Alexander,kveikir á jólatré í Garðabæ ásamt Helenu.

 Hann fæddist fyrir 9árum,þann 13.des. barnabarn mitt. Fljótlega kom í ljós að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Vitað var í meðgöngu að barnið væri með gat á hjarta. Það reyndist stærra en haldið var í fyrstu.  Átta daga gamall var hann skorinn upp,og ósæðinni snúið,því hún var við það að stíflast.  Eftir hálfan mánuð,var ákveðið að fara með hann til Boston.  Það er löng leið til Boston,fyrir foreldra barns,hvers líf hangir á bláþræði. Eitt mikilvægt vandamál yrði að leysast með guðs hjálp,ef takast ætti að bjarga því. Mikil tregða var á þvagláti,þrátt fyrir þvagræsilyf.    Eftir að lent var í Boston,gátum við fengið fréttir,að það hefði gengið.Við höfðum safnast saman ömmur og afar og beðist fyrir. Aldrei er maður eins gagntekinn af trú,eins og þegar maður þarfnast hjálpar,Tekur þá á rás á harðahlaupum eftir Kristi,en er kanski eilítið feiminn við að játa það á öðrum tímum. Sannarlega þurftum við á öllum kröftum að halda. Ég hélt á símanum allar nætur,gat fylgst með aðgerðinni sem var lýst beint til foreldranna. Þarna var Alexander í u.þ.b. 2 og 1/2 mán. Sú stund rann upp að læknirinn góðkunni,Perry, taldi hann ekki hafa það af og tilkynnti það foreldrum. Þá gerðist kraftaverk, þau,við,vorum bænheyrð.      Hann var grannur og veikburða þegar hann kom loksins heim. Þurfti næringu gegnum ,,sondu,, og síðan að læra að matast og drekka. Engin vissi hvort hann gæti einhverntíma gengið,þurfti oft á ári að fara á spítala vegna lungnabólgu. Í dag er hann í 3.bekk Flataskóla, gengur en þarf spelkur og sjúkraþjálfun. Það sem læknar hjúkrunarfólk þjálfarar,kennarar hafa gert gleymdi ég nokkrum? Verður seint full þakkað.                                                 Og í dag stendur Alexander ásamt vinkonu sinni og tendrar ljós jólatrés Garðabæjar.  Afreksmenn Garðabæjar fellur þessi heiður í skaut.     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afreksmönnum Grðabæjar

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2009 kl. 03:43

2 identicon

Duglegur kappi greinilega, sem gengur í minn gamla skóla, en ég var í Flataskóla  í 6-7-8 og 9 ára bekk eins og það hét þá   knús tll þín og þinna.

(IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 17:55

3 identicon

Falleg orð um hann Alexander þinn :-) Þið eruð ekkert smá náin og elskið hvort annað meira en "hefðbundin tengsl" gefa tilefni til ... enda amma búin að hjúkra honum og sinna frá fæðingu og hjálpa honum að berjast fyrir bættri heilsu - amma á sko stóran þátt í kraftaverkinu !!!

Jolla (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 18:32

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk Jolla mín,en gleymdi að geta um svar læknanna í Boston við spurningu ykkar, hvort það væri einhver læknisfræðileg skýring á því að Alexander,sneri aftur til lífsins,meðan hann dró andann aðeins með hjálp tækja.                               
                 Svar þeirra var; I´ts a miracle;  Var það ekki guð,sem ég gleymdi?

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2009 kl. 20:22

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

          Það hlýtur að hafa verið eins í þá daga.þegar þú lærðir þar. Í   Flataskóla vinnur afbragðs fólk,sendi knús til baka,Silla mín

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2009 kl. 23:07

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.11.2009 kl. 01:09

7 identicon

Hæ Helga mín.Alltaf er jafn flott það sem þú skrifar þú ættir að verða rithöfundur.Gætir tildæmis skrifað bók um mig he he af nógu er að taka!!!!!!!!!!!!!!!.Kannski ætti ég að bjóða mig fram sem Hestamála ráðherra fengi hátt kaup og ekkert að gera þú gætir svo verið aðstoðarmaður minn.'Okey eigum við að slá til nei ég man það núna að við erum orðnar svo gamlar jeeeeeeeminn.Það er svo að geggjað að geta hneggjað söng blessaður Flosi heitinn 'Olafsson blessuð sé minning hans.jæja heillin mín ætla að athuga hvort ég kem þessu í gegn.Kv.kolla systir.

kolla systir (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 148588

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband