Þriðjudagur, 28.9.2010
Sjálfur Össur
Talar hér um að Ísraelar hafi engu gleymt. Hann er að vísa í þá ákvörðun þeirra að meina íslenskum friðargæslumönnum að fara inn á Gasa,með gervilimi og önnur hjálpargögn. Það er auðvitað sorglegt að þar sem ófriður ríkir eru allir tortryggðir,auk þess í tilfelli Ísraela verða þeir að tryggja að friðargæslumenn verði ekki fyrir skakkaföllum,afhverju? Vegna þess að þeim yrði kennt um ef illa færi. Engu gleymt!? Þeirra saga er samt skrifuð í mannkynssögur,og er ekkert í Sögu þjóða heims hægt að bera saman við það sem þeir hafa mátt þola. Jafnvel Fidel Castro áréttaði í viðtali í Bandaríska tímaritinu The Atlantic,að Israelar hafi í 2000 ár mátt þola einelti og fjöldamorð,þeir rægðir,kennt um allt,er átök brjótast út. Aldrei múslimum. Já engu gleymt!!! Þeir hafa þó lært að vera alltaf á verði. Væri setið um heimili okkar,með áreitni,hvað þá augljósum ásetningi að reka okkur út í dauðann,leituðum við ekki allra ráða til að komast af,hvað þá ef við værum með börnin okkar.Á þeirri sífelldu vakt gæti vörn ,orðið árás. Þingmenn íslands hafa játað að óþægindi fylgdu þöglum mótmælum fyrir utan heimili þeirra. Ég óska þess innilega að takist að koma á varanlegum friði. Því miður er ég ekki bjartssýn,a.m.k. eins allt er í dag.
Já ég dottaði á fundi SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- andres08
- annabjorghjartardottir
- benediktae
- eggman
- eeelle
- coke
- zumann
- godmarino
- hreinn23
- halldorjonsson
- heimssyn
- hildurhelgas
- hhraundal
- haddih
- ingagm
- ingibjhin
- kreppan
- jensgud
- islandsfengur
- jonvalurjensson
- huxa
- eyjapeyji
- photo
- kolbrunerin
- krist
- kristjan9
- krissi46
- lindagisla
- altice
- larahanna
- maggib
- pallvil
- ragnar73
- fullvalda
- ziggi
- snj
- sighar
- stormsker
- saemi7
- kerfi
- asthildurcesil
- astromix
- kermit
- thjodarheidur
- agla
- axelaxelsson
- bjarnijonsson
- dansig
- einarbb
- bjartsynisflokkurinn
- fornleifur
- frjalstland
- geiragustsson
- gudjonelias
- bofs
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gustafskulason
- hlf
- kliddi
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- naflaskodun
- johanneliasson
- jonmagnusson
- prakkarinn
- ksh
- kristinthormar
- kk455
- lifsrettur
- loncexter
- maggi-phil
- maggiraggi
- omargeirsson
- svarthamar
- predikarinn
- raksig
- samstada-thjodar
- fullveldi
- ollasak
- solbjorg
- stendors
- theodorn
- skolli
- valur-arnarson
- vinstrivaktin
- tsiglaugsson
- thordisb
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Athugasemdir
Góð skrif og sanngjörn, Helga. – Já, "þingmenn Íslands hafa játað að óþægindi fylgdu þöglum mótmælum fyrir utan heimili þeirra," en hvað mættu þeir þá segja, ef þeir byggju við það, að fermingarveizlur þeirra eða kaffihús, þar sem þeir fengju sér 10 dropa og meðlæti, væru sprengd upp, eins og Ísraelsmenn þurftu ítrekað að búa við, áður en varnarmúr þeirra var reistur, og eins og Ísraelar í nágrenni Gaza eiga enn yfir höfði sér?
Þarna ber sannarlega að horfa á fleiri en eina hlið mála, ég játa það vissulega, en það væri líka fróðlegt að fá að vita, hvort það sé rétt, sem dr. Vilhjálmur Örn fullyrðir, að löngu sé fullnægt þörf hinna slösuðu Gaza-manna, þ.e. eftir loftárásir Ísraelsmanna þar í síðustu hrinu, fyrir gervi-útlimi.
Hér er spurt fremur en fullyrt.
Jón Valur Jensson, 28.9.2010 kl. 14:54
Þetta er nú ekkert einfalt mál til úrlausnar. Ef skoðaðar eru tölur um mannfall gyðinga í þessum átökum á móti Palestínumönnum fær maður enga samúð með gyðingum.
Maður veit nú ekki alveg hvort maður á að gráta eða hlægja þegar þú segir að múslimum sé aldrei kennt um neitt. Ég veit ekki betur en múslimum sé einmitt kennt um flest öll hryðjuverk sem fréttnæm hafa talist hér á undanförnum árum, að undanskyldum aðgerðum Breta gegn okkur Íslendingum í hrunadansinum.
Að kenna múslamskri trú um þessi hryðjuverk er eins og að kenna kristinni trú um öll innbrotin hér á landi því þau eru flest framin af kristnum mönnum.
Ég sé ekki betur en saga allra trúarbrgða geymi mikið og óheft ofbeldi gagnvart saklausum einstaklingum. Bara hér á okkar góða litla landi var konum drekt og fólk brennt á báli fyrir engar sakir. Þeir sem það gerðu gerðu það í nafni kristinnar trúar.
Það er vandamál í öllum trúarbrögðum þegar ofbeldisfullir menn finna hjá sér hvöt til að leit réttlætis með ofbeldi og gera það í nafni trúar, sama hverju nafni sú trú nefnist.
Landfari, 28.9.2010 kl. 17:37
"Á okkar góða litla landi var konum" EKKI drekkt í kaþólskum sið, það kom með Stóradómi í lútherskum sið, vegna siðferðis- og sifjaréttarbrota; og galdrabrennurnar 27 fóru fram á 17. öld, fyrir utan eina í kaþólskum sið, þar sem þó er líklegra, skv. heimildum, að meint sök hafi verið, að viðkomandi hafi selt djöflinum sál sína.
Það eru ekki öll trúarbrögð eins og hafa ekki öll sömu áhrif. Að halda slíku glaðhlakkalega fram án ýtarlegs rökstuðnings væri að sniðganga málefnalega rannsókn þeirra mála.
Að endingu: Engin innbrot hér á landi tengjast trúarafstöðu, það ég viti, en margt af hryðjuverkum á alþjóðavettvangi á þessari öld virðist beinlínis af trúarástæðum eða vegna haturs á trú annarra, sbr. ýmis fjöldamorð súnníta á sjítum og gagnkvæmt, einnig múslima á kristnum í Pakistan og Nígeríu og jafnvel múslima á hindúum.
Ekki veit ég, hvort Landfari er múslimi, en óvenjuoft eru þeir gerendur í þessum hrikalegustu málum.
Jón Valur Jensson, 28.9.2010 kl. 18:38
Heyr, heyr Helga....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.9.2010 kl. 02:31
Jón Valur, ég sagð aldrei að konum hefð verið drekkt í kaþólskum sið. Það virðist rökrétt niðurstaða úr athugasemd þinni að minnst ofbeldi sé hjá kaþólikkum. Þá virðist hinsvegar ekki skorta barnaníðinga meðal sinna presta ef márka má fréttir undanfarinna ára.
Það hefur hinsvegar gersamlega farið framhjá þér Jón Valur það sem ég var að reyna að segja og það er að þó að hryðjuverkamenn séu múslimar þá eru múslimar ekki hyðjuverkamenn frekar en að kristnir menn séu innbrotsþjófar þó að innbrotsþjófar séu kristnir.
Ég var að benda á að ofbeldismenn í gegnum tíðna hafa réttlætt gerðir sínar með tilvísun í fleiri trúarbrögð en múslimatrú.
Þjóðir heims eru misjafnlega langt komnar á þroskabrautinni að sjá að ofbeldi leysir sjaldnast vandann. Held að það hafi lítið sem ekkert með trúarbrögð að gera.
Á sama hátt og alkahólisti getur alltaf fundið ásæðu til að réttlæta drykkjuna sína geta ofbeldismenn alltaf fundið einhverja ástæðu til að beita ofbledi.
Evrópa virðist kominn lengst á þroskabrautinni í þessum efnum, Ameríkumenn eru enn að fara með ófriði á hendur öðrum þjóðum endlausar skærur milli gyðinga og palsestínumanna ætla engan endi að taka.
Við vitum náttúrulega að það eru fjárhagslegir hagsmunir sem kynda undir ófriði manna og þjóða í milli.
Landfari, 29.9.2010 kl. 16:49
Þakka fyrir innlitið Landfari,kærar þakkir Jóna Kolbrún og Jón Valur. Viljum við vera nákvæm,hafði ég það eftir Castro,,aldrei múslimum.,, Ég ætla að segja ykkur að ég er í tölvu,annarri en þeirri sem ég gerði færsluna á. Hún lætur illa að minni stjórn þessi ,hef þurft mörgu sinni að byrja upp á nýtt. Við komum ekki að tómum kofanum hjá Jóni Val í trúarbragðasögu,verð að senda þetta,enda að passa barn,kveðja.
Helga Kristjánsdóttir, 1.10.2010 kl. 20:45
Þakka þér, Helga.
Það er rétt hjá þér, landfari, að það virðist ekki skorta barnaníðinga meðal kaþólskra presta "ef marka má fréttir undanfarinna ára." Þá skortir reyndar heldur ekki meðal almennings eða alls konar umönnunaraðila, sem og meðal annarra presta en kaþólskra, en samt gerist þetta hjá pínulitlum minnihluta, svo að það sé á hreinu.
Ég sagði aldrei, að múslimar almennt væru hryðjuverkamenn, en samt er allt rétt sem ég sagði um þessa atburði meðal þeirra.
Þetta hefur svo sannarlega með trúarbrögð gerendanna, þó að þeir séu ekki endilega í meginstraumi (hófsamari gerðar) islams. Þú veizt, að wahabítisminn er ekki öfgalaus.
Jón Valur Jensson, 2.10.2010 kl. 00:29
... trúarbrögð gerendanna að gera!
Jón Valur Jensson, 2.10.2010 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.