Gestrisni

Þessi makalausi tími,gerir gamalt gott,í samanburði við nútímann,á svo mörgum sviðum. Það megum við Íslendingar eiga,að við miklumst af gáfum hreysti og þrautsegju forfeðra okkar. Smá ókostir eru bara persónutöfrar.þannig varð frænku minni einatt að orði;"Það eru allir góðir þegar þeir eru dauðir"vísaði þá til minningargreina. Gestrisni var viðbrugðið á árum áður,þannig man ég eftir tengdaforeldrum mínum taka á móti fullum rútum af fólki í kaffi eða/og snæðing,frá Hellissandi,eftir að þau voru flutt á Akranes.Það rifjaðist upp í áramóta ,gilliboði, dóttur minnar og tengdasonar. Allar þær kjöttegundir,grænmeti og eldunaraðferðir,sem unga fólkið kann að meðhöndla í dag,ber framþróun og góðæri allt frá þeim tíma vitni,viðmótið,gestrisnin og alúðin er sú sama. Léttleikinn sveif yfir borðum og minnst var gestgjafa þessara gömlu tíma; Elsku borðið nú vel það er nóg til; Kannski þótti vissara á þeim tíma að taka það fram,svo enginn héldi aftur af sér. Gestgjafar sögðu gjarnan,það er ekki svo oft sem ég bíð til veislu. Þannig var það í erfidrykkju einnar af hinum mætustu konum þorpsins á vesturlandi. Dóttir konunnar lagði sig fram.af sinni alkunnu gestrisni og sagði ;" Elsku fáið þið ykkur meira,það er ekki svo oft sem hún mamma deyr".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 148140

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband