Bloggsíða sem kallar sig Vantrú!

  Heldur úti bloggsíðu og skreytir með teiknifígúra trúfélagsins,sem líkist helst því sem teiknað er af ýmynduðum draugum,þeirra sem þykjast hafa séð þá.Athugasemd er ekki leyfð,en ættu að vera það vegna lágmarks kurteysis,því þar er ekkert nema atvinnurógur sem beinist að prestum þessa lands.Þessi vefur er á "hausa hlutanum" athugasemd er ekki virk,en bent á privat vef pistlahöfundar,fyrir þá sem vilja ræða málin. Ég geri kröfu um að Kristilega vefsíðan fái pláss á þessum áberandi stað,með skírskotun til andmæla á jafnréttisgrunni. Vona að stjórnendur verði við þeirri ósk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er þetta ekki geimvera? Annars er ég sammála þér að menn eigi ekki að gefa kost á athugasemdum. En það eru fleiri bloggsíður sem eru settar upp á sama hátt. Leiðinlegast finnst mér þegar athugasemdir koma ekki inn fyrr en síðuhöfundur hefur samþykkt þær. 

Jósef Smári Ásmundsson, 18.2.2016 kl. 16:16

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sammála þér Jósef t.d. þegar maður hefur virkilegan áhuga að leggja orð í belg og hefur lokið því,þá fær maður einn óeiginlegan gúmorinn á,ann. Líklega rétt hjá þér að þessi figúra er geimvera. já,takk fyrir innitið. 

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2016 kl. 17:16

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það að athugasemdir birtist ekki fyrr en síðuhöfundur hefur samþykkt þær, er ekkert annað en form af ritskoðun.  En hvað hafa "Vantrúarmenn" á móti því að einhverjir séu trúaðir?

Jóhann Elíasson, 18.2.2016 kl. 17:16

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt Jóhann,ég er eiginlega mest hissa á þessari áráttu,sem útheimtir svona mikla vinnu hjá þeim. Eiginlega ætlaði ég ekki að svara þessu,en fannst það svo furðulegt að mega ekki ræða það á síðu höfundar,heldur á einhverjum vef sem hann er með. -Þakka þér innlitið.

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2016 kl. 18:28

5 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Er einhver kristileg vefsíða íslensk sem leyfir óritskoðaðar athugasemdir? Annars er öllum frjálst að tjá sig á vantrú.is og málefnalegar athugasemdir birtar. Vantrú óttast ekki opna umræðu, en kristnir virðast óttast hana.

Brynjólfur Þorvarðsson, 18.2.2016 kl. 20:10

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég veit reyndar ekki um neina Brynjólfur en það afsakar ekki hitt. Mér finnst eðlilegt að fólk fái að tjá sig á bloggsíðunni sjálfri. þar eru líka athugasemdirnar fyrir allra augum.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.2.2016 kl. 20:44

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það trúa allir einhverju og Vantrúarmenn  eru þar eingin  undantekning. En trúarbrögð eru ekki öll eins og sum þeirra leifa ekki önnur trúarbrögð og svo virðist vera ástatt með Vantrú. 

Hrólfur Þ Hraundal, 18.2.2016 kl. 20:55

8 Smámynd: Rafn Guðmundsson

auðvitað á að leyfa athugasemdir á þessari síðu finnst mér - EN á meðan sumir hérna leyfa ekki athugasemdir eða ritskoða þær aður en þær eru birtar eða henda ef þær eru ekki þókknarlegar bloggara þá er lítið hægt að kvarta.  

Rafn Guðmundsson, 18.2.2016 kl. 22:44

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Brynjólur, mig minnir að sú kristilega hafi fengið ansi svæsnar athugasemdir,við hljótum að vera sammála um að það er ekki líðandi.Auðvitað hræðist þið ekkert,ef það er svo að þið eigið engan trúarlegan helgidóm. Nokkuð sem ég ætlaði að spyrja um fyrst í dag,en mér hugnast ekki að ræða nema allir sjái og komi þá inn í. 

Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2016 kl. 02:07

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hrólfur minn já,það trúa allir á eitthvað æðra. Fræðimenn eru líka forvitnir um framhaldslíf sem fylgir öllum trúarbrögðum og hafa gert rannsóknir um.

Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2016 kl. 02:20

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já Rafn þar kemur þú að því sem ég nefndi hér fyrr,um að þær eru þá meiðandi.- En þetta gerðist í dag og ég segi eins og Jóhann "hvað hafa Vantrúarmenn á móti því að einhverjir séu trúaðir".Í guðs friði.

Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2016 kl. 02:36

12 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Helga, kristnir mega sem sagt ritskoða hjá sér til að forðast "svæsnar athugasemdir" ... og hvernig færð þú það út að við "hræðumst ekkert" ef við höfum ekki trúarlegan helgidóm?

Væri það annars ekki betra ef menn lifðu ekki í stöðugri hræðslu? Mér finnst nú "trúarlegir helgidómar" frekar óaðlaðandi fyrirbæri ef þeir valda skelfiingu og ótta.

Hrólfur, það er rétt að það trúa allir einhverju. Persónulega trúi ég á að gott siðferði, mannúð og mannvisku. Þarf enga himnafeðga til að hjálpa mér í þeim efnum.

Brynjólfur Þorvarðsson, 19.2.2016 kl. 06:22

13 Smámynd: Óli Jón

Bloggsetur Kristilega krossbandalagsins heldur úti harðri ritstjórnarstefnu og svörtum listum undir stjórn Jóns Vals sem er manna leiknastur í að spila á lokunarlistana eins og á gamalt pípuorgel. Fagurlega orðaðar og málefnalega athugasemdir komast margar hverjar ekki í gegnum þann þykka múr.

Því er pínlegt að sjá kvartað yfir ritstýringu hjá öðrum, en hirða ekki um fallexi fjölbloggarans sem daglega heggur ótal margar athugasemdir í spað.

Óli Jón, 19.2.2016 kl. 15:56

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Er ég virkilega að segja þetta? Að kristnir menn megi ritskoða,en aðrir ekki.Ég var að gagnrýna að ath.semd var ekki leyfð í Vantrúarpistlinum.-Nei Brynjólfur,þér finnst "trúarlegur helgidómur"óaðlandi í öllum tilfellum,en kýst ýkjumálflutning að hann valdi okkur skelfingu og ótta? Líklegt er að andstyggileg skrif um kristni og kirkju,vekji upp reiði,sem er virkileg ástæða til að hræðast nú til dags.Ekki ósvipað og trúarleg afstaða mikilhæfs kennara hafði á skólayfirvöld,sem viku honum umsvifalaust úr kennarastarfi hans þar. -  Óli Jón! Ekki benda á mig,ég ber enga ábyrgð á skrifunum sem þú fjallar um. Hins vegar gekk ég í Kristilega flokkinn þegar við vorum á fullu að berjast gegn inngöngu í ESB. 
  
 

Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2016 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband