Golf og glens stórfjölskyldunnar í Þorlákshöfn.

     Veðrið leikur við okkur þessa daga,því skal njóta og nýta það í botn. Það gerðu nokkur frændsystkin,forfallnir golfspilarar,sem tóku sig saman um að reyna sig í golfi. Sonur minn sem býr í Þorlákshöfn, pantaði golfvöllinn og heimili þeirra hjóna varð aðsetur hópsins. Ég gætti þess að skella mér ekki austur fyrr en ætla mætti, að þau hefðu lokið 18 holunum. Þau komu glöð og reif,discouterandi um leik sinn og árangur.--- Boðið var upp á humarsúpu,brauð og eftirrétt.--- Þeim var líka umhugað um seinni leik Breiðabliks gegn Motherwell,enda öll átt einhverntima heima í Kópavogi,sum alin þar upp,önnur leikið með liðinu.   Gat ekki stillt mig um að leiða umræðuna að "ástandinu" í þjóðfélaginu. Niðurstaðan var að hér væri verið að hneppa allt í dróma,frumkvæði,metnað,hagsæld..        Áhugaleysi afgreiðslufólks.bar á góma,þess sem ekki á búðirnar sjálft og dæmi tekin;  Kúnni í skartgripa verslun spyr:,,hvað kosta þessir krossar,? afgreiðslustúlka: Kr.4000.- og 5000.-með kallinum á. Kona í stórmarkaði spyr kassa -dömu um mismuninn á innihaldi tveggja pakkninga,daman veit það ekki,svo konan segir;ég ætla bara að fá hvortveggja.Kassa-daman snýr sér að þeirri á næsta kassa og spyr hvað það þýði   (hvortveggja)  ,hún ætlar að fá bæði,ég hef lent í þessu,svarar hún. Svo einn enn,tengdadóttir mín fór í bakarí og bað um vínabrauðslengju.  Ætlarðu að taka hana með þér eða borð,ana hér? Auðvitað settum við á svið,þar sem hún úðaði heilli lengju í sig.  Já það var kátt þarna á Laugardagskvöldið. Eða eftirmiðdag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eftir rúm3ár á blogginu,er ég núna fyrst að ná (eða nenna) að setja inn mynd. Kristján.Arnar,Júlíus,(synir mínir)karen Eva(barnabarn),Guðrún hulda(tengdadóttir)Sævar Ben(systursonur eigin manns míns) Agla Hreiðars(bróðurdóttir eiginmanns míns) Jónina,dóttir mín. Þyrfti að vera hjá Ásthildi,sjá hvernig hún fer að.

Helga Kristjánsdóttir, 18.7.2010 kl. 13:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að skemmta sér saman með fjölskyldunni Helga mín.  Þessar sögur sem þú segir af afgreiðslufólki eru dálítið hrollvekjandi en ég veit að þær eru sannar.  Það er að myndast gjá milli talsmáta ungs fólks og svo okkar sem eldri erum.  Og sammála því að hér er verið að drepa allt í dróma.   Finn það mjög vel hjá sjálfri mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2010 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband