Mánudagur, 25.5.2009
Eftirskjálfti
Eftir hrunið er einkennileg tilfinning.Meðan sjálfur skjálftinn varði,fólki var heitt í hamsi og fáir gátu með vissu vitað hvað tæki við,bærðust með mér heitar baráttutilfinningar. Sankaði að mér hveiti,allskonar pakkavörum,kjöti,fiski,svo langt sem efnin leyfðu. Meiningin var að geta lagt sitthvað til ef allt þyrri. Við sem byggjum þetta land þekkjum baráttuna við náttúruöflin,höfum lært að varast þau,berjumst sem einn maður gegn þeim. Kenndir eins og ámæli,vonzka,hatur,koma þar ekki við sögu,ekki rekum við skapara halaveðurs,eldfjallagoss,snjóflóða,svartadauða,jarðskjálfta. En alheims efnahagskreppa,sem bitnar illilega á Íslandi teljum við vera einum okkar að kenna. Hrekjum hann frá völdum,eina manninn sem hefur nokkru sinni sýnt að hann býr yfir þeim krafti,sem gæti dregið okkur að landi. Hann er ekki frekar en aðrir hafinn yfir gagnrýni,en er á þessari stundu maðurinn sem ég sakna í baráttuna. Er Íslendingum ekki sama hvaðan gott kemur, S,D,B,V, eða Borgarflokkur. Það er bara ekkert "fútt" í þessari stjórn,,þótt hana skipi ágætasta fólk. Efnahagshjólin verða að fara að snúast,geta ekki allir verið sammála um það. Er búin að liggja yfir öllu sem viðkemur ESB,finnst það bara óráð.
Bloggvinir
- andres08
- annabjorghjartardottir
- benediktae
- eggman
- eeelle
- coke
- zumann
- godmarino
- hreinn23
- halldorjonsson
- heimssyn
- hildurhelgas
- hhraundal
- haddih
- ingagm
- ingibjhin
- kreppan
- jensgud
- islandsfengur
- jonvalurjensson
- huxa
- eyjapeyji
- photo
- kolbrunerin
- krist
- kristjan9
- krissi46
- lindagisla
- altice
- larahanna
- maggib
- pallvil
- ragnar73
- fullvalda
- ziggi
- snj
- sighar
- stormsker
- saemi7
- kerfi
- asthildurcesil
- astromix
- kermit
- thjodarheidur
- agla
- axelaxelsson
- bjarnijonsson
- dansig
- einarbb
- bjartsynisflokkurinn
- fornleifur
- frjalstland
- geiragustsson
- gudjonelias
- bofs
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gustafskulason
- hlf
- kliddi
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- naflaskodun
- johanneliasson
- jonmagnusson
- prakkarinn
- ksh
- kristinthormar
- kk455
- lifsrettur
- loncexter
- maggi-phil
- maggiraggi
- omargeirsson
- svarthamar
- predikarinn
- raksig
- samstada-thjodar
- fullveldi
- ollasak
- solbjorg
- stendors
- theodorn
- skolli
- valur-arnarson
- vinstrivaktin
- tsiglaugsson
- thordisb
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einmitt, ég er komin aftur!
Veistu Helga, undanfarna daga hef ég verið að velta því fyrir mér hvað við Íslendingar erum merkileg þjóð. Hér hrundi heilt bankakerfi, mörgum að óvörum, en ekki öllum. Auðvitað er mönnum brugðið, menn eru reiðir, sárir og illir. En veistu þrátt fyrir allt þá höldum við áfram að vera stolt.
Úti í hinum stóra heimi, hefur verið gert grín að okkur, við höfum verið smáð og fordæmd, við höfum verið niðurlægð og hötuð en samt erum við stolt. Lífið hér heima hefur gengið að mestu sinn vanagang. Það gengur illa hjá mörgum, hagur margra hefur versnað til muna og sjálfsagt hafa margir hugsað líkt og þú í upphafi þessa alls að sanka að sér "nauðsynjum" - ýmist til eigin nota eða til að eiga handa þeim sem á þurfa að halda.
Enn sem komið er hafa allir húsaskjól, fólk sveltur ekki og það er engum kalt. Í búðunum er enn úrval af ýmiskonar matvöru. Þeir sem hingað koma geta ekki séð að hér hafi riðið yfir mikið og þungt áfall. Við erum stolt og mætum því sem á okkur gengur með höfuðið hátt og erum tilbúin til að berjast. Langflestir hugsa eins og þú - við erum ýmsu vön, höfum mætt mótlæti fyrr og það þarf ákveðið hugarfar til þess að byggja þessa ágætu eyju okkar.
Við erum Íslendingar Helga, ÍSLENDINGAR!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 26.5.2009 kl. 22:42
ps. Helga - ég held að hann hafi ekkert í pokahorninu sem okkur vantar. Honum var ekki einum kennt um kreppuna. Hann var ekki einn hrakinn frá völdum vegna vanhæfi. Hann er ekki sólin, tunglið og stjörnurnar. Hann er aðeins einn af okkur. Núna hefur hann ekki tögl og haldir. Hann er aðeins einn af okkur og ég vona svo sannarlega að hann sé stoltur Íslendingur, eins og ég og þú. Ég sakna hans ekki.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 26.5.2009 kl. 22:45
Velkomin!!! Heil ritgerð fór forgörðum hjá mér,systir mín hringdi,klt.spjall´,tímdi ekki að ljúka samtalinu,allir búnir að vera mikið uppteknir,Júlli og Freyja bæði í prófum. Já Freyja var að byrja á faceinu. Vorum að tala um ritmál,talmál,þar sem hljómurinn og svipur geta túlkað meiningu setninga annars hægt að notast við tilfinningatákn,sem mér finnst sumir nota um of. ´´Afram stolt já,segi ens og Alexander hennar Jollu(honum fer svo fram,en er enn með spelkur)við lentum í árekstri í vetur,ég sagöi honum að nú þyrfti amma að tala við lögregluna."Förum við nokkuð í fangelsi,ég vil ekki fara í fangelsi,ég stal engu". Akkurat við stálum engu í þssari kreppu. Nóg af öllu,úrval í búðunum, gæti verið án þess,en unga fólkið er góðu vant. Við eigum vel gefna stjórnmálamenn séní á flestum sviðum,en í svona hamförum sakna ég leiðtoga,leyfi mér að segja frekju.Þannig var D.O. og kom miklu og góðu til leiðar,meðan hann enn þá sá lengra en aðrir. Þú segir að heimurinn hafi niðurlægt okkur,smáð,hötuð,en við samt stolt.En Davíð má ekki vera stoltur,er þetta ekki ofstæki stjórnmálanna.
Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2009 kl. 01:19
Þú veist vel Ingo mín að ég segi 100% sannleikann um að ég er hvergi í pólitík.Ég er að vísu skráð bæði í Sjálfstfl. og Samfylk. Það varð að vera vegna prófkjöranna. Mínar óskir um aðgerðir hefðu verið einhvernvegin svona: Fara strax á fund Gordons Brown,ekki taka lán hjá AGS., Taka upp Kanadískan dollar,eða U.S.A. verð að trúa að það hefði verið mögulegt,set í sviga(stjórnlagaþing), er að detta út af á relluna svo framhald seinna með fiskveiðistj.ofl. Þá hefði ég orðið stoltari Íslendingur.Við gerum ekki eins og stelpuóvitarnir í Heiðmörk Lifðu heil.
Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2009 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.