er Fabrigas hjá Arsenal ofurkarl með "radar" í hausnum en vonandi endurræsist Shcoles og gerir út um leikinn,hann verður!! OG HANA NÚ.


mbl.is Óttast framherja hvor annars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er nú ;Sör;

Það eru ekki bara leikmenn sem gleðja okkur,stjórarnir líka með áliti sínu um alla skapaða hluti sem viðkemur fótbolta,vinsælastu íþróttagein heims.Ég sakna Jose Morinho fyrrverandi þjálfara Chelsie,skemmtilegur í svörum og sætur.Hvað með það ég tek undir með sir Alex forkólfar ensku úrvalsdeildarinnar bar að mínu áliti að kynna hugmyndir sínar fyrir knattspyrnustjórum og leikmönnum úrvalsdeildarinnar áður en þeir kynntu það fjölmiðlum, þó ber að virða við þá að þeir láku því ekki að firsti leikur þeirra utan Englands yrði í Smáranum, joke,vona innilega að Manutd. vinni alla leiki.
mbl.is Sir Alex öskuillur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband