Þáttaka Íslendinga á EM 2016 á við þjóðhátíð!

  Íslendingar tóku við sér og flykktust til Frakklands með þjóðerniskenndina sýnilega í fasi búningum og skreytingum. Hver einasta þjóð elur með sér draum um að hampa bikarnum,sem barist er um.- Samvinna íslensku þjálfaranna var svo eftirtektarverð að minnir helst á norræna fóstbræður.  Skopmyndin á svo vel við drauminn sem innst inni var trauðla raunhæfur en blundar þó!

Þessir dagar voru fyrir svo marga Íslendinga á við þjóðhátíð. Hvenær vorum við seinast eins og ein þjóð? Höfum við undanfarin ár fagnað 17.júní á tilhlíðlegan hátt?

En myndin minnir mig svo innilega á gamla tíma. Drengir léku sér í fótbolta og settu á svið keppnir,oftast götu keppnir.Ég féllst eitt sinn á að leggja til bikar.Fann einn úr áli sem mældi kg. hveitis og sykurs ofl.Málaði hann og afhenti elsta syninum sem verðlaun,eitthvað nefndi ég að hann héti þá HrauAustu.Keppnin var á milli Hraunbrautar og Austurgerðis í Kópavogi (barnabænum). Löngu seinna fékk ég að vita að þeir höfðu deilt um tímann litlu elskurnar og annað liðið tók á rás upp að Kópavogskirkju með bikarinn,með hina á hælunum. Myndin af  þeim Lars og Heimi minnti á þennan viðburð úr barna minna bernsku.   


mbl.is Færði Lars skopmynd að kveðjugjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 146834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband