Vonbiðill

Hann er farinn að syngja kostgangarinn minn,frá því í hríðinni í vetur. Hann syngur nokkur tilbrygði, 3/4 takta,síðan krullur og krúsidúllur í djass stíl,þann takt tek ég til mín. Ég veit ekkert hverra fugla hann er,en hrífst af bjartsýni hans.
Rómantíski vinur minn!! Heillaðu hana upp af klónum,svo hún flögri til þín,byggið ykkur hreiður,ég skal stugga villiköttunum frá,þeir eiga að vera heima hjá sér ,á þingi. Ég ætla að sofna við hugljúfu og hreinu röddina þína,gott að þú finnur öryggi í Skaldborginni minni,góða nótt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Falleg færsla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2012 kl. 09:30

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk Ásthildur mín!

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2012 kl. 10:59

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu Ásthildur og takk Helga þetta fær mann til að hugsa aðeins út fyrir þetta venjulega box.

Annars er ég ekki frá því að hreiðurgerðin sé byrjuð hér í garðinum hjá mér og hafa verið að meðaltali 8 til 9 hreiður sem ég hef getað gengið að síðustu sumur og á ég ekki von á því að þau verði færri í ár.

Þetta er yndislegur tími. Kv.góð

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.4.2012 kl. 14:31

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er yndislegur tími allt grær og hlakkar til sumarsins. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2012 kl. 15:42

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Göngum saman mót sumrinu! Spurningin er hvort við höfum tíma til að ganga útfyrir boxið Ingibjörg mín. Það er eldur í æðum okkar,þið vitið hvað ég meina.

Ásthildur þú syngur! Þú værir nú til með að syngja,þegar við fögnum að

umsátrinu er lokið!!

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2012 kl. 16:31

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þá hef ég upp raust mína og syng hástöfum Helga mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2012 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 148137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband