TRYGGÐARTRÖLLIÐ ? ? ?

    Gott er að mega tryggum treysta
    er týnist virðing og lokast sund
   þú vaktir þráðan vonarneista
    þú  varst oss allt á ögurstund     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þó ég hafi dáð og dyggð
í dagsins amstri talið best.
Þá hef ég ávallt trú og tryggð,
traust og trúnað metið mest.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 30.4.2009 kl. 18:03

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já ,dyggðir, dáðir,tryggð,ert þú ekki þetta alt. Komdu nú að kveðast á . tökum upp gamla þjóðlega siði. Ég get varlapikkað á relluna,er svo þreytt eftir 9 tíma törn í yfirsetu 3daga í röð.(Sá ég þig ekkií Bónus í dag á Smiðjuv.) Við leikum okkur að skiptast á vísum ein sem er með mér í vinnunni,erum stundum með þær daprar en getum auðvitað dundað við að laga þær.Þess vegna varð þessi til.  Haugur afþessu. Hún gaf út ljóðabók fyrir jólin býr til krossgátur,klár kona. Sjáumst,heyrumst er að sofna,góða nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 30.4.2009 kl. 21:38

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Mikið er þetta fallegt hjá ykkur stelpur

Hildur Helga Sigurðardóttir, 30.4.2009 kl. 21:49

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Helga mín, ég sá ekki svarið þitt fyrr en núna í kvöld.

Kát ég mun þig kveðast við
kæra vinan góða.
Höldum fast í fornan sið
en forðumst ljóðasóða.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.5.2009 kl. 22:24

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það þýðir að næsta vísa verður að byrja á a-i.En eins og ég skil það "athæfi" að kveðast á , þurftu þær ekki að vera eftir viðkomandi,gæti þessvegna haft næstu, ;allt fram streymir endalaust;   sem mundi þá aftur enda á a-i.   Ef ljóðasóðar eru þeir sem gera grófar vísur,kann ég urmul af þeim.Ég les nær aldrei ljóð. Grófu vísurnar var farið með í "tjúttinu "í Hveragerði í den hjá góðum vinum okkar.  Það er eins með þær og tónlist hvernig ertu stemmd.  Ætla þegar þessari törn upp í ´H.Í er lokið,upp í bókasafn og reyna að finna,rómantísku kvæðabálkana sem hún tengdó fór með utanbókar,rómantískar ástarsögur,gott ef ´sú sem ég man úr er ekki í meinum.;   Ég man að þú sagðir að varlegra væri,  að vera þar ei fyrr en dagsbirtan þverri, en mér finnst svo hægfara blíðsólin bjarta, því bráðlátt í ástum er konunnar hjarta.  Ég verð þá að ljúka þessu með einhveri sem endar á A. Aldrei skal ég eiga flösku
                 aldrei drekka brennivín
                 aldrei reiða ull í tösku
                  aldrei vera eins og svín-ka.   Man nama nam,úr prúðuleikurunum.      Verð eð fara að sofa svo ég dotti ekki í prófunum. P.S. (mundi ekki endi þessarar)

Helga Kristjánsdóttir, 6.5.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 148138

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband