Í Rustenburg

                 gerðu gamlir bandamenn jafntefli í fótbolta.Eftir því sem ég man frá fyrri H.M. keppnum,eru fyrstu leikir liðanna í riðlakeppninni,yfirleitt ólikir því sem maður væntir af þeim. Þau sterku, sem er spáð sigri eru að valda vonbrigðum og hin lakari að koma á óvart. Bretar sem eru í miklu uppáhaldi hér á landi,þóttu ekki standa undir væntingum. Aftur á móti eru Bandaríkjamenn að bæta sig,þótt ég læsi leik þeirra þannig að fótbolti sé þeim ekki ástríða,líkt og suður-Ameríku-liðunum og mörgum Evrópuliðum.   Liðin sem komast upp úr riðlunum,sýna nær undanteknigalaust,betri leiki þar,þá á maður von á því óvænta. Mér finnst ekkert mikið að horfa á 3 leiki sama daginn,en fórnaði leik suður-Kóreu í dag vegna útskrifta H. Í í Laugrdagshöll,þar sem sonur minn fékk Meistaraprófsskýrteini sitt í Mannauðsstjórnun. Hefði gjarnan viljað vera á Akureyri við útskrift dóttur minnar BA í Nútímafræði. Það gerist svo oft margt í einu,meðan það er af hinu góða er það í lagi.    Margir eru argir út í Ruv. fyrir að hnika fréttum vegna H.M. í fótbolta.  Ég veit alveg hvernig það er að þykja dagskrá leiðinleg,en alveg væri mér sama þótt fréttir færðust til. Mig minnir að eldhúsdgsumræður fyrr á árum hafi haft forgang og þá fréttum seinkað. Ég ætla ekki að hafa áhyggjur af þessu,mundi kaupa stð2 sport á veturna hefði ég efni á því.  En núna ætla ég njóta þess að horfa samviskulaus á HM. í fótbolta.
mbl.is Capello: Ein mistök í góðum leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Helga mín þetta er veisla,það er bara að njóta á meðan er. Þessi leikur var hins vegar ekki neinn Blikaleikur.

Sigurður Þorsteinsson, 13.6.2010 kl. 09:25

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 sæll mr. já takk fyrir nú læt ég ekki skemma fyrir mér ánægjuna. Blikar eru og verða alltaf ,,spes,, það finnst okkur Gúnda,vonandi hitti ég kallinn í sumar á leik. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 13.6.2010 kl. 18:24

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Njót þú boltans Helga og kærðu þig kolótta um röfl í þverlyndum fréttasjúkum körlum.   Hef sjálfur haft skömm á þeim leik sem og formúlunni þrátt fyrir að vera með ódrepandi bíladellu.  Það sem fæst úr fjölmiðlum er bara snakk og býflugnasuð en ekkert tæknilega bitastætt.

Hrólfur Þ Hraundal, 13.6.2010 kl. 23:21

4 identicon

Áfram Helga, en Englendingar eru þetta.  Ekki Bretar.  Mér finnst eins og þú sért að hæðast að fótbolta með því að segja þetta svona.....:)

Ari (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 10:21

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sæll Hrólfur og takk já hugurinn ber mig hálfa leið,ég er komin til Afríku. 
   Ari,já veistu,stundum er ég að forðast löngu orðin,stytta mér leið,væri svo sem gaman að,Skotland,Irland og Norður Irar,væru þarna líka. En sástu Þjóðverjana? Alltaf góðir. 

Helga Kristjánsdóttir, 14.6.2010 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband