Færsluflokkur: Bloggar

STICK´M UP

                      Nei, sómi Íslands sverð og skjöldur,
                         lifi með okkur.

                                      
                              

                                                                                                              

                                                           


Hringt frá Capas.Gallup

  Rétt þegar ég var að tygja mig á völlinn,að sjá Breiðablik-- Val í kvenna boltanum.Féllst á að svara´,fyrir forvitni sakir. Hugsaði meðan á spurningaflóðinu stóð,hvort viðkomandi væri ekki upp á lagt að velja  þá sem spurðir eru eftir aldri.        Alltént voru spurningarnar þess eðlis,að þeir sem sömdu þær, máttu vita að kona á mínum aldri myndi aldrei svara nema nei.  Blessaður drengurinn sem spurði var með þeim hraðmæltari,sem ég hef lent í. Ekki man ég þær nú allar orðréttar. En flestar byrjuðu e,hv.á þessa leið;Hversu líklegt er að þú hefjir rekstur fyrirtækis innan 3mán.6mán?  og svo svar möguleikar,það var bara nei,nei,nei  hjá mér.             Er þegar í vinnu við að ná í ungan dreng nokkru sinni í mán, Svo og að sitja yfir í prófum hjá H.Í. ef ég verð ekki að hætta því vegna hækkaðs frítekjumarks aldraðra. Hefja rekstur!! ekki nema það þó! Hvaða þrek hafa gamlingjar í það?Gæti kanski unnið í síma á "Rauða Torginu",alltaf verið að auglýsa eftir "daðurdrósum".Gæti stofnað rekstur með nokkrum raddgóðum,kunnum þetta alveg,Tra ram tra ram tra Raaaaa.     

Hagyrðingur mótmælir inngöngu í EES á sínum tíma.

                       Einn daginn er kýrin í fjósinu frönsk
                       og flestallir kálfarnir grískir,
                       kofinn er hollenskur,kerlingin dönsk
                       og krakkarnir spænskir og Þýskir.
                                
                             Höf.Björn Ingólfsson,skólastjóri á Grenivík.
                       
               Fallegt á Grenivík og stutt að keyra frá Akureyri.Þangað ætlaði ég á ættarmót fyrir nokkrum árum en varð að hætta við.Það varð því ekki af að ég hitti þar afkomendur ömmusystur minnar þar,Aðalheiðar Kristjánsdóttur,kanski er höfundur vísunnar frændi,þessvegna er hún í mínum fórum.                 

Jarðskjálfti

     Hvað var hann stór þessi 5,5 eða hvað. Man eftir 17,júní skjálfta um árið. Ég var spurð hvort eg hefði fundið skjálftann,nee ja líklega ég hélt þetta hefði verið strákarnir að hlaupa niður stigann.Missi oft af kikkinu en ekki núna.Vonandi skemmdist ekkert og engin meitt sig.

"Kynnin af mjög nánu tagi"

            Segir í frétt um að David Beckham hafi verið dæmdar bætur frá Daily Star dagblaðinu.             Blaðið hefur örugglega haft meir en sem bótunum nemur. Svona fréttir selja,en eru svo alrangar, nokkuð augljós tilbúningur,því David gat ekkert í leiknum, liklegra að segja hann hafa gert sér dælt við,Marianna Fogarasy fyrir leik.
mbl.is David Beckham fær bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ronaldo

           Þessi knattspynusnillingur er á leið til Real Madrid. Ég fagna því heilshugar,ekki svo að skilja að ég vilji ekki Manutd. allt það besta,en ég var farin að skynja hve árangur liðsins valt mikið á framlagi hans.       Að vera slíkur yfirburða maður,útlendingur í enska boltanum,kostar áreiðanlega sitt .       Það er kominn tími til að breyta.  Láta æsku drauminn rætast.  Njóta hæfileika sinna með topp tekniskum í nálægð heimalandsins,þar sem líkur eru á að landar hans muni fjölmenna og kvetja.         Það verður spennandi fyrir mig að sjá spænska boltann,en Real Madrid er lið nr 2 eftir M.U.  ´Verð þá að skutlast til þeirra barna minna sem hafa aðgang. Hafðu þökk Ronaldo.   
mbl.is Ronaldo útskýrir af hverju hann yfirgefur United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar bara bolta á Reyjanestána

               Þá er þetta lifandi auglýsing fyrir íslenska getspá.            "Tippið á morgun þið getur unnið nokkrar skrillur."  Steinunn Jakobsdóttir útilokar ekki,að það komi fleiri spörk, þau urðu nú harðari með kvöldinu. Alla vega er hlé nú sem stendur.
mbl.is Reykjanes skelfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

´ Ég bý í Skjaldborg

                   
         Stærstu borg Íslands!!       Bogrgarstjóri?' Þurfum engan, nýtt system.
          
                                  
mbl.is 130 þúsund á fjölskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfu ári seinna.

   Hlustaði á fróðlegt og upplýsandi viðtal við Pétur Blöndal.á útv. Sögu í kvöld. Er farið að þykja mikið til hans koma,því ef ég   vissi  ekki betur,héldi ég að hann væri "bara" Pétur svona út í bæ,en ekki þingmaður Sjálfstæðisflokksins.      Sterk löngun grípur mig til að sjá hann ofl.karpa við Breta um þetta,   helst á B.B.C.  Minnisstætt er við færðum út landhelgi okkar síðast,hve Ólafur R.Grímsson stóð í breskum blaðamönnum sem þrumuðu á hann,sá var góður og þjóðarstoltið svall eins og eldur í æðum.    En við erum sem betur fer ekki alltaf í "stríði",akkurrat það sem Pétur kallaði ástandið,er þeir settu á okkur hryðjuverkalögin.  ´Var að skoða færslu bloggvinar(sonar)míns frá 6/11,þar sem kemur fram bið okkar í ofvæni eftir afgeiðslu AGS,vegna umsóknar um lán.  Umfjöllunarefni morgundagsins þá átti að vera um hana, en hafð verið tekin út,en Ungverja og El Salvador sett í staðinn.    Lýstur niður í huga minn samsæriskenning.    Er nema von að stjórnvöld vissu ekki sitt rjúkandi ráð.   Öllum lánalínum lokað.  Í færslunni segir að í alþjóðlegum tryggingarskilmálum sé smátt letur,þar sem tryggingarfélög firra sig ábyrgð,ef upp koma sérstakar,óviðráðanlegar ástæður,svo sem; styrjöld,óeirðir,uppþot,verkfall,verkbann,eða opinber höft.   Viðskiptaþvinganir breta flokkast undir "opinber höft".  Má svo líkja þessu hruni á fjármálamörkuðum eins og Greenspan gerði (fyrrum bankastjóri U.S.A.) ,er hann kallaði það TSUNAMI ,þ.e. risa flóðbylgju.

Fimm mán.........

               Hvaða dóm fæ ég ef ég tek í lurginn á einhverjum þingmanni?  Tilfinningar  brjótast út í sadidiskum nautnabrima?     Nei,nei er bara farin að óttast ástandið.  
mbl.is Dæmdur fyrir að hrifsa hárkollu af þingmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband