Færsluflokkur: Dægurmál

Golf og glens stórfjölskyldunnar í Þorlákshöfn.

     Veðrið leikur við okkur þessa daga,því skal njóta og nýta það í botn. Það gerðu nokkur frændsystkin,forfallnir golfspilarar,sem tóku sig saman um að reyna sig í golfi. Sonur minn sem býr í Þorlákshöfn, pantaði golfvöllinn og heimili þeirra hjóna varð aðsetur hópsins. Ég gætti þess að skella mér ekki austur fyrr en ætla mætti, að þau hefðu lokið 18 holunum. Þau komu glöð og reif,discouterandi um leik sinn og árangur.--- Boðið var upp á humarsúpu,brauð og eftirrétt.--- Þeim var líka umhugað um seinni leik Breiðabliks gegn Motherwell,enda öll átt einhverntima heima í Kópavogi,sum alin þar upp,önnur leikið með liðinu.   Gat ekki stillt mig um að leiða umræðuna að "ástandinu" í þjóðfélaginu. Niðurstaðan var að hér væri verið að hneppa allt í dróma,frumkvæði,metnað,hagsæld..        Áhugaleysi afgreiðslufólks.bar á góma,þess sem ekki á búðirnar sjálft og dæmi tekin;  Kúnni í skartgripa verslun spyr:,,hvað kosta þessir krossar,? afgreiðslustúlka: Kr.4000.- og 5000.-með kallinum á. Kona í stórmarkaði spyr kassa -dömu um mismuninn á innihaldi tveggja pakkninga,daman veit það ekki,svo konan segir;ég ætla bara að fá hvortveggja.Kassa-daman snýr sér að þeirri á næsta kassa og spyr hvað það þýði   (hvortveggja)  ,hún ætlar að fá bæði,ég hef lent í þessu,svarar hún. Svo einn enn,tengdadóttir mín fór í bakarí og bað um vínabrauðslengju.  Ætlarðu að taka hana með þér eða borð,ana hér? Auðvitað settum við á svið,þar sem hún úðaði heilli lengju í sig.  Já það var kátt þarna á Laugardagskvöldið. Eða eftirmiðdag.

Manchester United leikur gegn Bayern München

        Nú fer ballið að byrja. Ekkert (nema H.M.)er eins skemmtilegt og viðureign meistara hinna ýmsu landa,í meistaradeildinni,þegar fer að líða að loka slagnum. Nú fara menn að spá í úrslit,leidda af líkum vegna síðustu viðureigna,eða mati á gæðum liðanna,en lang oftast eigin óska. Mín ósk er auðvitað að Manutd vinni,og hefur alltaf verið. Það er orðið svo algengt að menn fari á leikina sjálfa,að stemmning fyrri ára á beinni útsendingu, er hreint ekki sú sama. Kann því vel að horfa stundum á nágranna-pöbbnum. (Get því laumast út í fýlu ef illa fer)
mbl.is Arsenal mætir Barcelona - Man Utd leikur við Bayern München
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundin.

                 Guði sé lof fyrir það,fyrir skynsemi þeirra,þegar í óefni var komið,fyrir hjálparsveitirnar.Óska þeim og aðstendum til hamingju. 
mbl.is Konan og drengurinn eru fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustandi í spjallþætti á Sögu;

         Hún Þórhildur Danadrottning reykir eins og strompur fyrir framan alla,og skammast sín ekkert fyrir.  jÁ og hún Elisabet Englandsdrottning er rosalega rík.    Stjórnandi;eigum við kanski að fá hana til að borga fyrir okkur Icesave?Hlustandi; Hún er svo nísk,hún þurfti að girða kringum Windsor kastala og tímdi ekki að borga það sjálf,lét ríkið borga það. Já hún er ríkari en Elisabet Taylor.    Þessi reiðilausa einlæga rödd, léttir manni lífið.      Drollurnar eru ólíkar og ekkert hægt að finna ,sem passar við þær báðar. T.D.,, Frjálsar í fasi fyndnar í ræðum., Hún gamla okkar er frjálsleg og oft hattlaus,í opinberum erindagjörðum. Kvenkyns þjóðhöfðingjar eiga menn,sem eru ekki titlaðir kóngar,þeir eru drottningarmenn.Konur kvæntra konunga eru drottningar,þetta er kynbundið óréttlæti.    Rétt eins og á taflborðinu,þar sem kóngur er væskill ,sem kemst ekki yfir 2 reiti nema einu sinni,þegar hrókerað er. Drottningin er sterkust og ver bónda sinn,með öllu liðinu,getur meira að segja risið upp frá dauðum,ég meina,ða konur eru sterkara kynið.

Steingrímur Joð ; Tíminn er dýrmætur

        Það er vatnið líka. 
                            
                                 Þína skál,þótt ég ætti að deyja.
                  
                    
                  
                      Er barmafullan bikarinn ber að vörum mér,
                      og beyskan mjöðinn teyga,sem tileinka vil þér
                      eins og ískalt bergvatn,mun sálu minni svala 
                      Skál úr rétta bikarnum,nú mun þjóðin  tala.
mbl.is Betra en að deyja úr þorsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vill draga Breta og Hollendinga að borðinu

                               Jóhönnu óskir um drauma drátt
                               á næstu dögum boðar,
                               hingað til hefur fjandi fátt
                               fullkomnast er hún skoðar.
mbl.is Forsætisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misreiknað dinamit

              Væri einhver verðugur vinningshafi,Darwins-verðlauna hér á Íslandi ,væru það ekki bankaræningjarnir,þótt framið hafi heimskupör og glæpi.  Lýsi yfir sakleysi mínu,að þeirri ósk.   En það er hægt að deyða mannorð sitt og heillar þjóðar og vinna þar með til verðlauna,væri reglunum breytt. þeim svipaði til Darwins-verðlauna og vinningshafar fengju sjálfir að veita þeim viðtöku. Einu verðugu verðlaunin væru í tukthúsi.   Mættu kanski borga syndaaflausn.
mbl.is Heimskir bankaræningjar verðlaunaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til Unganna

                       
                            Í höfði mínu eru harðir fletir
                           
                             handa mér,

                             í hjarta mínu eru mjúkir fletir,

                             merktir þér.

Til Ásmundar (endurtekið)

                                      
                                 Ef viltu vita drengur minn
                                 og vandlega það muna,
                                 þú gætir fósturjörðinni í fyrsta sinn,
                                 fært þráða hamingjuna.
     
                                    Leiðrétt.    
                                   

Til Ásmundar

                              Ef viltu vita drengur minn
                              og vandlega það muna,
                              Þú gætir fósturjörðinni í fyrsta sinn,
                              fært þráð hamingjuna.
                             


Næsta síða »

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 146840

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband