""DRASLIÐ"", sem stendur út úr Íslandi

  Hvað er nú það? Væri ég spurð,dytti mér fyrst í hug orðaflaumur utanríkisráðherra í erindagjörðum erlendis. Þótt það væri ekki fjarri lagi!     Þessi orð mælti  táningstelpa,á leið með ferjunni Baldri,yfir Breiðafjörð. Hún var að segja vinkonu sinni að hún hefði aldrei komið á ,,draslið sem stendur út úr Íslandi.,, hún átti við Vestfirði blessað barnið, ekki munað heiti þess.Ég lét vera að upplýsa hana ,en fannst þetta launfyndið,um leið og ég hugsaði að þannig litu samgönguráðherrar á landsvæðið,þar sem vegirnir á sunnan verðum Vestfjörðum,eru þeir verstu kaflar sem ég hef farið yfir. Nokkrir höfðu nýlega brotið hásingu undan bílum sínum,á leið sinni þar um.    En leið mín vestur með systrum mínum tveim,var ,,ferð án fyrirheits,, akandi kellingar, sprellandi eins og táningsstelpur. Skratti er bensínið orðið dýrt,ég hafði á orði við þær að við gætum fjármagnað ferðina,með berjatýnslu,en það dugði ekki því engin okkar getur staðið upp,án harmkvæla,eftir að hafa lagst í fósturjörðina. Lítum þá við í veiðihúsi dóttur einnar okkar,þar eru forríkir útlendingar að renna fyrir laxi. Já þú meinar! Já,þeir borga mikið fyrir að skoða hvali,sem rétt skjóta upp kryppunni,því skyldu þeir ekki borga fyrir að skoða orginal íslenskar kellingaflennur. Þannig héldum við áfram að öllu leiti eins og táningstelpurnar,nema að utan,fyrr en varði vorum við í Tálknafirði,þar sem dóttir elstu systur minnar beið með kræsingar og tilbúinn svefnstað.  Dýrafjörður var næsti áfangastaður,þar dvöldum við í 3 daga. Minn elskulegi fjörður  hafði upp á svo margt að bjóða. Á landakorti lítur hann út eins og mjó ræma með sjó í,en þvílíkt undirlendi,að Söndum alla leið í Haukadal. Þar á leiðinn er flugvöllurinn og fjöllin svo langt frá,að ég þyrði meira að segja að fljúga þangað.. Gaman væri að vita hvort það er rétt,að vara millilandaflugvöllur komi til greina að verða þarna staðsettur. Kveðja til allra sem við hittum á leið okkar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir heimsóknina Helga mín.   Gaman og gott að sjá þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2010 kl. 09:07

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ja hallo takk f

Helga Kristjánsdóttir, 30.8.2010 kl. 17:02

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þakka lika kærlega og endurtek samúðarkveðju mína. Ég er enn með hugann fyrir vestan. Fer bráðum að ganga frá  adsl.i mínu,grýp í tölvur sem verða á vegi mínum,þær láta nú ekki nægjanlega að stjórn minni.

Helga Kristjánsdóttir, 30.8.2010 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 146890

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband