Hænur!!

                   Virðast vitlausar,en eru það samt ekki.Alla vega er þeim gefið vitið að varast válegar skepnur eins og ketti og og máva. Það er þá ekki áunnin hræðsla eða hvað? Heldur genatisk,því svo lengi hefur þessi stofn lifað hænu,fram af hænu,í öruggu skjóli manna, Hænsnaskjaldborg. Þetta kom mér í hug þegar ég sá nokkrar hænur með 2 hana,inni í Vogahverfi. Mér var sagt að 1 púddan hefði tekið að sér þá 4 unga sem klökktust út,þótt ætti þá ekki alla sjálf. Þessi púdda-mamma hafði komið auga á máva,sem vomuðu yfir í leit að æti. Sú gamla vappaði þá með ungana inn undir runna,hún skynjaði hættuna. Litla innbyggða tilfinninga-greind litlu unganna ,sagði þeim að henni einni væri treystandi,hún lét sér annt um þá.       

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Eðli dýranna er svo sterkt...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.6.2011 kl. 01:34

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einhver hleypti ungunum mínum út í fyrra, ég náði þeim öllum inn nema einum, hann var svo mikill kjáni að hann hljópa alltaf fram hjá inngangnum, ég lokaði þá hina ungana inni og hafði hliðið opið.  Mamma hans reyndi hvað hún gat að leiðbeina honum, fór til hans og inn, aftur og aftur, en sá litli fattaði ekkert, var sennilega orðin hræddur og stressaður, þá kom haninn mér til mikillar undrunar og leiðbeindi honum og fékk hann inn í girðinguna.  Ég átti ekki til orð af undrun.  En ég horfði á þetta gerast, passaði mig samt að láta þau ekki vita af mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2011 kl. 11:49

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þessi var skemmtileg,hanar,??Sem mig minnti að skiptu sér ekki af neinu nema að éta og frjógva eggin. OH! My,mér er illt í mænunni..........

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2011 kl. 04:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband