Svarthvíta hetjan mín

          Árlegt fjölskyldumót að Flúðum var haldið um helgina,í boði sonar míns og tengdadóttur.Þetta er 5.árið í röð,sem þau bjóða til dýrðlegra veitinga,helgina fyrir hátíð Verslunarmanna,í sumarbústað sínum. Fjölskyldan stækkar ört og því hafa jafnan nokkrir með sér tjaldvagna,því landrými er nóg,um 7-8 hektarar. Eitt vinsælasta skemmtiatriðið og það lífseigasta,er uppfinning ´gestgjafanna,Guðrúnar Huldu Birgis og Kristjáns Þóra Gunnarssonar, sem þau tóku úr; American´s funniest video;,þar voru leikendur ofan í tunnum. En við áttum eftir að sjá skemmtilegasta atriðið,á Sunnudeginum,þar komu fuglar við sögu. Við höfðum tekið eftir fallegu Tjaldapari,sem hafði helgað sér blettinn fyrir framan bústaðinn.Allan Laugardaginn voru þau að týna í sig,en létu afskiptalaust þótt smáfuglar vöppuðu aðeins fjær.     Á Sunnudag fórum við út á verönd og Tjaldaparið "okkar" var á sama stað,við sömu yðju.      Allt í einu kom annað sömu tegundar og settist öllu fjær,byrjuðu að kroppa í grasið. Það var okkar steggur ekki ánægður með.     Tók sig upp og réðist að landtökusteggnum og stökkti honum á flótta,þótt hann hafi reynt að snúast til varnar,gaf okkar,ekki tommu eftir. Á meðan stóðu kerlingarnar hvor móti annari eins og að metast hvor myndi hafa það. Vinur okkar kom til baka og var ekki lengi að stökkva kerlingunni á flótta.   Þá merktum við greinilega aðdáun og hreikni kellunnar á bónda sínum,hún snerist kringum hann,boraði höfðinu undir háls hans trekk í trekk.Við vorum farin að þýða allar athafnir þeirra:Elsku hugprúði karlinn minn,engin er sterkari en þú,engin glæsilegri; Hann:Svona,þetta var nú ekki erfitt,það veður enginn yfir okkar landareign.Hún ;Svarthvíta hetjan mín !    atriðið Manah manah,er komið á fésið frétti ég rétt í þessu.                                           


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 146878

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband