Þriðjudagur, 27.9.2011
Leifur Þorbergsson skipsstjóri; "Það var minn besti róður".
Gríp niður í viðtal sem sr.Gunnars Björnssonar átti við Leif Þorbergsson skipsstjóra,fósturbróður minn frá Þingeyri. Leifur var fd.21.des.1915 á Þingeyri. Foreldrar hans voru Jónína Benjamínsdóttir og Þorbergur Steinn Steinsson. Þetta viðtal birtistí í ,,Heima er best,, 1992.Mér finnst eftirtektarverð frásögn Leifs af ráðsmanni hjá athafna manninum Antoni Proppé. Hann átti 10 eða 12 kindur og heyjaði handa þeim með því að slá grasið í görðum fólks,með vasahnífnum sínum. Hann lýsir einnig hörkunni í prestkosningum,þar sem 2 ,sóttu um brauðið. Sigurður Haukdal og sr. Sigurður Z. Gíslason. Mikill hiti var í þeim kosningum,pabbi beytti sér fyrir að Sgurður Z.kæmist að,en Haukdælir studdu Sigurð Haukdal,enda átti hann mikinn fændgarð þar. Lyktir urðu þær að Sigurður Z. var kosinn( faðir jóns bassa í K.K. og afi Didda fiðlu).Ég var fyrsta fermingarbarn Sigurðar,skýrir Leifur frá, ég get bætt við að ég mun hafa verið fyrst í skírn hjá þeim merka presti.Á vottorðinu stendur greitt kr.4,70. Afkomendur séra Sigurðar Z voru á Þingeyri á sama tíma og ég árið 1991með gjöf (ljós á norðurgafli kirkjunnar,sem lýsir út á sjó), til minnigar um föður sinn og afa,sem hlaut þau örlög að,verða úti,á leið til messugjörðar í Hraunskirkju. Fyrirsögnin hér vísar til þess,sem er hvað merkilegast í þessu viðtali og er mér svo minnisstætt. Leifur segir móður sína (fósturmóður mína) hafa beðið sig að gera ekki sjómennsku að ævistarfi,en hún leifði að hann færi á síld á sumrin. Hann getur þess,að móðurminning sín,sé eins og fögur perla. Já Leifur silgdi um heimsins höf,eftir að móðir hans dó,þá fannst honum hann ekki hafa neitt að brjóta lengur. Hann var á síld fyrir norðan á Fróða einnig Fjölni á stríðsárunum, þeir skiptu við verksmiðjuna á Hjalteyri. Fjölnir var keyrður í kaf út við Írland í apríl 1945.Helmingi áhafnar var bjargað,en 5 menn fórust. Páll eigandi Fjölnis lét smíða bát,sem Hilmir hét,hann var í vikurflutningum frá Arnarstapa til Reykjavíkur.Hann fórst í Faxaflóanum og þar með allir skipsfélagar Leifs.Föðurbróðir hans var vélstjóri á Fjallfossi og réð Leif sem kolakyndara í Ameríkuferðir.þetta örlagaríka ár,því nú var stefnantekin á Stýrimannaskólann.Hann útskrifaðist þaðan 1944. Upp úr því fer ég að muna eftir honum bróður mínum. Hann silgdi á Hamónu 170 tonna flutningaskipi,sem komst aldrei hraðar en 7mílur.Hann fór söluferðir til Englands,sem aflögðust þegar stríðinu lauk. Ég man eftir Hamónu upp í fjöru,þar strandaði hún 17.des. 1945. Stýrishúsið af henni þénaði lengi sem flugskýli á Þingeyrarflugvelli. Egill á Hnjóti við Patreksfjörð,tók það síðan til varðveislu,þar sem hann kom á fót flugminjasafni. Það var minn besti róður; "Sú sjóferð sem skærast lýsir í minningu minni,átti sér stað,er við fórum á færabátnum Flosa í fiskiróður út af Dýrafirðnum,árið 1958. Vinur minn Egill Halldórsson frá Dýrhól,hafði komið hér að á opnum báti kvöldið áður,með 400 kílo af fiski. Við ýttum frá,vorum út af Barðanum í Norðaustan bræluskít. Þar var einnig Sæfari frá Þingeyri. Hann siglir í átt til okkar,en sjáum hann síðan hverfa upp í fjörð,við hugsuðum ekkert um það meir. Það er svo ekkert næði þarna lengur til þess að vera með færin úti,svo ég segi við strákana;Farið þið bara fram í strákar,ég ætla að kippa hérna upp á Sandvíkina undir Barðanum. Svo förum við að keyra upp. Þá sé ég einhverja trillu þarna hugsa,,getur Egill verið kominn út aftur.Í sama mund sé ég að þetta er bátur á hvolfi niðri í öldudal og mennirnir á kilinum. Ég kallaði strax á strákana sem voru komnir í koju fram í lúkar. Síðan legg ég að skipbrotsmönnum,finnst þeir vera að benda mér að ég eigi að leggja upp í. Þeir troða marvaðann og halda bátnum annar framan á,hinn aftan á. Ég legg svo að þeim þarna upp í báruna og gengur ágætlega að ná þeim inn. Báturinn fór náttúrulega niður um leið og þeir hreyfðu sig á kilinum. Þegar Héðinn skellur á dekkinu,segir hann,,Nú munaði mjóu,, Ég var flutt til Rvk. þegar þessi giftusamlega björgun átti sér stað.Einn af strákunum sem réru hjá Leifi,sögðust ekkert hafa skilið í kallinum,þegar hann tók þessa líka örlagaríku ákvörðun. Sjálfur sagði hann mér þótt ekki komi hér fram,að honum hafi fundist´eins og tekið væri í stýrið. Hann sem aldrei hafði nefnt neitt þvílíkt,meðan ég ólst upp með þessum elskulegu köllum.En blessuð sé minning þeirra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
-
andres08
-
annabjorghjartardottir
-
benediktae
-
eggman
-
eeelle
-
coke
-
zumann
-
godmarino
-
hreinn23
-
halldorjonsson
-
heimssyn
-
hildurhelgas
-
hhraundal
-
haddih
-
ingagm
-
ingibjhin
-
kreppan
-
jensgud
-
islandsfengur
-
jonvalurjensson
-
huxa
-
eyjapeyji
-
photo
-
kolbrunerin
-
krist
-
kristjan9
-
krissi46
-
lindagisla
-
altice
-
larahanna
-
maggib
-
pallvil
-
ragnar73
-
fullvalda
-
ziggi
-
snj
-
sighar
-
stormsker
-
saemi7
- kerfi
-
asthildurcesil
-
astromix
-
kermit
-
thjodarheidur
-
agla
-
axelaxelsson
-
bjarnijonsson
-
dansig
-
einarbb
-
bjartsynisflokkurinn
-
fornleifur
-
frjalstland
-
geiragustsson
-
gudjonelias
-
bofs
-
noldrarinn
-
tilveran-i-esb
-
gustafskulason
-
hlf
-
kliddi
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
naflaskodun
-
johanneliasson
-
jonmagnusson
-
prakkarinn
-
ksh
-
kristinthormar
-
kk455
-
lifsrettur
-
loncexter
-
maggi-phil
-
maggiraggi
-
omargeirsson
-
svarthamar
-
predikarinn
-
raksig
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
ollasak
-
solbjorg
-
stendors
-
theodorn
-
skolli
-
valur-arnarson
-
vinstrivaktin
-
tsiglaugsson
-
thordisb
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 148540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mundi eftir þessari grein,sem er miklu lengri, þegar ég fékk fréttabréf frá Dýrfirðingafélaginu,sem tilkynnir árshátíð félagsins 8.okt. í Stangarhyl 4, 110 Rvk.
Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2011 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.