Miðvikudagur, 11.4.2012
Ræðir um stöðuna
Fátt er minna spennandi,en "staðan í aðlögunarviðræðunum" þeim ætti að mínum dómi löngu að vera lokið. Hvers má vænta frá aðal-samn.-manni?? Með allri virðingu fyrir honum,hræðist ég alla ,,sérstaka,,sem eru í vinnu hjá þessari ríkisstjórn,vinnandi að innlimun landsins okkar í fallandi ríkjasamband. Hún sést ekki fyrir í ákafanum að ryðja .þeim múrum frá,sem hindra ætlunarverk hennar,skiptir þá ekki máli þótt helguð séu.Ég minnist ekki að Össur hafa svo mikið sem virt þingmenn viðlits,sem spurt hafa hann um samningsmarkmið. Það var þá takmarkið í potta og sleifaslagnum eftir allt saman að svíkja þjóð sína,ætla að þurrka sjávar og landamæri út,helst þjóðernið líka. Við mótmælum eins harkalega og nauðsynlegt er,til að reka þessar boðflennur, sem eru að fremja ólöglegt athæfi í okkar lögsögu,með peningastyrkjum. Látum ekki ólög yfir okkur ganga.
Ræðir um stöðuna í aðildarviðræðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- andres08
- annabjorghjartardottir
- benediktae
- eggman
- eeelle
- coke
- zumann
- godmarino
- hreinn23
- halldorjonsson
- heimssyn
- hildurhelgas
- hhraundal
- haddih
- ingagm
- ingibjhin
- kreppan
- jensgud
- islandsfengur
- jonvalurjensson
- huxa
- eyjapeyji
- photo
- kolbrunerin
- krist
- kristjan9
- krissi46
- lindagisla
- altice
- larahanna
- maggib
- pallvil
- ragnar73
- fullvalda
- ziggi
- snj
- sighar
- stormsker
- saemi7
- kerfi
- asthildurcesil
- astromix
- kermit
- thjodarheidur
- agla
- axelaxelsson
- bjarnijonsson
- dansig
- einarbb
- bjartsynisflokkurinn
- fornleifur
- frjalstland
- geiragustsson
- gudjonelias
- bofs
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gustafskulason
- hlf
- kliddi
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- naflaskodun
- johanneliasson
- jonmagnusson
- prakkarinn
- ksh
- kristinthormar
- kk455
- lifsrettur
- loncexter
- maggi-phil
- maggiraggi
- omargeirsson
- svarthamar
- predikarinn
- raksig
- samstada-thjodar
- fullveldi
- ollasak
- solbjorg
- stendors
- theodorn
- skolli
- valur-arnarson
- vinstrivaktin
- tsiglaugsson
- thordisb
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 148138
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Helga
Hvernig getur þú haldið þessu fram ?
Ef farið verði í ESB þá er þetta ekki rétt !
Þurka sjávar og landamæri út ?
Þetta er bara bull og þvættingur.
Þjóðernið fari líka ?
Þetta er líka bull og þvættingur.
Danir sem eru í ESB eru og verða áfram Danir.
Hræðsluáróður eins og þú setur fram er ekkert annað en innantóm orð og blástur út í loftið.
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 11.4.2012 kl. 15:36
Tek undir með þér Helga, þessir ESBsinnar eru heilaþvegnir af einhverskonar skyndilausnum sem ekki standast neina skoðun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 16:12
Ásthildur
Hvaða bull er þetta.
Ég er ekkert endilega ESB sinni, vil bara sjá hvað samningurinn gerir fyrir okkur.
Þessi þjóðernisrebingur ykkar nei sinna er með ólíkindum.
Engin rök bara hræðsla eins og þegar var verið að fjalla um EES á sínum tíma.
Stóra ljóta grýla tekur ykkur á jólunum ef þið hagið ykkur ekki vel mætti ráða af ykkar sjónarmiðum.
Við erum nú þegar hálf í ESB gegnum EES.
Það má segja líka að stjórnarfar og hvernig gengið hefur að ráða við verðbólgu og gengisfall krónunnar undanfarin 50 ár er ekki góður árangur.
Líklega þess vegna erum við með ónýtan gjaldmiðil og verðtryggingu og gjaldeyrishöft.
Verði þér að góðu !!
Enginn að tala um skyndilausnir heldur lausnir !
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 11.4.2012 kl. 16:52
Sæll Jóhannes! Það verðu nú ekki hlaupið upp til handa og fóta,aðrir inn, við út,ef svo slysalega verkaðist að innlimun Íslands í Esb. yrði staðreynd. Hingað til hefur þetta apparat gefið sér góðan tíma til að vinna lönd. Getur þú mótmælt því að stefnan sé Evrópustórríki án landamæra? Þú segir hræðsluáróður!! Jæja finnst þér þá sjálfum hætta stafa af þessari þróun. Eins og ég segi hér,er ríkisstjórnin að vinna fyrir Evrópusambandið,ég mótmæli því að hún brjóti landslög æ oní æ,núna seinast með því að opna Evrópustofu,taka við framlagum frá þeim til áróðurs. Afkomendur mínir eiga betra skilið,en heimsyfirráða aurasálir,sem æðstavald. Minn tími er kanski knappur,hann nýti ég í baráttu fyrir þjóð mína,þú þolir sannleikann? Smá orð og blástur fór ekki í loftið,fyrst það hreyfði við þér,en það lagast,en þú ert Evrópusinni, það lagst aldrei.
Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2012 kl. 16:59
Sæl drottning! Sá þig ekki fyrr en núna ,en gott að vita af þér,baráttukveðjur.
Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2012 kl. 17:01
Daginn
Alþjóðalög og samningar ganga nú þegar þvert á þjóðir hvort sem þeim líkar það betur eða verr.
Gott dæmi með EES.
Þar eru sett inn lög án þess að við höfum neitt um það að segja.
Er það að missa fullveldi ?
Við innleyðingu á Schengen þá getum við Íslendingar ferðast um Evrópu á þess að þurfa að fá vegabréfsáritanir og þeir til okkar, er það að missa fullveldi ?
Fullveldi er hugtak sem stundum tekur breytingum.
Hef trú að Íslendingar verða og eru alltaf Íslendingar eins og Danir eru alltaf Danir.
ESB var stofnað fyrst og fremst til að koma í veg fyrir stríðsátök í Evrópu og það hefur tekist mjög vel.
Þjóðrembingur er og verður alltaf neikvæður og endar oft í átökum á milli þjóða.
Við getum líka lokað okkur af eins og Norður Kórea :-)
Væri kanski ásættanlegt fyrir ykkur bara spyr ?
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 11.4.2012 kl. 17:23
Jóhannes,erum við ekki alltaf að endurtaka okkur? Mér sýnist nú full ástæða til að hræðast EES. En manneskjan er þannig gerð að hún þarf að uppgötva vankantana og segja sig frá því sem veldur vandræðum,svona rétt eins og Shengen. Ertu að segja satt? Erum við hálf inn í ESB. gegnum EES.,Það munar að minnsta kosti fullu,fullveldi!!!! Nú förum við að metast á,hvor er betri minn eða þinn rembingur Jóhannes. Annars bestu kveðjur.
Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2012 kl. 17:35
Sæl Helga
Þess vegna eigum við að fá að kjósa um samninginn, eins og þú segir réttilega þá erum við ekki á sömu skoðun og það er í góðu lagi.
Við búum í lýðræðisríki og eigum að fá að kjósa um umdeild málefni og verðum svo að sætta okkur við þá niðurstöðu sem koma út úr þeim kosningum.
Þú hlítur að vera sammála um það í það minnsta ?
Ekki er hægt að fullyrða um samning sem ekki er kominn á blað og rökræða með eða á móti.
Ég hlít að hafa sama rétt og þú þegar þessi mál eru borin upp ?
annað gengur ekki upp.
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 11.4.2012 kl. 18:15
Jóhannes það er ekkert til að kíkja í neinn pakka. Meira að segja evrópusinninn Þorgerður Katrín viðurkenndi að þarna væri um framsal sjálfstæðis að eiga, við verðum bara að viðurkenna það sagði hún. Það er bara spurning um hvort þjónar okkur betur.
Þess vegna er enginn pakki að kíkja í, bæði stækkunarstjóri ESB og fleiri hafa sagt berum orðum að engar varanlegar undanþágur verði veittar. Og ef þú skoðar Makrílveiðar og kvótamálin um hann, sérðu hvað þetta bandalag er að gera. Og nú heimta þeir að fá að koma inn í málaferli ESA.
Eilífar hótanir og mútur. Slíkt bara vil ég ekki að viðgangist. Þið sem viljið kíka í pakka, þurfið að opna augun og lesa það sem stendur milli línanna. Það sem ekki má segja og ekki tala um. Það sem ríkisstjórnin reynir á allann hátt að forðast að tala um.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 18:36
Sæl Ásthildur
Meira en helmingur þjóðarinnar vill klára aðildaviðræður og kjósa svo um samninginn þegar hann er klár.
Við sem höfum áhuga að skoða þetta mál nánar erum í sama rétti og þið hin.
Ég skil mæta vel þær áhyggjur Íra og skota þegar rætt er um makrílinn, þeir eru að reyna að vernda sinn hlut. Enda er makríllinn nýlega genginn í Íslenska lögsögu í svo miklu mæli sem nú er.
Við börðumst aldeils vel fyrir okkar 200 mílum á móti Bretum þegar þeir voru hér að veiða og við unnum.
Þá misstu margir sjómenn þar sitt lífviðurværi.
Það mun enginn heilvita Íslendingur gefa eftir rétt á auðlindum, þó svo að við höfum sjálf gefið hann vel völdum sægreifum !
Ég gef ekki mikið fyrir ykkar rök og hræðsluáróður fer ekki vel í mig.
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 11.4.2012 kl. 18:52
Það er ekkert um að ræða að kíkja í neinn pakka Jóhannes. Svo ritar Björn Bjarnason þegar hann fór til Brussel og Berlín í fyrra haust til að kynna sér málefnin.
"Mánudagur 26. 12. 11
Einkenni málflutnings þeirra sem vilja ekki að gert sé hlé á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og á ástæðunum fyrir því að sótt var um aðild eru hin sömu: í báðum tilvikum má ekki ræða efni málsins.
Að baki samþykkt aðildarviðræðnanna liggur sú blekking að unnt sé að sækja um aðild að ESB án þess að ætla sér annað en athuga hvað í henni felist. Þegar þeirri athugun verði lokið megi skoða niðurstöðuna og taka afstöðu til hennar. Málið er ekki svona einfalt. Aðildarumsókn jafngildir ákvörðun um aðlögun. Þá staðreynd hefur verið leitast við að fela í 30 mánuði. Feluleikurinn hefur eyðilagt trúverðugleika íslensku viðræðunefndarinnar og gert hana svo háða viðmælendum sínum í Brussel að þeir telja sig hafa örlög nefndarinnar í hendi sér.
Hvarvetna innan ESB-ríkja má sjá málsmetandi menn, þar á meðal einlæga stuðningsmenn Evrópusamrunans, vekja máls á hinni einstöku áskorun sem blasir við ríkisstjórnum aðildarríkjanna þegar samstaða þeirra hefur brostið og enginn sér enn hvernig brotunum verður raðað saman. Stuðningsmenn ESB á Íslandi stinga höfðinu í sandinn þegar vakið er máls á þessari áskorun. Þeir vilja ekki ræða framtíð ESB"
Og svo hér:
ESB-rökin fyrir aðild Íslands finnast ekki í Berlín - hvað um Reykjavík?
Berlín VI
7.11.2011
Eftir að hafa í þrjár vikur setið fundi með stjórnmálamönnum, stjórnarerindrekum og embættismönnum í Brussel og Berlín og rætt um stöðu Evrópusambandsins, úrslausnarefnin á evru-svæðinu og aðildarumsókn Íslands eru sjónarmið ESB-aðildarsinna á Íslandi fjær því í mínum huga að samrýmast bláköldum staðreyndum en áður.
Hér þykir mönnum ekki mikið til þeirra raka koma að óhjákvæmilegt sé að leiða viðræður fulltrúa Íslands og ESB til lykta svo að kosið verði um niðurstöðuna. Hana geti menn í raun séð fyrir því að skilyrði ESB séu skýrt og ótvíræð. Alþingi Íslendinga hljóti að hafa gert sér grein fyrir þegar um var sótt. Í Þýskalandi fagna menn því að hins vegar skilyrt sé að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið að lokum. Aldrei hafi verið efnt til slíkrar atkvæðagreiðslu í Þýskalandi.
Ég sé að nokkuð er látið með grein sem Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og álitsgjafi Fréttablaðsins, ritar í blaðið mánudaginn 7. nóvember þar sem hann veitist að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Bjarna Benediktssyni, formannsframbjóðendum í Sjálfstæðisflokknum. Um þá skoðun að telja ekki skynsamlegt að halda áfram aðildarviðræðum við ESB segir Guðmundur Andri: „Það er auðvitað skiljanlegt sjónarmið hjá öfgamönnunum til hægri sem telja Evrópusambandið vera kommúnistasamsæri og vinstri sem líta á það sem auðvaldssamsæri.“
Ef ég hefi lagt þann kafla greinar Guðmundar Andra í þýskri þýðingu fyrir viðmælendur mína í Berlín í dag hefðu þeir örugglega talið að um grín og gaman væri að ræða en ekki fúlustu alvöru. Þegar Guðmundur Andri kallar þá „þvergirðinga“ sem eru andvígir ESB-aðild notar hann orð sem á erlendri tungu myndi notað um útlendingahatara og þjóðernissinna.
Allir sem kynna sér málatilbúnaðinn að baki umsókn Íslands að ESB átta sig á því að þar réðu tveir þættir úrslitum: Samfylkingin sneri upp á handlegg vinstri-grænna (VG) og sagði: Þið fáið ekki ráðherrasæti nema þið samþykkið aðildarumsókn! Í öðru lagi var evran nefnd til sögunnar, án hennar yrði íslenskt efnahagslíf í eilífri rúst.
Í orðum Guðmundar Andra er ekki að finna eina einustu röksemd fyrir því að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið. Síðast í dag spurðu menn úr Piratenpartei, Sjóræningjaflokknum sem fékk alla 15 frambjóðendur sína kjörna á sambandslandsþingið í Berlín fyrir skömmu: Hvaða rök sérðu fyrir því að Ísland gangi í ESB? Þegar ég sagðist ekki sjá nein kom í ljós að við vorum sammála.
Guðmundur Andri fellur í sömu gryfju og aðrir ESB-aðildarsinnar. Hann telur nauðsynlegt að halda áfram viðræðum af því að þjóðin vilji það. Með því að ýta Samfylkingunni til hliðar í þingkosningum yrði aðildarferlinu sjálfkrafa lokið. Þingkosningar kæmu í stað þjóðaratkvæðagreiðslu. Hver sá sem vill hvorki hafa yfir sér óvissu í aðildarmálum né Samfylkinguna getur slegið tvær flugur í þingkosningum.
Í dag hitti ég þingmann í Bundestag, þýska sambandsþinginu, sem sagði flokk sinn ekki hlynntan aðild Íslands að ESB. Flokkurinn segði það þó ekki opinberlega af því að hann vildi ekki fá á sig þann stimpil að sýna þeim dónaskap sem bankaði á dyr ESB. Gerði hann það kynni hann að sæta ákúrum fyrir að vera heimóttalegur eða jafnvel fjandsamlegur í garð útlendinga. Slíkt vildu menn að sjálfsögðu forðast.
Þingmaðurinn hefur líklega verið með í huga að verða ekki fyrir svipuðum svívirðingum og Guðmundur Andri dembir yfir andstæðinga sína.
Áróðursmennirnir fyrir viðræðum, viðræðnanna vegna með það að markmiði að einhvern tíma fáist niðurstaða sem leggja megi fyrir þjóðina geta ekki sagt hvenær pakkinn komi frá Brussel. Einmitt þess vegna láta Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson eins og Danir muni vinna stórvirki við að „opna“ kafla, stofna til viðræðna um fleiri mál milli Íslendinga og fulltrúa ESB, frá 1. janúar til 1. júlí 2012. Danir hafa hins vegar ekki gefið neitt loforð um að „opna“ alla kaflana. ESB-menn segjast ekki vilja ræða um sjávarútvegsmál fyrr en að ný ESB-stefna hafi verið mótuð, líklega á árinu 2013.
Hvernig væri að Guðmundur Andri kynnti lesendum sínum hvað hann vill bíða lengi eftir pakkanum frá Brussel? Telur hann þolinmæði þjóðarinnar í þessu sé takmarkalausa?
Vonbrigði ESB-aðildarsinna yfir því að ekki sé ágreiningur milli formannsframbjóðenda í Sjálfstæðisflokknum eru mikil. Forystumaður þeirra innan Sjálfstæðisflokksins sér meira að segja ástæðu til að taka fram að ekki séu allir andstæðingar ESB „asnar“. Umburðarlyndið er mikið fyrir skoðunum annarra.
Hvenær skyldu ESB-aðildarsinnarnir taka til við að ræða hvað mælir með því að Íslendingar stigi skrefið inn í ESB? Að þeir geri það ekki er skiljanlegt. Þeir vita ekkert hvernig ESB verður þegar viðræðum kann að ljúka. Þeir hafa tapað rökunum um evruna. Þeir eiga aðeins Samfylkinguna eftir. Telja þeir að hún hafi burði til að koma Íslandi inn í ESB?
„Í sérstökum bæklingi sem Evrópusambandið hefur gefið út til að útskýra stækkunarferlið er kafli sem heitir Aðlögunarviðræður. Kaflinn hefst á þessum orðum: “Fyrst er mikilvægt að undirstrika að hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Aðlögunarviðræður beinast að skilyrðum og tímasetningum á inngöngu umsóknarríkis, framkvæmd og beitingu ESB-reglna, sem eru upp á 90.000 blaðsíður. Og þessar reglur (líka þekktar sem „acquis“, sem er franska yfir „það sem hefur verið ákveðið“) eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki er þetta í grundvallaratriðum spurning um að samþykkja hvernig og hvenær eigi að framkvæma og beita reglum ESB og starfsháttum. Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar umsóknarríkis á reglunum.““
Og nú má spyrja hvar eru þessar 90.000 bls, hafa þær verið þýddar á íslenska tungu, hefur einhver kynnt sér þær frá a til ö. Og hvar hefur þetta verið kynnt fyrir almenningi?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 19:42
Sæl Ásthildur
Hef ekki mikið álit á Birni Bjarnasyni.
Sjálfstæðismennirnir skitu upp á bak þegar stjórnlagafrumvarpið var á dagskrá.
Og tel að þið viljið vera með status Q og keyra landið í annað þrot þegar lýðurinn er búinn að gleyma útrásinni ykkar :-)
Eins og einn sjálfstæðismaðurinn sagði ( guð blessi Ísland ) !
Sjálfstæðisflokkurinn er góður fyrir þá útvöldu og lýðurinn fylgir í blindni.
Sjálfstæðismenn og kúlulán fara vel saman, borga eftir minni :-)
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 11.4.2012 kl. 20:12
Nákvæmlega að skjóta sendiboðan. 'Eg hef að mörguleyti ekki álit á mörgu af því sem hann stóð fyrir. En hér segir hann einungis frá því sem sagt var við hann. Af því það hentar ekki málstaðnum sjáðu til.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2012 kl. 20:34
Takk fyri Ásthildur mín!
Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2012 kl. 21:12
Jóhannes! Þvinguð aðgerð,eða svo sögðu saklausir nýliðar er Jóhanna stóð yfir þeim og náði tilskyldum fjölda svo Össur gæti brunað með til Brussel. Ég mun aldrei fyrirgefa þeim að fá ekki að kjósa um það. Nú eru þeir sem hneyskluðust mest gengnir Jóhönnu á hönd. Það er rangt að við getum ferðast um Evrópu án vegabréfs V/shengen. Hvern varðar um þótt Esbéið sé stofnað til að girða fyrir að þessar gömlu vígaþjóðir tækju upp á að drepa hverjir aðra.Það er Esbéið,sem við langflestir Íslendingar viljum ekki láta þvinga okkur í,við erum nægjanlega mörg,við getum og höfum vald til að kæra allar ólölegu aðfarir stjórnarinnar,það ætti að gerast strax. Þar með er þessi umsókn búið spil. Spillingin er varin meðan þessir flokkar eru í stjórn.
Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2012 kl. 21:59
Helga
Spilling !
Spilling er þegar gamli Búnaðarbankinn var seldur S hópnum.
Spilling er þegar gamli Landsbankinn var selur Rússagulli sem kom aldrei.
Spilling er hvernig fé úr Samvinnutrygginum var komið í lóg.
Spilling er þegar hlutabréfum fyrir milljarða var ráðstafað á kúlulánum til fólks sem stofnaði félög sem ekki voru borgunarmenn fyrir.
Spilling er hvernig kvótakerfinu var komið á.
Spilling hefur verið áður en þessi ríkisstjórn kom.
Ekki tala um spillingu án þess að bursta tennurnar, því hrunið kenndi okkur þetta allt á nýjan leik.
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 12.4.2012 kl. 01:42
Spilling er líka þegar fólk sem kemst í ríkisstjórn svíkur ÖLL SÍN KOSNINGALOFORÐ. Það er spilling af fyrstu gráðu. Og það er ennþá meiri spilling að kunna ekki einu sinni að skammast sín fyrir það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 01:45
Ásthildur
Þá verður þú að átta þig á stjórnmálum.
Hvenær hafa stjórnmálaflokkar staðið við öll kosningaloforð.
Ég myndi mæla með að þú tækir höfuðið úr sandkassa og sjáir hvernig stjórnmál eru í raun og veru :-)
Þetta á líka við Sjálfstæðisflokkinn.
Flokkinn sem ég hef kosið og hefur ekki alltaf verið sáttur við.
Hef kosið nokkra flokka sem ekki hafa staðið við öll kosningaloforð.
Þetta er allstaðar svona ekki bara á Íslandi.
Þess vegna væri betra að kjósa menn og málefni en ekki flokka :-)
En spilling líttu betur aftur fyrir hrunið og reyndu að komast að því hvernig þetta fór svona ílla á nokkrum árum.
Einhverju var logið að okkur það er morgun ljóst !
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 12.4.2012 kl. 01:59
Jóhannes ég hef verið í pólitík, hef kosið Sjálfstæðisflokkinn allof oft, en ekki lengur síðastliðin 12 ár eða svo. Fór að vinna með öðrum flokki sem ég átti góða samstöðu með, var þar m.a. í miðstjórn í nokkur ár. Hef verið formaður kjördæmaráðs í þeim flokki um árabil.
Já ég þekki alveg til stjórnmála, og ég veit að flokkar svíkja kosningaloforð, en þegar flokkar eins og VG svíkja allt sem þeir hafa lofað að berjast fyrir... og gegn. Þá er of langt gengið. Samfylkingin er að mínu mati mesta lágkúran hér á landi.
Þess vegna kýs ég fyrst og fremst málefni. En þá þurfa flokkar að hafa málefnin á hreinu ekki satt?
þú getur einungis treyst á það sem fólk lofar fyrir kosningar, meðan ekki er persónukjör, og útstrikanir eru þannig að það þarf afskaplega marga til að mark sé tekið á slíku, man ekki eftir neinu nema þegar Árni Johnsen þurfti að lúffa úr fyrsta sæti vegna útstrikana á sínum tíma eftir upreista æru.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 02:09
Ásthildur
Þá veist þú það þegar tveir flokkar með ólík sjónarmið fara í ríkisstjórn þá fæst ekki allt sem var lofað.
Þetta á við bæði VG og Samfylkinguna.
Eins og Sjálfstæðisflokkinn og Framsók.
Ekki tala um Árna Johnsen og þegar Forseti Íslands var erlendis þegar hann fékk uppreisn æru.
Svo koma allir þessir stjórnmálamenn á þing og ekkert breytist ?
Það var líka dæmdur maður sem fékk að kaupa Landsbankann gamla :-)
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 12.4.2012 kl. 02:23
Já ég veit Jóhannes, en málið er að það er dálítið furðulegt ekki satt þegar einn stjórnmálaflokkur brýtur ÖLL SÍN KOSNINGALOFORÐ til að komast að kjötkötlunum. Og fer ítrekað á móti samþykktum eigin landsfunda. Allt til að þóknast stærri flokknum. Þetta kallast ekki samningar heldur undirlægjuháttur.
Og það þarf að halda hinu til haga máli Árna Johnsen og uppreistu æru hans meðan forsetinn fór í frí.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 09:57
Það fer vel á því að bloggvinkona mín eigi síðasta orðið (-:
Af þessu getum við séð að Jóhannes er ekkert endilega ESB sinni,að eigin sögn.
Skýr fyrirmæli að hafa hreinan skolt,sé talað um spillingu!!!
Þér er ráðlagt að reysa höfuð þitt úr sandkassanum,svo þú sjáir (spillingar)-stjórnmál betur!!
Samfylkingu var falið vald, í því felst falið vald,ægivald,falskt og fólskt.
Niðurstaða: Við eða þau.
Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2012 kl. 12:43
Takk Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 12:52
Sem síðasta orð við ykkur þá ætla ég mér að nota þetta :-)
Hér hafið þið það.
Don't argue with an idiot, an idiot will drag you down to their level, and beat you wiht experience.
Fer ekki niður á ykkar level þar sem þið sjáið bara eina þrönvga hlið á málinu.
Bara undirstrika þá vil ég ekki óbreitt ástand á Íslandi undanfarin 12 ár og vil sjá samninginn kláraðan.
Þá tek ég afstöðu með eða á móti.
Meiri líkur á þá að ég sé með núna en á móti.
Matvælakarfan á íslandi hefur hækkað 32% með hún hefur hækkað í evrópu 5,2%
Fjarskiptakostnaður hækkað á Íslandi 24,5% á meðan í evrópu 4,7% lækkun
Áfengi og tóbak hækkað á Íslandi 55,9% á meðan í evrópu 14,9% hækkun
Föt og skór hækkað á Íslandi 31,4% á meðan í evrópu 7,9% lækkun
40ára húsnæðislán á Íslandi er tugum milljóna meiri kostnaður fyrir Íslendinga en í evrópu.
Þetta hugnast mér og eru rök fyrir því að fara í ESB.
Þetta verða mín síðustu orð til ykkar.
Þið getið haldið áfram að bulla eins og þið viljið :-)
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 12.4.2012 kl. 22:47
Upplýsingar um þessar prósentu tölur eru byggðar á samræmdri vísitölu neysluverðs, tekið saman af Hagstofu Íslands í mars 2012.
Og eru byggð á tölum undanfarin ár.
Verðtryggingin okkar og okurvextir og verðbólga stórskemmir samanburð okkar á Íbúðarlánum miðað við nágranna ríki okkar.
Lánin okkar gera ekkert annað en hækka !
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 12.4.2012 kl. 22:53
Jóhannes B Pétursson, 12.4.2012 kl. 23:03
Kýpur er komið á svarta listann hjá Esb. Peningar,jamm enginn getur án þeirra verið,en ég sel ekki börnin mín eða annara í ánauð til Esb. Afhverju hækkar matarkarfan góði minn? Vegna óstjórnar. Það á að leyfa frjálsar strandveiðar,það á að virkja Þjórsá.svo ég nefni ehv. Nei,það vill stjórnin ekki það rímar ekki við planið þeirra. Þú minnir mig í stíl og töktum á Ásmund nokkurn,áttu frænda með því nafni,kanski heitir hann fleiri nöfnum. Sonur minn var að koma frá Spáni hitti Íslending sem er búinn að vera atvinnulaus í allan vetur utan að hann fór til Noregs fékk smá tíma vinnu. Konan hans er heima núna og sendir honum fyrir mat, góðar krónurnar!!! Kunningi er í Grikklandi að þjálfa fótbolta,fær ekkert borgað,,,ég finn til með Grikkjum. Björgunar-pakkinn þeirra seinasti fór i vopnakaup,hvað myndum við verða að kaupa í sömu sporum,sem þið eruð að reyna að koma okkur í Oj! barasta úrþvætti peningasýkisvaldaöfl. Láttu mig svo í friði í dag er dánardagur mannsins míns heitins ,ég ætla að haf frið.
Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2012 kl. 23:42
Helga
Innilegar samúðarkveðjur.
Læt þig í friði og tala ekki meira um þetta.
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 12.4.2012 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.