Þriðjudagur, 20.10.2009
Árangursrík innheimta.
Seint á seinustu öld fluttu tengdaforeldrar mínir á Jökulgrunn,sem tilheyrir Hrafnistu í Rvk. Þau seldu íbúð sína í Álftamýri. Kaupendum leyst vel á eldhúsborð og stóla,sem þau gátu ekki haft með sér og föluðust eftir því,sem var samþykkt og verðið ákveðið. Bundist var fastmælum að kaupandi kæmi í næstu viku og greiddi umsamið verð. Sú vika leið og margar aðrar,án þess að greitt væri,þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um. Aldurhniginn tengdafaðir minn var ekki sáttur við þessa framkomu,enda alltaf 100%,með sitt á hreinu. Þessi gamli skipstjóri hafði neitað á árum áður að róa,nema útgerðin sem hann vann hjá,gerði upp við áhöfn sína,þegar vanhöld voru þar um. Glaður hefði hann gefið þessa peninga eftir, ef fjölskyldan hefði verið í nauðum stödd, en svo var aldeilis ekki. Hann ætlaði einum af sínum yngsta afkomanda þessa aura. Sonur minn Kristján heyrði að afa hans sárnaði mikið þessi framkoma og fékk leyfi hans til að fara og innheimta þetta lítilræði. Skemmst er frá því að segja að Kristján heimsótti þann ,sem trassað hafði greiðsluna. Eftir smá inngan og þóf,dregur strákur upp ávísanahefti,skrifar tékka með nákvæmri upphæð skuldarinnar,réttir honum og segir; Þessi ávísun er áreiðanleg,bið þig að láta mig hafa þessa upphæð í peningum,því ég vil að afi minn trúi að hann sé ekki svikinn. Hann fékk peningana,en vildi ekki ávísunina,með þeim orðum;,,Það borgar engin fyrir mig.,, Tengdapabba var tíðrætt um þetta afrek,sagði oft hvernig fór strákurinn að því að fá hann til að borga. Hann fékk aldrei að vita það. Datt í hug í þessu sambandi,að Bjöggar kæmu og segðu;Nei landar mínir það borgar engin fyrir mig.
Bloggvinir
- andres08
- annabjorghjartardottir
- benediktae
- eggman
- eeelle
- coke
- zumann
- godmarino
- hreinn23
- halldorjonsson
- heimssyn
- hildurhelgas
- hhraundal
- haddih
- ingagm
- ingibjhin
- kreppan
- jensgud
- islandsfengur
- jonvalurjensson
- huxa
- eyjapeyji
- photo
- kolbrunerin
- krist
- kristjan9
- krissi46
- lindagisla
- altice
- larahanna
- maggib
- pallvil
- ragnar73
- fullvalda
- ziggi
- snj
- sighar
- stormsker
- saemi7
- kerfi
- asthildurcesil
- astromix
- kermit
- thjodarheidur
- agla
- axelaxelsson
- bjarnijonsson
- dansig
- einarbb
- bjartsynisflokkurinn
- fornleifur
- frjalstland
- geiragustsson
- gudjonelias
- bofs
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gustafskulason
- hlf
- kliddi
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- naflaskodun
- johanneliasson
- jonmagnusson
- prakkarinn
- ksh
- kristinthormar
- kk455
- lifsrettur
- loncexter
- maggi-phil
- maggiraggi
- omargeirsson
- svarthamar
- predikarinn
- raksig
- samstada-thjodar
- fullveldi
- ollasak
- solbjorg
- stendors
- theodorn
- skolli
- valur-arnarson
- vinstrivaktin
- tsiglaugsson
- thordisb
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
fékk peningana en hinn vildi ekki ávísunina átti það að vera
Helga Kristjánsdóttir, 20.10.2009 kl. 14:03
Gamla manninum sárnaði svo svikin. Það voru ekki peningarnir sem skiptu gamla manninn máli en þegar upp var staðið var nú kaupandinn með samvisku; því hann þáði ekki aurana en borgaði úr eigin vasa umsamda upphæð fyrir borð og stóla.
Kristján Þór Gunnarsson, 20.10.2009 kl. 15:03
Góðir báðir tveir, Krissi og karl faðir þinn.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.10.2009 kl. 16:27
Flottur sonur sem þú átt.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2009 kl. 01:22
Fyrst hugsaði ég að drengurinn hefði ekki átt að gera þetta. En þegar ég hugsa málið, þá finnst mér þetta algjörlega frábæ afstaða og sýnir þvílíkan þroska og dómgreind og óeigingirni sem er svo fátíð í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2009 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.