Mánudagur, 31.10.2011
S-V-I-K-A-R-A-R !!!!
Upp komast svik um síðir,nokkuð sem maður vissi, en á þennan hátt kaldrifjað plott...Við höfum uppgötvað svikin og blekkingarnar í skömmtum frá því þessi fjandsamlega stjórn tók við . Hingað til hefur mótmælin farið fram á bloggsíðum og stöku mótmælafundum. Stærsta mótmælafundinum um þetta leiti í fyrra átti að halda áfram dag eftir dag,en núna góðir hálsar!! Er ekki mælirinn fullur eða hvað? Detti þeim í hug að þolinmæðin sé endalaus,skulu þau komast að því gagnstæða. Nú er best að hægja á heitstrengingum,láta verkin tala,máltæki sem notað hefur verið í þingsölum um árin.
Sömdu fyrir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- andres08
- annabjorghjartardottir
- benediktae
- eggman
- eeelle
- coke
- zumann
- godmarino
- hreinn23
- halldorjonsson
- heimssyn
- hildurhelgas
- hhraundal
- haddih
- ingagm
- ingibjhin
- kreppan
- jensgud
- islandsfengur
- jonvalurjensson
- huxa
- eyjapeyji
- photo
- kolbrunerin
- krist
- kristjan9
- krissi46
- lindagisla
- altice
- larahanna
- maggib
- pallvil
- ragnar73
- fullvalda
- ziggi
- snj
- sighar
- stormsker
- saemi7
- kerfi
- asthildurcesil
- astromix
- kermit
- thjodarheidur
- agla
- axelaxelsson
- bjarnijonsson
- dansig
- einarbb
- bjartsynisflokkurinn
- fornleifur
- frjalstland
- geiragustsson
- gudjonelias
- bofs
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gustafskulason
- hlf
- kliddi
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- naflaskodun
- johanneliasson
- jonmagnusson
- prakkarinn
- ksh
- kristinthormar
- kk455
- lifsrettur
- loncexter
- maggi-phil
- maggiraggi
- omargeirsson
- svarthamar
- predikarinn
- raksig
- samstada-thjodar
- fullveldi
- ollasak
- solbjorg
- stendors
- theodorn
- skolli
- valur-arnarson
- vinstrivaktin
- tsiglaugsson
- thordisb
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 148137
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Athugasemdir
Til er ég og við munum sjást við alþingi þessa vikuna við hreinsunarstörf!
Sigurður Haraldsson, 31.10.2011 kl. 07:22
Þetta var erfiðasta málið í stjórnarmynduninni og við lá að strandaði endanlega á því. Sem passar illa við orð Atla að samið hafi verið um málið fyrir kosningar.
Atli skrökvar - nei hann lýgur - þú sérð það í hendi þér, hugsir þú málið aðeins. Þetta var 1. frétt dögum saman meðan á myndun stjórnarinnar stóð.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.10.2011 kl. 07:23
Axel Jóhann það kann aldrei góðri lukku að stýra að byrja með lygar.
Ríkisstjórnin varð strax uppvís að því að nota lygar í vinnubrögðum til að ná sínu fram og nægir að nefna Icesave.
Það er ekki mark takandi á einu eða neinu sem kemur frá Steingrími. Núna er hann harður á því að Íslendingar haldi krónunni á sama tíma og það er unnið hörðum höndum í stjórnsýslunni að grafa undan henni...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.10.2011 kl. 07:39
Atli var innsti koppur í búri VG á þessum tíma og hafði þó nokkuð fylgi á bakvið sig. Upplýsingar frá honum, eru að mínu mati öllu öruggari en áliktanir þínar Axel. Atli var innvígður á þessum tíma og vissi hvað menn voru að véla. Þessi VG sjálfslygi "að kíkja í pakkann" var náttúrulega til að gefa ESB andstæðingum í flokknum sálarfrið svo SJS og co gætu loksins komist í valdastólana. Það á að keyra þetta mál áfram þar til þeir segja " við erum komin inn það þarf ekkert að kjósa um þetta og sjáið hvað við fáum mikið útúr þessu það er ekki aftur snúið" Þessi Khomeini pólitík SJS
hefur reynst honum vel hingað til, teyma liðið á nefhringnum inní ESB.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 08:36
Þó Steingrímur og hans nánustu Álfheiður dettur mér í hug, hafi samið við Samfylkinguna, þá er ekki víst að það hafi verið léttur róður að sannfæra félaga sína um þetta, það er því alveg öruggt að mínu mati að Atli segir sannleikann.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2011 kl. 10:09
Axel ,,erfiðasta mál í stjórnarmyndunar viðræðunum,, af því að við lá að strandaði endanlega á því ,passar það ekki við orð Atla. Er það ekki alt eins rökstuddur grunur svo ekki sé meira sagt að sinni,að það tók tímann sinn að kokka ofan í liðsmenn V.G. Auðvelt að sjá fréttir frá þessum tíma.
Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2011 kl. 12:36
Sigurður,mætum niður í Alþingi,þarf að ná mér í íslenska fánann.
Ingibjörg,við gleymum ekki Icesave lygunum,sem einar og sér eru saknæmar. Sveinn,þú nefnir ,,kíkja í pakkann,, lygina,meðan við enn erum frjáls, látum við ekki reka okkur eins og fénað í esb.réttina. Ástildur mín,það eru einmitt rökin sem þú nefnir,,,ég trúi Atla í hjarta mínu.Hvers vegna ætti hann að nefna þetta,nema honum blöskrar valdnýðslan,hefur örugglega látið Steingrím heyra það,en ekki dugað,þegar völd hans eru í veði.
Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2011 kl. 12:59
Fyrsti þingfundur eftir hlé er á morgun kl. 13:30 og mun ég mæta að Alþingi ekki seinna en 12:00 flott væri að sjá fleiri því við megum til að gera eitthvað annað en að blogga!
Sigurður Haraldsson, 31.10.2011 kl. 15:23
Gott Sigurður ,það geri ég líka,ætla að senda áskorun,til góðrar bloggvinkonu. Sjáumst!
Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2011 kl. 15:29
Ekki þýðir neitt fyrir flokkshollustumanninn AJ að ofan að ætla að fara að hvítþvo ómerkilegheitin í þessu ljóta máli gegn kjósendum VG. Forysta Samfó og VG eru SAMSEK í blekkingum og undirförli. Og hefur AJ efni á að tala um lygar???
Steingrímur fór jafnlúalega á bak við bæði alþingismenn og þjóðina í ICESAVE málinu: Nei, nei, enginn var að semja neitt en 2 dögum seinna birtist hann með fullbúinn og ólöglegan samning.
Það verður að láta Jóhönnu, Steingrím og Össur sæta ábyrgð fyrir bæði málin og Jóhönnu og Steingrím fyrir skuldamálin.Elle_, 1.11.2011 kl. 14:30
Sæl! Var að koma inn eftir langan útivistar dag. Þau skulu fá að gera það. Elle,dettur nú oft í hug,hendingar Halldórs Kiljan,s; Upp úr sápuvatni sannleikans þvær lygin sína ull, svo er nú það." Ég var á pöllum Alþingis í dag,hafði ekki hugmynd um að sysrurdóttir mín Eyrún,var þarna varamaður fyrir Ásbjörn Óttar. Rætt var um skerðingu á heilsugæslum víða um land m.a. Annars var allt í ró og spekt.þannig vilja þau hafa það,sem halda um stjórnartaumana. á meðan fjölgar opinberum starfsmönnum,en fyrirtækin segja upp statfsmönnum sínum,hver verður eftir til að borga skattana, svo þeir opinberu fái laun.
Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2011 kl. 23:44
Sæl Helga. Ég vissi alltaf að "kíkja í pakkann " var bara friðþæging hjá VG enda hljómar það svo saklaust og jafnvel skynsamlegt. En til hvers þegar menn eru ákveðnir að selja ekki landsins gæði að vera að skoða einhverja díla sem síðan leiða menn áfram þar til ekki er hægt að snúa við. Sjáðu hvað gerist í Grikklandi.. Þar hélt forsætisráðherrann að hann væri frjáls og gæti látið þjóðina kjósa Þvílík börn sem menn geta verið á köflum , jafnvel greindasta fólk. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 3.11.2011 kl. 23:12
Kolla mín! Þakka þér kærlega fyrir innlitið,svo sannarlega lítur þetta nákvæmlega svona út. Ég trúi á okkur,frjáls Íslendinga.
Helga Kristjánsdóttir, 4.11.2011 kl. 02:08
Helga má ég forvitnast um föðurnafn Eyrúnar og eins úr hvað bók Halldórs er þessi frábæra tilvitnun um lygina? Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 6.11.2011 kl. 08:13
Já sæl, Eyrún er Sigþórsdóttir,er núna sveitastjóri í Tálknafirði. Ja,nú veit ég ekki,en spyr tengdason minn sem er m.a. bókaormur. Það að ég kann þetta svona utan að er að maðurinn minn heitinn,fór oft með þetta,því honum fannst mikið til þess koma. Var ekki svona gin keyptur fyrir bókmenntum bróður síns Steinars Sigurjónssonar,en hann var eins og svo margir aðrir,meira viðurkenndur eftir andlát sitt. Nú hefur verið gefið út heildarsafn skáldsagna hans,leikrit sett á svið í Hafnarfirði,það var virkilega gott,manni varð að orði,vá þetta er Steinar,, flottur.
Helga Kristjánsdóttir, 7.11.2011 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.