SKIL ÞIG VEL EDDA GARÐARSDÓTTIR

          Það er svekkjandi að tapa! Það er orðin staðreynd,en eftir stendur samt,að þið voruð landi ykkar til sóma. Að komast á stórmót er afrek. þessi þátttaka fer í reynslubankann,eina bankann sem er ekki á hausnum, heldur í hausnum,þar sem hann gerir gagn.       Ég þóttist skynja er ég horfði á leikina,að stórmótið , athyglin,spennan, væntingarnar,drægju úr getu ykkar,þó voru nokkrar sem spiluðu eins og þær eiga að sér.  Þær yngri,sem eru að koma upp, sjá að þetta er hægt,þð er sigur ykkar.     Því fögnum við. Áfram Ísland. 
mbl.is EM: Ég hata að tapa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ISLENSKI ÞJ'OÐSÖNGURINN

             Hljómar núna í Finnlandi,hlustiði á Íslendingana  syngja hann. Það er þrá í röddinni, rödd okkar allra,sem tilbiðjum land okkar. Hlustið takið undir´þingmenn og allir.
mbl.is EM: Allt að verða klárt fyrir Frakklandsleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram stelpur.

     Muna svo að kíkja undir stólana þeirra,einnig undir borðin. 
mbl.is Óvíst hvenær umræðu lýkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GAMLI FJÓRFLOKKURINN

                          
                                 Við áttum gimsteina og geymdum þá vel
                                 og gátum ei séð að þeir týndust
                                 því er það léttir að  sannast ég tel
                                 þeir er'ekki eins ekt'og þeir sýndust.

Að létta lund er þrautin þyngri

              Í þessum hrikalegu hamförum,sem Íslendingar hafa mátt þola. Enda staðið frammi fyrir þraut sem mjög fáar þjóðir gera í sama skilningi.  Þetta veit Einar Baldursson vinnusálfræðingur og nefnir afleiðingar þessa gífurlega álags. Fyrir utan þunglyndi,fyllast menn þrjósku,sjálfstilfinningu og baráttuvilja,segir Einar.Flestir kannast við þessar kenndir,en ekki er ég að ná hvað sjálfstilfinning er. Hallast helst að vegna margra ára vinnu Einars í Danmörku,sé þetta einskonar "Skandinaviska og þýði sjálfsvorkunn.     Hvað skal gera til að létta lund,þegar vetur gengur í garð,kuldi og hálka letja mann að  stunda samkomur,sem boðið er upp á.   Lengi hef ég alið þá von í brjósti,að Ruv.eigi gamalt efni eins og um ævi tónskáldsins Verdis,og taki það til endursýningar.Allavega sýna þeir oft kvikmyndir sem maður uppgötvar eftir korter að sýndar hafa verið áður á Ruv. Það ´getur ekkki þýtt nema eitt,þeir eiga þær á lager. Ekki eru allir hrifnir af djassi,en ég á nokkrar videospólur sem ég hef tekið upp gegnum árin. Gæti þó haldið að hljómleikar Natalie Cole ættu við marga,þeir hljóta að vera til á Ruv.Tilhlökkun að fá Spaugstofuna aftur á skjáinn, þeir ættu nú að hafa úr nógu að moða. Það sem er grátlegt á daginn,verður hlægilegt á kvöldin.
mbl.is Gífurlegt þunglyndisálag á íslensku þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorsklof

         Kvæði eftir Hannes Hafstein,er skilgreint ásamt öðrum í ljóðabók hans sem;Eggjanarkvæði og ádeilur. Flattur fiskur með kórónu var þá´merki Íslands í ríkisdalnum (1881)  

                               Heill sé þjér þorskur,vor bjargvættur besti,
                               blessaða vera,sem gefur þitt líf
                               til þess að verja oss bjargræðis bresti,
                               bágstaddra líknarinn,sverð vort og hlíf.

                               Heyrðu vort þakklæti,heiðraði fiskur,
                               hertur og saltaður, úldinn og nýr!
                               Fyrir þinn verðleika fyllist vor diskur,
                               frelsi og þjóðmengun til vor þú snýr,

                               Því ef þú ljetir ei lánast þinn blíða
                               líkam við strendurnar,hringinn í kring
                               horaðir,svangir vjer hlytum að stríða
                               og hefðum ei ráð til að ala vort þing

                               Þú ert oss einlægust þjóðfrelsis-hetja,
                               þú ert sem dreginn úr almennings sál.
                               Mynd þín og fyrirmynd fögur oss hvetja,
                               föðurlandsástinni hleypa í bál.
                              
                               Þú ert oss sjálfkjörið þjóðernismerki,
                               það finnur stjórnin,sem gildi vort veit.
                               Fánamark sjertu að framsóknarverki,
                               fremstur í andlegra hermanna sveit

                               Sjáðu,hún lyftir þjér,fulltrúinn fiska,
                               flöttum á tígurlegt alþingishús,
                              
frá þjer skal streyma þar virðing og vizka,
                               veit hún,að Eykonan lýtur þjer fús!

                               Ljóma þú átt þar úr ljósfögrum málmi
                               líta á annara fulltrúa starf,
                               leiða þá fram undir hátignar-hjálmi,
                               hugmóð og speki þeim gefa í arf.

                               Þú átt að kenna oss,háttvirta hetja,
                               háleita þolgæðið,sem þjer er hjá,
                               að láta þá slægari flá oss og fletja,
                               og fæða þá sterkari sjálfum oss á,

                               kenna oss þegjandi fram oss að flýta,
                               fegnir þeim sílum,sem gefast í bráð,
                               en síðan með fögnuði beitu þá bíta,
                               sem beitt er á færið af stjórnvizku´og náð.

                               Heill sje þjer,þorskur,vor bjargvættur besti,
                               björg vor í frelsis og menningar skort,´´
                               fyrirmynd ágætis, magngjafinn mesti,
                               margreynda,lofkrýnda þjóðmerki vort!!
                    

                                                        Eftir Hannes Hafstein.
                               

                               
                               
                               

                                                                   
      
                             

Svarthvíta hetjan mín

          Árlegt fjölskyldumót að Flúðum var haldið um helgina,í boði sonar míns og tengdadóttur.Þetta er 5.árið í röð,sem þau bjóða til dýrðlegra veitinga,helgina fyrir hátíð Verslunarmanna,í sumarbústað sínum. Fjölskyldan stækkar ört og því hafa jafnan nokkrir með sér tjaldvagna,því landrými er nóg,um 7-8 hektarar. Eitt vinsælasta skemmtiatriðið og það lífseigasta,er uppfinning ´gestgjafanna,Guðrúnar Huldu Birgis og Kristjáns Þóra Gunnarssonar, sem þau tóku úr; American´s funniest video;,þar voru leikendur ofan í tunnum. En við áttum eftir að sjá skemmtilegasta atriðið,á Sunnudeginum,þar komu fuglar við sögu. Við höfðum tekið eftir fallegu Tjaldapari,sem hafði helgað sér blettinn fyrir framan bústaðinn.Allan Laugardaginn voru þau að týna í sig,en létu afskiptalaust þótt smáfuglar vöppuðu aðeins fjær.     Á Sunnudag fórum við út á verönd og Tjaldaparið "okkar" var á sama stað,við sömu yðju.      Allt í einu kom annað sömu tegundar og settist öllu fjær,byrjuðu að kroppa í grasið. Það var okkar steggur ekki ánægður með.     Tók sig upp og réðist að landtökusteggnum og stökkti honum á flótta,þótt hann hafi reynt að snúast til varnar,gaf okkar,ekki tommu eftir. Á meðan stóðu kerlingarnar hvor móti annari eins og að metast hvor myndi hafa það. Vinur okkar kom til baka og var ekki lengi að stökkva kerlingunni á flótta.   Þá merktum við greinilega aðdáun og hreikni kellunnar á bónda sínum,hún snerist kringum hann,boraði höfðinu undir háls hans trekk í trekk.Við vorum farin að þýða allar athafnir þeirra:Elsku hugprúði karlinn minn,engin er sterkari en þú,engin glæsilegri; Hann:Svona,þetta var nú ekki erfitt,það veður enginn yfir okkar landareign.Hún ;Svarthvíta hetjan mín !    atriðið Manah manah,er komið á fésið frétti ég rétt í þessu.                                           


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 148992

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband