Úr Stuðlamálum,vísnasafn alþýðuskálda, Herdís Andrjesdóttir

          Ólst upp hjá vandalausu fólki og naut engrar mentunar á borð við það sem unglingar í dag njóta.  Mun ævi hennar og tvíburasystur hennar Ólínu hafa verið baráttukennd, að ýmsu leyti,en    lítt kvartað yfir erfiðleikunum.Þess kennir víða í kvæðum hennar,að skáldagáfan,hefur oft stytt henni stundirnar langar. Henni hefur verið unun og svölun að vel kveðinni vísu.   Hverfum snöggvast ca 87 ár aftur í tímann,setjum okkur inn í afþreyingu blásnauðra þeirra tíma.

                                            17.júní, 1923
     
                                     Engin glæta sólar sjer,
                                     seint vill bætast hagur.
                                     Það er væta,því er ver;
                                     þessi grætur dagur.

                                     Fegri áður sástu sjón
                                     sókn var háð með snilli
                                     þegar ráðum rjeði Jón
                                     reifður dáð og hylli.       

                                       VERÖLDIN
            
                                    Veröld heldur sínum sið;
                                    Sönnum kærleik bana;
                                    henni er ei vandgert við
                                    veslings smælingjana.

                                    Oft mig hefir undrað það,
                                    augum blöskrað mínum
                                    hvernig flagðið flaðrar að
                                    fjelagslimum sínum.

                                    Hirðir lítt um þína og þig
                                    þreytt um völl að glíma,
                                    Aldrei nema sína og sig
                                    sjer hún nokkurntíma.

                                    Ber hún seinna úr bítum gjald
                                    breytni fyrir sína;
                                    þá mun hennar vonskuvald
                                    verða alt að dvína.

                                     Máltækið segir;  Tímarnir breytast og mennirnir með.
                                                  
                                                                

                                        

 


Engu líkara en Evrópusambandið hafi sótt um aðild að Íslandi.En ekki öfugt.

       Fréttablaðið birtir úr bloggi Jónasar Kr. í dag að þeim (mótmælendum ESB) finnist hneysklanlegt,að sambandið,geri vel við  nokkra stuðningsmenn sína. Hann minnir svo á að Nato hafi áratugum saman boðið hægri sinnuðum þingmönnum,álitsgjöfum,blaðamönnum til Brussels og Norfolks. Er hægt að leggja þetta að jöfnu,við vorum í Nato ( Atlantshafsbandalaginu.),við erum ekki í ESB   og þeir hafa sjálfir opinberað vitneskju sína um að fleiri Íslendingar séu á móti inngöngu í ESB,en hlynntir.

Gleðilegan þjóðhátíðardag 17. Júní

                     Jóhanna forsætisráðherra er að flytja hátiðarræðu sín á Austurvelli. Öllum geta orðið á,einnig þeim hæstvirtu. Þótt mér þætti ekkert leiðinlegt að eiga Jón Sigurðsson forseta fyrir sveitunga,verð ég að leiðrétta mismæli forsetisráðherra,Jóhönnu Sigurðardóttur,hún sagði Jón forseta hafa fæðst þennan dag,að Hrafnseyri við Dýrafjörð,en Hrafnseyri er við Arnarfjörð,hún á eftir að átta sig,því auðvitað veit hún þetta eins og hvert mannsbarn á Íslandi.

Í Rustenburg

                 gerðu gamlir bandamenn jafntefli í fótbolta.Eftir því sem ég man frá fyrri H.M. keppnum,eru fyrstu leikir liðanna í riðlakeppninni,yfirleitt ólikir því sem maður væntir af þeim. Þau sterku, sem er spáð sigri eru að valda vonbrigðum og hin lakari að koma á óvart. Bretar sem eru í miklu uppáhaldi hér á landi,þóttu ekki standa undir væntingum. Aftur á móti eru Bandaríkjamenn að bæta sig,þótt ég læsi leik þeirra þannig að fótbolti sé þeim ekki ástríða,líkt og suður-Ameríku-liðunum og mörgum Evrópuliðum.   Liðin sem komast upp úr riðlunum,sýna nær undanteknigalaust,betri leiki þar,þá á maður von á því óvænta. Mér finnst ekkert mikið að horfa á 3 leiki sama daginn,en fórnaði leik suður-Kóreu í dag vegna útskrifta H. Í í Laugrdagshöll,þar sem sonur minn fékk Meistaraprófsskýrteini sitt í Mannauðsstjórnun. Hefði gjarnan viljað vera á Akureyri við útskrift dóttur minnar BA í Nútímafræði. Það gerist svo oft margt í einu,meðan það er af hinu góða er það í lagi.    Margir eru argir út í Ruv. fyrir að hnika fréttum vegna H.M. í fótbolta.  Ég veit alveg hvernig það er að þykja dagskrá leiðinleg,en alveg væri mér sama þótt fréttir færðust til. Mig minnir að eldhúsdgsumræður fyrr á árum hafi haft forgang og þá fréttum seinkað. Ég ætla ekki að hafa áhyggjur af þessu,mundi kaupa stð2 sport á veturna hefði ég efni á því.  En núna ætla ég njóta þess að horfa samviskulaus á HM. í fótbolta.
mbl.is Capello: Ein mistök í góðum leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur kjörinn forseti FIBA Europe

        Glæsilegt hjá Ólafi Rafnssyni og ástæða fyrir alla Íslendinga að fagna. Kjör hans var svo afgerandi,sem segir okkur,það sem við vitum, að hann er alls trausts verður. Íþróttahreyfingunni óska ég til hamingju. Þurftum svo sannarlega á einhverju upplífgandi að halda,mitt í þessum hamförum. Skora á körfuboltasambandið að fagna með sjálfboðaliðs hjálp,ef þeir mögulega geta komið því við,ekki endilega leikmenn,heldur áhangendur. Ólafi og fjölskyldu óska ég innilega til hamingju, og árétta þetta er verðskuldað.
mbl.is Ólafur kjörinn forseti FIBA Europe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáborgaraháttur

   Hvernig dettur gullætum í hug að innrétta eldhús luxusíbúðar sinnar Ikeaframleiðslu. Þau eru bara ekki að ná réttum serimoníum aðalsins í BNA. Púkalegt,eru gömul gen fjósamanna´,að hefta óaðfinnanlega framgöngu í glamúrheiminum? Spyr af því ég veit ekki. Tek þetta svo nærri mér,getð ekki einusinni reynt að bæla einkennin og gripa til glórunnar,vitandi að þessi heimur var aldrei ykkur ætlaður. Þið sáuð hann,girntust hann,keyptuð hann,fyrir  okkar peninga,það þarf líka að læra á,ann,þangað til ballið er búið.    Gamalt máltæki segir  ,,gott eiga þeir sem gleyma,, það er auðvitað tvíbent,ég kýs að muna,svo ég álpist ekki inn í upphafs-meinið.
mbl.is Jón Ásgeir kemur við sögu í fjórum yfirstandandi stefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldgosið að dvína.

            Við það myndast oft  minni gígur inn í þeim sem fyrir er ,segir Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur. Vonandi fer þessum ósköpum að linna. En það getur verið skemmtilegt að sjá ótrúlegar myndir birtast í gosmekkinum,að ég tali nú ekki um myndirnar af gígunum þrem,sem birtust fyrir um viku,eins og afmyndað gapandi tröllsandlit. Svo líkir hann Tumi nýja gígnum,við kjafti á skrúflykli.     Hef verið að reyna að sjá þennan dulúða kjaft,vafðist fyrir mér hvernig skrúflykill er,held ég hafi náð því.   Ekki allt unnið fyrir gíg.  
mbl.is Nýr gígur kominn í ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband