Þáttaka Íslendinga á EM 2016 á við þjóðhátíð!

  Íslendingar tóku við sér og flykktust til Frakklands með þjóðerniskenndina sýnilega í fasi búningum og skreytingum. Hver einasta þjóð elur með sér draum um að hampa bikarnum,sem barist er um.- Samvinna íslensku þjálfaranna var svo eftirtektarverð að minnir helst á norræna fóstbræður.  Skopmyndin á svo vel við drauminn sem innst inni var trauðla raunhæfur en blundar þó!

Þessir dagar voru fyrir svo marga Íslendinga á við þjóðhátíð. Hvenær vorum við seinast eins og ein þjóð? Höfum við undanfarin ár fagnað 17.júní á tilhlíðlegan hátt?

En myndin minnir mig svo innilega á gamla tíma. Drengir léku sér í fótbolta og settu á svið keppnir,oftast götu keppnir.Ég féllst eitt sinn á að leggja til bikar.Fann einn úr áli sem mældi kg. hveitis og sykurs ofl.Málaði hann og afhenti elsta syninum sem verðlaun,eitthvað nefndi ég að hann héti þá HrauAustu.Keppnin var á milli Hraunbrautar og Austurgerðis í Kópavogi (barnabænum). Löngu seinna fékk ég að vita að þeir höfðu deilt um tímann litlu elskurnar og annað liðið tók á rás upp að Kópavogskirkju með bikarinn,með hina á hælunum. Myndin af  þeim Lars og Heimi minnti á þennan viðburð úr barna minna bernsku.   


mbl.is Færði Lars skopmynd að kveðjugjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júlí 2016

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 147115

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband