Gamla "SVARTA MARÍA minnir á sig.

     Undanfarið   hafa ekki færri en 4,fréttir af handtökum grunaðra,verið sagðar hér á þessu litla svæði.Ýmist leiddir úr Svörtu Maríu ,eða á leið í hana. Skil ekki þessar handtökur svo seint,en verð að viðurkenna fávísi  mína,varðandi  rannsóknarhagsmuni, Get ekki annað en trúað að eitthvað miðist  áfram hjá saksóknara,þeir sem eru saklausir,verða að fá sig hreinsaða.   Já  fyrst ég minntist á bílinn sem  minnti mig á Svörtu Maríu, vil ég segja frá því að svo var lögreglubíll fyrri ára nefndur,svipaði til sendiferðabils. Sjaldan voru leiddir í hann merkilegri brotamenn en ölvaðir slagsmálahundar,sem börðust með hnúunum, það brotnaði varla kjammi ,en glóðaraugu og bólgnum vörum komust þeir ekki hjá.      Það var þó maður á móti manni,ég held bara,að það hafi aldrei verið  legið í launsátri. Þeir voru riddarar,sem virtu eiginlega óskrifaðar reglur,þótt það líktist ekki  hanska-kasti enskra lorda.     Það hrærist eitthvað meira með mér. Ég stend mig að því að telja uppeldi  hjá  okkar kynslóð ábótavant. Ósjaldan kveið maður heimsóknum,kvenna með börn sín,sem allt var leyft,vaða inn í og upp um allt.Aldrei var þeim bannað neitt,nema með grútmáttlausu tuði.sem ekkert var fylgt eftir. Svo var það talið til afreka,þegar einn guttinn,ekki svo ýkja gamall,losaði um handbremsu bíls,sem við það rann niður brekku,hefði getað stórslasað fólk,en sem betur fer slapp það. Þótt  þau fái nú ekki refsingu þarf ekki að hæla þeim fyrir eins og þau hefðu afrekað eitthvað stórkostlegt.      Í dag skal fagna sigri handboltastrákanna,sá þá á tölvunni hér,einhver góðviljaður,sendi 4 mögulegar rásir til að horfa á,stundum var það slitrótt,en nægð,mér. Spennan hefur borið mig ofurliði svo nú get ég ekki sofnað,þá skrifa ég eitthvað lauflétt og fer ekkertyfir það,bara kærulaus og bíð góða nótt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Helga mín Svarta María hefur í nógu að snúast þessa dagana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2011 kl. 13:30

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ath.semd .nr2,, sú fyrri þurrkaðist út. Já Sú svarta verður á fullu,enn um sinn. Ég lognaðist útaf við þessi skrif,vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera,nema bara ekki skrifa eldfimt efni. Nú ætla ég að kíkja á síðu þína,hafðu það æðislegt og allir þínir.

Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2011 kl. 00:34

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála Margréti Pálu að heil kynslóð er skemmd af eftirlæti....  Börnin sem hent var út af heimilunum 6 mánaða gömlum og allt sem þau gerðu var alltaf svo frábært.  Börnin fengu hrós fyrir allt, og voru líka keypt til þess að þegja og borgað fyrir að vera stillt...  Ég er ekki hrifin af svoleiðis uppeldi....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.1.2011 kl. 01:01

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Já sæl Jóna mín,við eigum efni í sannar sögur af því,allt árið. Er Margrét Pála hér á blogginu.   Margir trúðu ekki að barn þeirra gæti átt eitthvað misjafnt til.              Ég átti æðislega gott samband við kennara og skólayfirvöld í Kársnesskóla,enda unnum við líka saman í stjórnum Breiðabliks.Læt fljóta eina skondna með.                Aðal fimleika kennari Haraldur,kenndi líka sund. einn vetur. Eitt sinn í tíma sér Halli að harmonikku-leikari,sem hafði verið þar á undan,í tímum eldri borgara, hafði lagt nikkuna frá sér í glerskáp þarna úti.Útvarpið var á með dúndrandi músik.Halli tók þá harmónikuna og þóttist vera sá sem spilaði. Hann var kallaður á teppið hjá skólastjóra,daginn eftir, þar sem hann fékk að vita að ein móðir hafði hringt og kvartað yfir að sundkennarinn hefði verið blindfullur að spila á harmoniku.Haraldur=Halli,drekkur ekki áfengi.      Segi þessa af því hún er svo spaugileg ekki sem dæmi um börnin,þau geta misskilið svo margt.En skólastjórinn þekkti Harald og vissi að þetta stóðst ekki,en varð að fá hans sögn um þetta. Kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2011 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 148139

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband