Amma deyir þú?

      Spurning Alexanders barnabarns míns,var svo krúttleg,hispurslaus eins og börnum er tamt,að ég týmdi ekki að leiðrétta hann.Já,svaraði ég,hvenær?spurði hann?Ég veit það nú ekki,rétt eins og ég væri ekki búin að ákveða það. Þennan dag óttuðust sumir að veröldin væri að farast,vegna tilrauna vísindamanna i´Sviss.Allt búið eftir alla fyrirhöfnina?Ég er að færa mig nær því sem ég vil koma hér á þrykk. Það ryfjuðust upp vísur sem gerðu mikla lukku,eftir Guðmund Friðjónsson,skáldanafn Guðmundur frá Sandi.Las þær fyrst í Lesbók Mbl.fyrir mörgum árum.Guðmundur skáld Friðjónsson fæddist 24.okt1869.
      
       
                   Ég veit er ég dey svo að verði ég grátinn,
                   þá verðurðu eflaust til taks
                   og ætlirðu blómsveig að leggja á mig látinn
                   þá láttu mig fá hann strax

                   og ég eins og aðrir afbragðsmenn deyja
                   í annála skrásetur þú,
                   og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja
                   en segðu það heldur nú
     
                   og mannúðarduluna þekki ég þína,
                   sem þenurðu dánum í hag
                   en ætlirðu´að breyða yfir brestina mína
                   þá breiddu´yfir þá í dag

                  og viljirðu þökk mínum verðleikum sína
                  þá verður það eflaust þú
                  sem sjóð lætur stofna í minningu mína
                  en mér kæmi´ann betur nú  

                           
                   Í von að þetta sé rétt með farið því ég finn ekki frumritið
         
                              lifum heil 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Breyða,síðan breiddu með einföldu ,verð að fara að læra að leiðrétta án þess að þurrka allt út.

Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2008 kl. 05:01

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þetta er tær snilld Helga. Bæði spurningin hjá Alexander og vísurnar hans Guðmundar. Tær snilld.

kv. Ingó

Ingibjörg Hinriksdóttir, 11.9.2008 kl. 11:23

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir,ég kalla Alexander oft mikla,eftir allt sem hann hefur gengið í gegn um.Hann verður 8 ára gamall í des.en 8 daga gamall fór hann undir hnífinn fyrst,síðan Boston og allt það.Við eigum svo frábæra lækna,hjúkrunarfólk og ljósmæður,ósk okkar allra er að samið verði við þær strax,,    blessi þig.

Helga Kristjánsdóttir, 11.9.2008 kl. 17:50

4 identicon

Já,  þessir  gullmolar frá  gullmolanum mínum honum Alexander eru frábærir ... og það góða er að þessum skemmtilegu og heimspekilegu gullmolaspurningum og frásögnum fer fjölgandi dag frá degi og segir mikið til um andlegan þroska hans og visku í veikburða líkamanum.   Eins og svo margir foreldrar, þá sé ég svo oft eftir að festa þessa gullmola ekki alla á blað því þeir vilja því miður oft gleymast í dagsins önn.

Kv.Jolla - stolt Alexandersmamma :-)

Jolla (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband