Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sjálfur Össur

       Talar hér um að Ísraelar hafi engu gleymt. Hann er að vísa í þá ákvörðun þeirra að meina íslenskum friðargæslumönnum að fara inn á Gasa,með gervilimi og önnur hjálpargögn. Það er auðvitað sorglegt að þar sem ófriður ríkir eru allir tortryggðir,auk þess í tilfelli Ísraela verða þeir að tryggja að friðargæslumenn verði ekki fyrir skakkaföllum,afhverju? Vegna þess að þeim yrði kennt um ef illa færi. Engu gleymt!?     Þeirra saga er samt skrifuð í mannkynssögur,og er ekkert í Sögu þjóða heims hægt að bera saman við það sem þeir hafa mátt þola. Jafnvel Fidel Castro áréttaði í viðtali í Bandaríska tímaritinu The Atlantic,að Israelar hafi í 2000 ár mátt þola einelti og fjöldamorð,þeir rægðir,kennt um allt,er átök brjótast út. Aldrei múslimum.   Já engu gleymt!!! Þeir hafa þó lært að vera alltaf á verði. Væri setið um heimili okkar,með áreitni,hvað þá augljósum ásetningi að reka okkur út í dauðann,leituðum við ekki allra ráða til að komast af,hvað þá ef við værum með börnin okkar.Á þeirri sífelldu vakt gæti vörn ,orðið árás.            Þingmenn íslands hafa játað að óþægindi fylgdu þöglum mótmælum fyrir utan heimili þeirra. Ég óska þess innilega að takist að koma á varanlegum friði. Því miður er ég ekki bjartssýn,a.m.k. eins allt er í dag.  
mbl.is „Já ég dottaði á fundi SÞ“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

""DRASLIÐ"", sem stendur út úr Íslandi

  Hvað er nú það? Væri ég spurð,dytti mér fyrst í hug orðaflaumur utanríkisráðherra í erindagjörðum erlendis. Þótt það væri ekki fjarri lagi!     Þessi orð mælti  táningstelpa,á leið með ferjunni Baldri,yfir Breiðafjörð. Hún var að segja vinkonu sinni að hún hefði aldrei komið á ,,draslið sem stendur út úr Íslandi.,, hún átti við Vestfirði blessað barnið, ekki munað heiti þess.Ég lét vera að upplýsa hana ,en fannst þetta launfyndið,um leið og ég hugsaði að þannig litu samgönguráðherrar á landsvæðið,þar sem vegirnir á sunnan verðum Vestfjörðum,eru þeir verstu kaflar sem ég hef farið yfir. Nokkrir höfðu nýlega brotið hásingu undan bílum sínum,á leið sinni þar um.    En leið mín vestur með systrum mínum tveim,var ,,ferð án fyrirheits,, akandi kellingar, sprellandi eins og táningsstelpur. Skratti er bensínið orðið dýrt,ég hafði á orði við þær að við gætum fjármagnað ferðina,með berjatýnslu,en það dugði ekki því engin okkar getur staðið upp,án harmkvæla,eftir að hafa lagst í fósturjörðina. Lítum þá við í veiðihúsi dóttur einnar okkar,þar eru forríkir útlendingar að renna fyrir laxi. Já þú meinar! Já,þeir borga mikið fyrir að skoða hvali,sem rétt skjóta upp kryppunni,því skyldu þeir ekki borga fyrir að skoða orginal íslenskar kellingaflennur. Þannig héldum við áfram að öllu leiti eins og táningstelpurnar,nema að utan,fyrr en varði vorum við í Tálknafirði,þar sem dóttir elstu systur minnar beið með kræsingar og tilbúinn svefnstað.  Dýrafjörður var næsti áfangastaður,þar dvöldum við í 3 daga. Minn elskulegi fjörður  hafði upp á svo margt að bjóða. Á landakorti lítur hann út eins og mjó ræma með sjó í,en þvílíkt undirlendi,að Söndum alla leið í Haukadal. Þar á leiðinn er flugvöllurinn og fjöllin svo langt frá,að ég þyrði meira að segja að fljúga þangað.. Gaman væri að vita hvort það er rétt,að vara millilandaflugvöllur komi til greina að verða þarna staðsettur. Kveðja til allra sem við hittum á leið okkar.

Hitti ég Uffe Ellemann,

               Vildi ég segja:,,Við erum enn þá í sjokki eins og svo oft áður,en hafðu ekki áhyggjur það lagast,en þú ert danskur það lagast aldrei.
mbl.is Segir of snemmt að fara í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðtogi í góðæri,skúrkur í kreppu.

      Er fyrirsögn meistaraprófs ritgerðar í mannauðsstjónun,Júlíusar Steins Kristjánssonar.Hann flytur erindi í haust á Þjóðarspegli,ráðstefnu í Félagsvísindum(X1). Ritgerðina má sjá í heild á Skemman .is. Ég las þessa grein yngsta sonar míns fyrst eftir að hún birtist á netinu,en hún er 142 síður,hann hlaut 9,5 í einkunn fyrir hana. Ég leit aðeins yfir hana aftur núna og las eftirfarandi;  Á bloggsíðum má lesa skoðanir manna,sem fylkja sér á bak við ráðleggingar ýmissa sérfræðinga,sannfærðra um ágæti sitt. Ég er að skrifa þetta eftir minni,en datt þetta í hug því ég vissi ekki að hann læsi blogg. Reyndar hafði hann sagt mér fyrir löngu að hann kíkti á blogg mitt og Sverris Stormskers,sem er í uppáhaldi hans.  Við sem ölum upp börn getum ekki vitað hvaða stefnu þau taka. Þessi sonur minn byrjaði í húsgagnasmíði,var í Iðnskólanum í 2 ár. Á þeim tíma var þessi iðngrein hreinlega að lognast út af.þá söðlaði kall um og hóf nám í sálarfræði. Nú er hann hvattur til að taka doctorinn,en það kostar pening,hann þarf að framfleyta fjölskyldu.

Landaframleiðsla.

            Hér áður fyrr brugguðu menn landa,til að drýgja tekjur sínar,var nokkurskonar auka-búgrein. Þeir voru eðlilega hundeltir af pólitíinu,en urðu að vera staðnir að verki,svo handtaka mætti þá.     Bóndi nokkur var grunaður um slíkt athæfi,en Sýslumanni ekki tekist að færa sönnur á það. Hann hugðist í eitt skipti fyrir öll ná sönnunargögnum. Gerð var út vösk sveit löggumanna,sem leituðu m.a. í öllum útihúsum og að endingu fundu þeir bruggáhöld undir heyi í hlöðunni. Hróðugir veifuðu þeir þeim framan í meintan brotamann og sögðu;  "Sko vissum við ekki,hérna höfum við það svart á hvítu,fullkomin bruggáhöld" Bóndi svara bísna rólegur; "Jú,þetta eru stólpagræjur, en það sannar ekki að ég hafi notað þau til Landaframleiðslu,þið gætuð allt eins sakað mig um að hafa nauðgað konu."     "Jæja kallinn,hefurðu það kanski á samvislunni líka? spyrja þeir. Nei,nei,en ég hef tólin. Góð vörn.
mbl.is Landamálið telst upplýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Golf og glens stórfjölskyldunnar í Þorlákshöfn.

     Veðrið leikur við okkur þessa daga,því skal njóta og nýta það í botn. Það gerðu nokkur frændsystkin,forfallnir golfspilarar,sem tóku sig saman um að reyna sig í golfi. Sonur minn sem býr í Þorlákshöfn, pantaði golfvöllinn og heimili þeirra hjóna varð aðsetur hópsins. Ég gætti þess að skella mér ekki austur fyrr en ætla mætti, að þau hefðu lokið 18 holunum. Þau komu glöð og reif,discouterandi um leik sinn og árangur.--- Boðið var upp á humarsúpu,brauð og eftirrétt.--- Þeim var líka umhugað um seinni leik Breiðabliks gegn Motherwell,enda öll átt einhverntima heima í Kópavogi,sum alin þar upp,önnur leikið með liðinu.   Gat ekki stillt mig um að leiða umræðuna að "ástandinu" í þjóðfélaginu. Niðurstaðan var að hér væri verið að hneppa allt í dróma,frumkvæði,metnað,hagsæld..        Áhugaleysi afgreiðslufólks.bar á góma,þess sem ekki á búðirnar sjálft og dæmi tekin;  Kúnni í skartgripa verslun spyr:,,hvað kosta þessir krossar,? afgreiðslustúlka: Kr.4000.- og 5000.-með kallinum á. Kona í stórmarkaði spyr kassa -dömu um mismuninn á innihaldi tveggja pakkninga,daman veit það ekki,svo konan segir;ég ætla bara að fá hvortveggja.Kassa-daman snýr sér að þeirri á næsta kassa og spyr hvað það þýði   (hvortveggja)  ,hún ætlar að fá bæði,ég hef lent í þessu,svarar hún. Svo einn enn,tengdadóttir mín fór í bakarí og bað um vínabrauðslengju.  Ætlarðu að taka hana með þér eða borð,ana hér? Auðvitað settum við á svið,þar sem hún úðaði heilli lengju í sig.  Já það var kátt þarna á Laugardagskvöldið. Eða eftirmiðdag.

Úr Stuðlamálum,vísnasafn alþýðuskálda, Herdís Andrjesdóttir

          Ólst upp hjá vandalausu fólki og naut engrar mentunar á borð við það sem unglingar í dag njóta.  Mun ævi hennar og tvíburasystur hennar Ólínu hafa verið baráttukennd, að ýmsu leyti,en    lítt kvartað yfir erfiðleikunum.Þess kennir víða í kvæðum hennar,að skáldagáfan,hefur oft stytt henni stundirnar langar. Henni hefur verið unun og svölun að vel kveðinni vísu.   Hverfum snöggvast ca 87 ár aftur í tímann,setjum okkur inn í afþreyingu blásnauðra þeirra tíma.

                                            17.júní, 1923
     
                                     Engin glæta sólar sjer,
                                     seint vill bætast hagur.
                                     Það er væta,því er ver;
                                     þessi grætur dagur.

                                     Fegri áður sástu sjón
                                     sókn var háð með snilli
                                     þegar ráðum rjeði Jón
                                     reifður dáð og hylli.       

                                       VERÖLDIN
            
                                    Veröld heldur sínum sið;
                                    Sönnum kærleik bana;
                                    henni er ei vandgert við
                                    veslings smælingjana.

                                    Oft mig hefir undrað það,
                                    augum blöskrað mínum
                                    hvernig flagðið flaðrar að
                                    fjelagslimum sínum.

                                    Hirðir lítt um þína og þig
                                    þreytt um völl að glíma,
                                    Aldrei nema sína og sig
                                    sjer hún nokkurntíma.

                                    Ber hún seinna úr bítum gjald
                                    breytni fyrir sína;
                                    þá mun hennar vonskuvald
                                    verða alt að dvína.

                                     Máltækið segir;  Tímarnir breytast og mennirnir með.
                                                  
                                                                

                                        

 


Engu líkara en Evrópusambandið hafi sótt um aðild að Íslandi.En ekki öfugt.

       Fréttablaðið birtir úr bloggi Jónasar Kr. í dag að þeim (mótmælendum ESB) finnist hneysklanlegt,að sambandið,geri vel við  nokkra stuðningsmenn sína. Hann minnir svo á að Nato hafi áratugum saman boðið hægri sinnuðum þingmönnum,álitsgjöfum,blaðamönnum til Brussels og Norfolks. Er hægt að leggja þetta að jöfnu,við vorum í Nato ( Atlantshafsbandalaginu.),við erum ekki í ESB   og þeir hafa sjálfir opinberað vitneskju sína um að fleiri Íslendingar séu á móti inngöngu í ESB,en hlynntir.

Gleðilegan þjóðhátíðardag 17. Júní

                     Jóhanna forsætisráðherra er að flytja hátiðarræðu sín á Austurvelli. Öllum geta orðið á,einnig þeim hæstvirtu. Þótt mér þætti ekkert leiðinlegt að eiga Jón Sigurðsson forseta fyrir sveitunga,verð ég að leiðrétta mismæli forsetisráðherra,Jóhönnu Sigurðardóttur,hún sagði Jón forseta hafa fæðst þennan dag,að Hrafnseyri við Dýrafjörð,en Hrafnseyri er við Arnarfjörð,hún á eftir að átta sig,því auðvitað veit hún þetta eins og hvert mannsbarn á Íslandi.

Í Rustenburg

                 gerðu gamlir bandamenn jafntefli í fótbolta.Eftir því sem ég man frá fyrri H.M. keppnum,eru fyrstu leikir liðanna í riðlakeppninni,yfirleitt ólikir því sem maður væntir af þeim. Þau sterku, sem er spáð sigri eru að valda vonbrigðum og hin lakari að koma á óvart. Bretar sem eru í miklu uppáhaldi hér á landi,þóttu ekki standa undir væntingum. Aftur á móti eru Bandaríkjamenn að bæta sig,þótt ég læsi leik þeirra þannig að fótbolti sé þeim ekki ástríða,líkt og suður-Ameríku-liðunum og mörgum Evrópuliðum.   Liðin sem komast upp úr riðlunum,sýna nær undanteknigalaust,betri leiki þar,þá á maður von á því óvænta. Mér finnst ekkert mikið að horfa á 3 leiki sama daginn,en fórnaði leik suður-Kóreu í dag vegna útskrifta H. Í í Laugrdagshöll,þar sem sonur minn fékk Meistaraprófsskýrteini sitt í Mannauðsstjórnun. Hefði gjarnan viljað vera á Akureyri við útskrift dóttur minnar BA í Nútímafræði. Það gerist svo oft margt í einu,meðan það er af hinu góða er það í lagi.    Margir eru argir út í Ruv. fyrir að hnika fréttum vegna H.M. í fótbolta.  Ég veit alveg hvernig það er að þykja dagskrá leiðinleg,en alveg væri mér sama þótt fréttir færðust til. Mig minnir að eldhúsdgsumræður fyrr á árum hafi haft forgang og þá fréttum seinkað. Ég ætla ekki að hafa áhyggjur af þessu,mundi kaupa stð2 sport á veturna hefði ég efni á því.  En núna ætla ég njóta þess að horfa samviskulaus á HM. í fótbolta.
mbl.is Capello: Ein mistök í góðum leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband