SAGA UM SJÓ

Ekki alls fyrir löngu hlustaði ég á viðtal við mann á útvarpi Sögu sem sagði og skýrði frá svo áhugaverðum staðreyndum í sambandi við nýtingu sjávarfalla til orkuframleiðslu.Þar sem ég var á keyrslu þegar ég hlustaði á þetta,náði ég ekki hver hann er,en Sigurður G.Tómasson ræddi við hann.Fróðlegt væri að sjá þetta með skýringamyndum í ljósvakamiðlum.Ef ég heyrði rétt skýrði hann frá því að Bretar væru komnir áleiðis með rannsóknir á þessu og önnur staðreynd að Breyðafjörður væri álitlegastur hér á landi vegna sérstakra aðstæðna.Sigurður G.Tómasson alltaf góður og finnur fróða og skemmtilega viðmælendur,þetta veit útvarpsstjóri Arnþrúður Karlsdóttir og hefur áréttað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Helga, ég heyrði þetta viðtal líka en það var þó fyrir nokkrum árum sem ég heyrði fyrst af því að nýta sjávarföllin til orkuvinnslu. Þá var rætt um að virkja sjávarföll á Reykjanesi og við Snæfellsnes en þar mun vera meiri kraftur í þeim en annarsstaðar (ef ég hef tekið rétt eftir). Það sem háir þessu hins vegar er að á ákveðnum tímapunktum þá er engin hreyfing á sjónum, þ.e. milli þess sem það fellur að annars vegar og fellur frá hins vegar. Því þyrfti að útvega orku með öðrum hætti á þeim tíma svo orkuframleiðsla félli ekki niður.

Þetta eru mjög merkilegar pælingar og spennandi að fylgjast með þessu. Kv. Ingó

Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.3.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 148139

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband