Hænuslagur í umferðinni

        Ég var rétt mátulega búin að láta drýgindalega,yfir hæfileikum mínum í akstri.Svo gerist það í dag,(18.)að bílstjóra þótti ástæða til að vinda sér út  úr bíl sínum,hafandi stansað við rautt götuljós á gatnamóunum Álftanes/Hafnafj.vegi.Tilefnið var að láta mig vita að ég hefði svínað fyrir bíl hans á gatnamótum Hraunsholtsbrautar og Álftanesbrautar.Þessi gatnamót eru ljóslaus og því mjög varhugaverð.Ég keyri þau oft og veit að hraðinn þar er mikill og dytti ekki í hug að hætta mér út á nema telja það öruggt.Svo var í dag,en fljótlega er komin drossía alveg upp að litla silfurrefnum mínum (wolswagen fox) ég hafði á orði við farþega minn,að þetta væri nú bara eins og á autoban,í Þýskalandi,þar sem þú ert rekin áfram ef þú keyrir of hægt,en ég er nú ekkert fyrir lull í akstri,það er líka hættulegt             
                           Fljótlega brunaði hann framúr á heilli línu og lét vita af sér.Eins og áður sagði varð hann að stansa við rautt ljós.Bílstjórinn var ung stúlka,reif upp hurðina hjá mér til að láta mig vita að ég hefði svínaðfyrir hana,ekki var mikill tími til skoðanaskipta en ég gat látið hana vita að hraða hennar væri þá um að kenna.Ég hafði séð þennan bíl en langt undan,veit ekki hvað hún heyrði,en húnsendi mér illskulegan svip um leið og hún hreytti út úr sér,ja einhverju Devil  og hún ætlaði að láta lögregluna vita.Gott,sá á eftir henni suður Reykjanesbraut sólandi bíla sem voru greinilega fyrir henni,skapið!það var sjóðandi,blessað barnið vonandi reitir engin hana til reiði,ekki í umferðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.9.2008 kl. 06:26

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

æj jæ jæ jæ ja!

aumingja stúlkan

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.9.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband