Gestrisni

Þessi makalausi tími,gerir gamalt gott,í samanburði við nútímann,á svo mörgum sviðum. Það megum við Íslendingar eiga,að við miklumst af gáfum hreysti og þrautsegju forfeðra okkar. Smá ókostir eru bara persónutöfrar.þannig varð frænku minni einatt að orði;"Það eru allir góðir þegar þeir eru dauðir"vísaði þá til minningargreina. Gestrisni var viðbrugðið á árum áður,þannig man ég eftir tengdaforeldrum mínum taka á móti fullum rútum af fólki í kaffi eða/og snæðing,frá Hellissandi,eftir að þau voru flutt á Akranes.Það rifjaðist upp í áramóta ,gilliboði, dóttur minnar og tengdasonar. Allar þær kjöttegundir,grænmeti og eldunaraðferðir,sem unga fólkið kann að meðhöndla í dag,ber framþróun og góðæri allt frá þeim tíma vitni,viðmótið,gestrisnin og alúðin er sú sama. Léttleikinn sveif yfir borðum og minnst var gestgjafa þessara gömlu tíma; Elsku borðið nú vel það er nóg til; Kannski þótti vissara á þeim tíma að taka það fram,svo enginn héldi aftur af sér. Gestgjafar sögðu gjarnan,það er ekki svo oft sem ég bíð til veislu. Þannig var það í erfidrykkju einnar af hinum mætustu konum þorpsins á vesturlandi. Dóttir konunnar lagði sig fram.af sinni alkunnu gestrisni og sagði ;" Elsku fáið þið ykkur meira,það er ekki svo oft sem hún mamma deyr".

Gamall húsgangur!

Eða getur það ekki verið réttnefni um sjónvarpsefni!? Það var ekki um mikið að velja á þeim tíma,sem þessir,örugglega,vinsælustu sjónvarpsþættir Íslands voru sýndir. Mest spennandi var að sjá hvernig höfundar breyttu handritinu,vegna leikkonu sem hafði fengið nóg af Dallas,vildi sem sé hætta. Meira að segja ég hefði getað leyst það,hún bara dó. En hvað gera bændur ef hún sér eftir að hafa dáið!!? Snjallir,, leystu það,vondur draumur,varð góður veruleiki, hver kannast ekki við þann létti.Þannig er textahöfundum draumar hugleiknir, Prestley söng ,,Green,green gras of home,, og meistarinn túlkaði vöknunar-vonbrigðin stingandi. Prestley er óviðjafnanlegur,hann lætur eftir sig eina af fegurðardísunum í Dallas.


mbl.is Pamela í Dallas eldist ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar langa,langalangafi Stígs,var allra bola brúklegastur.

Það var í sveitafélagi nokkru,fyrir norðan. Sveitin sameinaðist um bola,og hann skyldi til taks,er belja beiddi.Dag einn var hringt í gæslumann og tilkynnt að yksna væri á leiðinni. Eigandi kvígunnar varð skyndilega að sinna öðru mikilvægu erindi,og spurði þá 10 ára son sinn hvort hann treysti sér að fara með hana,enda ekki langt að fara. Drengurinn hélt það nú,enda vanur að taka til hendinni ,þótt þetta hefði hann ekki áður gert. Þegar hann kemur með kusu,mætir hann húsfreyjunni á bænum,sem bísnast og skellir sér á lær;Hverslags er þetta,að senda þig með beljuna,gat ekki pabbi þinn gert þetta? Drengurinn svarar sakleysið uppmálað; Nei,það þarf naut.
mbl.is Synir Stígs koma sterkir inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra Ögmundur!!!

          Ég er að skrifa þetta eftir fréttir á RUV,sjónvarp. Himinlifandi og þakklát fyrir að ráðherra stjórnar eftir sannfæringu sinni. Það blandast engum hugur um hvað ég er að skrifa, Grímstaðir þjóðarinnar á fjöllum,hrekk ekki við þótt maddaman byrsti sig og ætli að hafa sitt fram eins og alltaf,hvað sem aðrir segja.

Það er víða erfitt að komast að samkomulagi !!

  Eiginlega finnst mér þetta ekkert merkilegt í sjálfu sér. Oft gera ljósmyndarar skemmtilega hluti,eins og þessi mynd ber með sér. Hún er af hluta þingnefndar BNA. Henni var ætlað að finna leið til að draga úr fjárlgahalla ríkisins,en náðu ekki samkomulagi. Aftur á móti ætti að vera auðvelt að rétta hallan á körlunum,sem sýnast vera að detta út af. Er kvenmaðurinn að valda þessu, eða er þetta ljósmyndarans stæll? Ekki veit ég svarið.
mbl.is Náðu ekki samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í dag!

            Fór út í  Nóatún að kaupa smávægilegt. Hitti nágrannakonu frá fyrri tíð. Eftir að hafa skipst á nokkrum upplýsingum um fjölskyldumál,spurði ég hana beint út,hvort hún væri hlynnt ESb.-inngöngu. Nehei,hreytti hún út úr sér og skellti sér á lær. Í því kom yngri kona sem hún þekkti,ég sýndi henni blaðið frá Heimsýn,sagði henni að þessi hreyfing væri mönnuð áhugafólki sem vill forða Íslandi frá inngöngu í Evropusambandið. Hvað ertu að segja ekki vissi ég um það.Ég skráði þær,og mikið þökkuðu þær mér fyrir að nenna þessu. Svona er Ísland í dag,fáir í sjálfboðavinnu,en eru svo himinlifandi að mega taka þátt. Samherjar, þessi litla saga sýnir hve lítil áhugasamtök,sem hafa ekki yfir fjárreiðum að ráða þarfnast okkar mikið,meðan aðrir færa okkur fréttir á sínum bloggum frá Esb..  Það er búið að ganga á mótmælum og undirskriftum frá því þessi stjórn tók við og fólk orðið rænulítið fyrir því. Mjög fáir lesa blogg og eina sem það veit er frá Ruv. sem sjaldan segir söguna alla. Útvarp Saga og INN,eru þau einu sem fjalla um Evropumál frá öllum hliðum. Drífa sig ! Ekkert ESB.
                                                                                                                                                            

Á þjóðlegum nótum, Íslandsvísur.

                 
                                     Landið góða,landið kæra,
                                     langtum betra en nokkur veit,
                                     þér ber ætíð fyrst að færa
                                     fegins óð og tryggðarheit.
                                     Hjálpi drottinn lýð að læra
                                     líf,sem hæfir frjálsri sveit.
                                     Framtak,hófsemd heill og æra
                                     hefji og göfgi hvern þinn reit. *1
 
                                     Lifi minning liðins tíma;
                                     langtum meir þó tímans starf!
                                     Lifi og blessist lífsins glíma,
                                     lifi framtíð göfgan arf.
                                     Hverfi ofdrambs heimsku víma,
                                     hefjist magn til alls,sem þarf.
                                     Lifi og blessist lífsins glíma,
                                     lifi og blessist göfugt starf.

                                     Landið blíða,landið stríða,
                                     landið hrauns og straumafalls,
                                     landið elds og hrímgra hlíða,
                                     hjörtum kært til fjalls og dals!
                                     Í þér kraftar bundnir bíða
                                     barna þinna,fljóðs og hals.
                                     Hvert þitt býli um byggðir víða
                                     blessi drottinn, faðir alls.          Eftir; Hannes Hafstein.

            *1  Jafnt Grímstaði á fjöllum,sem aðra reiti Íslands.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Helga Kristjánsdóttir
Helga Kristjánsdóttir

Helga Kristjánsdóttir bara húsmóðir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 148979

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband