Nína

Nína vinkona mín er mikll aðdáandi Eurovision söngvakeppninnar,svo mikill að jafnvel Palli tekur henni ekki fram,en þetta veit ég þvi ég hef upplifað eftirvæntingu hennar,undirbúning,tilhlökkun.Hún var líka jafnan viss um að við yrðum á meðal efstu þjóða en þegar það gekk ekki eftir var hún sárreið þeim þjóðum sem gáfu okkur ekki stig,sérstaklega norðurlandaþjóðum.Svo kom að því að lag Eyjólfs NÍNA varð framlag okkar. Ég fullyrti að það væri ekki tilviljun hann hefði fengið "vitrun"og nú skyldi hún njóta Eurovisonkvöldsins sérstaklega.Allir vita hve strákarnir "okkar" fóru vel með þetta ég hafði engar sérstakar væntingar og er alltaf með hjartslátt þegar okkar fólk stígur á svið.en þeir voru hreint frábærir.                                          Nína veit hvað hún syngur en veit minna en lítið um íþróttir.       Einhverntíma á þessum árum tókum við að okkur frágang og þrif á vinnustofum og höfðum samband nær daglega til að mæla okkur mót.einu sinni sem oftar hringir hún út af því en er mikið niðrifyrir:Helga ertu búin að lesa um íþrottamanninn sem missti framan af tittlingnum, Ha!¨framan af ti..... í haða íþrótt? Ég veit ekki en hann sagði að mestu vonbrigði lífsins væru er hann missti framan af tittlingnum,    ég hugsa upphátt,Rugby,nei,skylmingum,hvizz,hvazz,nei "hann er alltaf varinn liggur ekki eins og gúrka til niðursneiðingar,er þetta Íslendingur?Bíddu ég skal gá þetta er í DV, hann heitir Ómar Torfason,,,,,,,hvað segurðu þetta er eitthvað grín,heyrðu bíddu ég næ í DV og les þetta sjálf.Viðtalið var við Ómar sem var atvinnumaður í fótbolta og segir í viðtalinu að mestu vonbrigði lífsins hafi verið er Fram missti af titlinum,   ég hló ég hló eg skelli skelli hlóg það leið langur tími þar til ég gat sagt Nínu að hún hefði lesið vitlaust "guð ég las þetta tvisvar"ekki segja þetta neinum ,ég stóð við það þar til hún varð 50tug þá fékk ég leifi til að segja það.Nína vinkona mín er yndisleg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

hahaha! Þessi var góður. Dóttir Ómars Torfasonar leikur nú knattspyrnu með 2. flokki Breiðabliks og er bara nokkuð góð, a.m.k. miðað við það að hafa orðið til eftir að pabbi hennar missti af "tittlingnum"!!!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.4.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband